blaðið - 13.10.2006, Blaðsíða 17

blaðið - 13.10.2006, Blaðsíða 17
blaðið FÖSTUDAGUR 13.OKTÓBER2006 17 Peta: Mótmæla kakkalakkaáti Dýraverndunarsamtökin Peta krefjast þess að fyrirtækið Six Flags aflýsi fyrirhugaðri kakkalakkaátskeppni sem á að fara fram í skemmtigörðum sem það rekur víðsvegar í Bandaríkj- unum. Fyrirtækið ætlar að halda keppnina í tilefni af hrekkjavöku síðar í mánuðinum og fær sá sem tekst að slá heimsmetið í kakkalakkaáti vegleg verðlaun. í tengslum við keppnina fá allir þeir gestir skemmtigarðanna sem láta ofan í sig einn kakka- lakka við innganginn frítt inn. Talsmaður Peta segir að skor- dýr eigi alls ekki skilið að vera étin lifandi, sérstaklega ekki í þágu skrýtinnar markaðsbrellu stórfyrirtækis sem vill auka að- sókn að skemmtigörðum. Sjávarútvegur: Meiri afli en í fyrra Aflinn í septembermánuði var 86.572 tonn sem er um 22 þúsund tonnum meiri afli en á sama tíma í fyrra. Samkvæmt tölum frá Fiskistofu var heildarafli árs- ins 2006 í lok síðasta mánaðar kominn í 1,1 milljón tonn, sem er fjórðungi minni afli en á sama tíma í fyrra. Samdráttur í afla milli ára stafar fyrst og fremst af minni loðnuafla í ár. Lögregla: Bjórþjófar iörast Lögreglan í Reykjavík hafði hendur í hári fjögurra ungra pilta sem reyndu að stela bjór- kút frá knæpu einni í miðbæ Reykjavíkur á miðvikudaginn. Lögreglan stöðvaði för þeirra aðeins nokkrum mínútum eftir að stuldurinn var tilkynntur. Sá yngsti piltanna er fimmtán ára en sá elsti sautján ára. Pilt- arnir sáu þó að sér varðandi stuldinn og heimtuðu að fá að biðja kráareiganda afsökunar á framferðinu. Skoðunarferð Landsvirkjunar: Opið hús á Kárahnjúkum „Um helgina bjóðum við öllum, háum sem lágum, í skoðunarferð um Kárahnjúkavirkjun. Venjulega er þetta lokað vinnusvæði en við munum leggja niður vinnu til þess að fólk geti skoðað sig um á svæð- inu,“ segir Sólveig Dagmar Berg- steinsdóttir.aðstoðarupplýsingafull- trúi Kárahnjúkavirkjunar. Öllum ibúum Jökuldals, neðan við stífluna, verður boðið í skoðun- arferð um virkjunarsvæðið þar sem fram fer ítarleg kynning á starfsem- inni. Aðspurð segir Sólveig Dagmar heimsóknum í Végarð hafa fjölgað gífurlega á þessu ári. „Þónokkuð margir íbúar svæð- isins hafa aldrei skoðað virkjunar- svæðið ofan í kjölinn. Það eru allir velkomnir um helgina, börn á öllum aldri,“ segir Sólveig Dagmar. Nánari upplýsingar fást í Végarði, upplýsingamiðstöð Landsvirkjunar um Kárahnjúkavirkjun. Opið hús Landsvirkjunar Landsvirkjun býður ibúum Jökuldals í skoöun- arferð um virkjunarsvæöi Kárahnjúka um helgina. Á meöan veröur vinna á svæðinu lögö niður.

x

blaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.