blaðið - 13.10.2006, Blaðsíða 33

blaðið - 13.10.2006, Blaðsíða 33
blaðið FðSTUDAGUR 15. SEPTEMBER 2006 33 Ferskar fíkjur Fátt er Ijúffengara en ferskar fikjur en nu er besti timinn til aö nálgast þær í verslunum. Þær eru fullkomnar í sæta eftirrétti, dúnmjúkar tertur eða bara einar og sér. Saðsamar súpur Haustið er tími súpunnar og fátt yndislegra á svölu kvöldi en sjóð- andi heit og saðsöm súpa, stút- full af vítamínum. Hér á eftir fara þrjár uppskriftir að prýðilegum súpum sem allar eru sérlega bragðgóðar þó ólíkar séu. Egypsk grænmetissúpa Á vefsíðunni www.madurlifandi.is má finna margar prýðilegar upp- skriftir að matarmiklum súpum sem flestar eru ættaðar frá Helgu Mogensen. Þessi egypsk-ættaða súpa er tilvalin þegar elda skal bragðgóða súpu fyrir alla fjöskyld- una. 1 bolli smátt skorinn laukur 2 hvítlauksgeirar, marðir 1/4 bolli ólífuolía 1 tsk broddkúmen 1 1/2 tsk paprika 1/4 tsk cayennapipar 2 meðalstórar gulrætur skornar í munnbita 1 bolli smátt skornir tómatar 3 1/2 bolli grænmetissoð 2 bollar kjúklingabaunir, útvatn- aðar og soðnar, eða 1 dós af baunum 1/4 bolli söxuð steinselja 3 msk sítrónusafi geo-salt (lífrænt) og grófur pipar eftir smekk skreytt með mintulaufum Steikið laukinn og hvítlauk þar til laukurinn er mjúkur, bætið saman við kryddunum, steikið í 5 mínútur. Bætið við tóm- ötum, grænmet- issoði og öðru grænmeti og sjóðið í 15 mínútur. Berið fram með góðu brauði og heima- löguðu hummus. Tómatsúpa með pasta ólífuolía 1 laukur, saxaður 6 hvítlauksrif, söxuð 1 kg tómatar, þroskaðir en þó fremur þéttir, skornir [ fjórðunga 3 msk mintulauf, söxuð 1 tsk sykur pipar, nýmalaður salt 700 ml grænmetissoð, kjúklinga- soð eða vatn 150 g pasta Hitið ofninn í 200 gráður. Helmingurinn af olíunni hit- aður á pönnu og laukurinn látinn krauma á meðalhita (smástund. Þá er hvítlauk- urinn settur á pönnuna og síðan tómatar, mintulauf, sykur, pipar og salt. Hitað í gegn, hellt í eldfast fat, sett í ofninn og bakað í um 40 mín- útur. Ef tómatarnir ætla að dökkna um of er álpappír breiddur yfir. Fatið er svo tekið út og tómatarnir látnir kólna í litla stund en síðan maukaðir í matvinnslu- vél. Maukið sett í pott ásamt afganginum af olíunni og síðan er soðinu hrært saman við og hitað að suðu. Pastað sett út í og súpan látin sjóða þar til það er rétt meyrt. Þá er hún smökkuð til og hellt í skál. Gagnlegar vefsíður í eldhúsið Internetið gagnast vel þegar finna skal góðar upp- skriftir og ráð í eldhúsið. Hér á eftir fylgja nokkrar slóðir sem gott getur verið að kíkja á þegar eldhúsgyðj- an blossar upp i okkur. http://www.italianfoodforever.com Ítalía er mörgum ofarlega í huga þegar mat ber á góma og hér má finna margar prýðilegar uppskriftir að öllum mögu- legum réttum. Hérfinna bæði faglærðir kokkar og áhugamenn um matargerð ýmislegt við sitt hæfi. http://www.marthastewart.com Marta kerlingin hefur marga fjöruna sopið í gegnum tíðina og þó fjármálin séu ekki á hreinu þá kann hún ýmislegt fyrir sér í eldhúsinu. Á vefsíðu hennar má finna ótal margt forvitinilegt fyrir þá sem hafa áhuga á matargerð og heimilishaldi. http://food.sify.com Fyrir þá sem eru hrifnir af indverskum mat er þessi síða tilvalin. Þarna úir og grúir af einföldum uppskriftum sem rífa í bragðlaukana. /\nsae\u ársh^ðarpak^ fundi *. faðst* ^ ekki missa af okkar landsfræga og margrómaða jólahlaðborði. Pantið tímanlega til að tryggja ykkur borð. Síðast komust færri að en vildu. /tfeins noWcurkvo\d laus Veislur 5 oc Árshátíðir '< Jólahlaðborð Zj < Brúðkaup cc. 3 Fermingar © Vinnustaðafundir lo Á föstudags- og laugardagskvöldum er innifalið í verði; Jólahlaðborð, dansleikur, hljómsveit leikur fyrir dansi, rútuferðir fram og til baka. Sunnudagskvöldin eru fjölskyldukvöldin okkar, þá kemur jólasveinninn í heimsókn með glaðning handa börnunum, frítt fyrir 12 ára og yngri í fylgd með foreldrum. 4 glæsilegir saiir - allt að 350 manns Tilvalið fyrir starfsmannahópa, vinahópa, klúbba, félagasamtök og alla hópa sem vilja hafa gaman og láta dekra við sig f mat og drykk . Hópefli i£i Ráðstefnur o.fl. LU > Uppl og bokanir I srma SÍUðasflÓÍUUl í Hva CufÖfum 567 2020 www. skidaskali.is - Netf. skidaskali@skidaskali.is

x

blaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.