blaðið - 13.10.2006, Blaðsíða 8

blaðið - 13.10.2006, Blaðsíða 8
8 FÖSTUDAGUR 13.OKTÓBER2006 blaöiö UTAN ÚR HEIMI FRAKKLAND Umdeild lög samþykkt Neðri deild franska þingins samþykkti i gær iög sem heimila stjórnvöldum að refsa þeim sem viö- urkenna ekki að Tyrkir hafi framið þjóðarmorð á Armenum árið 1915. Tyrkir hafa hótað frönskum fyrirtækjum refsiaðgerðum vegna þessa. Morö í sjónvarpsstöð Vígamenn réðust inn í nýstofnaða sjónvarpsstöð í Bagdad í gær og myrtu ellefu manns. Stöðin var stofnuð af súnní- múslímum og er talið að árásin sé liður í skærum á milli trúarhópa í landinu. Akærður fyrir landráð Tæplega þrítugur Bandaríkjamaður var kærður fyrir landráð í vikunni, sá fyrsti síðan í seinni heimsstyrjöldinni. Adam Gadaham er sakaður um að útbúa og dreifa áróðursmynd- böndum fyrir Al Kaida. Hann er sagður í Pakistan á flótta. Dauðarefsing liggur við landráðum í Bandaríkjum. t Aspartam hættulaust: Líkaminn meltir tréspíra „Hluti gervisætuefnis í gos- drykkjum verður að tréspíra þegar líkaminn meltir það. Líkaminn þarf fimmtán grömm af tré- spíra til þess að missa sjónina,“ segir Bryn- hildur Briem, næringarfræð- ingur Umhverf- isstofnunar. Brynhildur leggur áherslu á að magnið í drykkjunum sé i mjög litlum mæli og langt innan hættumarka. „Til þess að hætta geti skap- ast af því að fimmtán grömm af sætuefnum safnist upp í líkamanum þarf einstaklingur að drekka sem samsvarar 240 litrum í einu,“ segir Brynhildur. Heldur liðunum liðugum! tSfe KE hGilsa "^OA^cr kf -haföu það gott Umdeildur árangur af sam- keppni á raforkumarkaði Stóriðjan verður langstærsti kau- pandi raforku hérlendis árið 2008. Samkeppni á raforkumarkaði: Eftir Höskuld Kára Schram hoskuldur@bladid.net Hætt er við að einstaklingar og smærri fyrirtæki verði látin niður- greiða raforkuverð til stóriðjunnar að mati Sigurjóns Þórðarsonar, þing- manns Frjálslynda flokksins. Hann segir samkeppni á raforkumarkaði eingöngu hafa skilað sér í hærra raf- orkuverði og stóriðjan ein græði. For- stjóri Orkuveitu Reykjavíkur segir þetta alrangt og bendir á að verð á raforku hafi ekki hækkað síðan lög um samkeppni á raforkumarkaði tóku gildi. Miklar hækkanir „Raforkuverð hefurhækkað um tugi prósenta að undanförnu á sama tíma og við ættum frekar að sjá lækkun á rafmagnsverði,“ segir Sigurjón Þórðarson, þingmaður Frjálslynda flokksins. Hann hefur nú ásamt átta öðrum þingmönnum stjórnarand- stöðunnar lagt fram tillögu á Alþingi til þingsályktunar. f henni er lagt til að Alþingi beiti sér fyrir því að gerð verði úttekt á hækkun rafmagns- verðs í kjölfar skipulagsbreytinga á Sala til stóriðju lækkar verð til almennings GuðmundurÞóroddsson forstjóri Orkuveitu Reykjavíkur látið einstaklinga greiða niður verð til stóriðjunnar. Þvert á móti stuðli sala orkuveitna til stóriðju að lægra verði til almennra neytenda. „Það væri einkennilegt ef samkeppnisum- hverfið færi að greiða niður verð til annarra. Staðreyndin er sú að sala Orkuveitunnar til stóriðju gerir okkur kleift að vera með lægra verð til almennings.“ Guðmundur segir rétt að raforku- verð hafi hækkað þegar lög um sam- keppni á raforkumarkaðinum tóku gildi. Þá hafi heimildir til að greiða niður raforku til ákveðinna hópa fallið niður til að samræma verð. Síðan þá hafi verð hins vegar ekki hækkað. „Flutningskostnaður á höf- uðborgarsvæðinu hækkaði til þess að greiða niður kostnað við dreifbýlið. Þetta var tæplega 5 prósenta hækkun sem varð við gildistöku laganna.“ Óttastaðein- staklingar þurfi að niðurgreíða raforkuverð til stóriðjunnar Sigurjón Þórðarson þingmaður raforkumarkaðinum. f greinargerð með tillögunni kemur fram að árið 2008 muni aðeins um 20 prósent af framleiddri raforku verða seld á samkeppnismarkaði. Stærsti hlut- inn, eða um 80 prósent, mun aftur á móti verða seldur á föstu verði til stóriðjunnar. Sigurjón segist óttast að þetta þýði að einstaklingar og smærri fyrirtæki þurfi 1 auknum mæli að niðurgreiða raforkuverð til stóriðjunnar. „Ég óttast að menn muni nota þessar breytingar til að flytja verð af stór- iðjuhlutanum yfir á svokallaðan sam- keppnishluta sem er alltaf að verða minni og minni. “ Stóriðjan hjálpar Guðmundur Þóroddsson, for- stjóri Orkuveitu Reykjavíkur, segir alrangt að raforkufyrirtæki geti Einstaklingar blæða en stóriðjan græðir ■ Úttekt á verðhækkunum ■ Alrangar ásakanir Styrktamppboð: Boðið upp fyrir Ómar „Ómar hefur verið að safna miklum heimildum um land- svæðið sem fer undir Hálslón og þær munu nýtast mönnum vel bæði í nútíð og framtíð,“ segir Jóhann G. Jóhannsson, tónlistar- og myndlistarmaður. Hann hefur gefið málverk eftir sig á uppboð á vefnum kassi.is til styrktar Ómari Ragnarssyni. Jóhann segir það sjálfsagt að leggja Ómari lið því að hann sé að vinna mjög þarft verk fyrir þjóðina alla. „Sjálfur ríð ég á vaðið og gef olíumálverk, Ofar jörðu, sem verður boðið upp á Vefnum. Ágóðinn mun renna óskiptur til Ómars. Ég hef verið í sambandi við Ómar og fengið samþykki hans fyrir að gera þetta. Hann segist sjálfur vera mjög hrærður og þakklátur.“ Himnesk hollusta: Innkallar döðlur Matvælafyrirtækið Himnesk hollusta hefur innkallað allar lifrænt ræktaðar döðlur þar sem fundist hafa mítlar í pakkning- unum. Mítlar eru örsmá skordýr og ekki taldir hættulegir heilsu manna. Að sögn Vilhelms Westman, eiganda og stjórnarfor- manns Himneskrar hollustu, er hér um að ræða döðlur í 250 og 400 gramma bökkum sem renna eiga út 30. maí og 31. júlí á næsta ári. „Þetta er í öllum þurrkuðum ávöxtum en við ákveðin rakaskil- yrði, sem myndast í þessu tilviki vegna þess að daðlan er orðin það mikið þroskuð, þá fer þetta af stað. Okkur þótti því best að innkalla vöruna.“ eikarhúsgögn á betra verði Glerskápur ofan á skenk 154x110 Kr. 79.000,- Skenkur 48x154x90 Kr. 79.000,- 48x200x90 Kr. 130.000,- Leðurstóll bicast Eikarfætur Kr. 15.900,- Borðstofuborð 210x100x75 Kr. 99.000,- 200x90x75 Kr. 69.000,- 160x90x75 Kr. 59.000,- Tessa vörurnar eru dönsk hönnun úr gegnheilli olíuborinni eik og afhendast samsettar. n ' 1 rli Sófaborð Lampaborð 140x70x45 Kr. 39.000,- 70x70x45 Kr. 29.000,- 110x65x43 Kr. 35.000,- 55x55x43 Kr. 23.000,- 100x100x52 Kr. 39.000,- Sjónvarpsskápur 48x158x58 Kr. 59.000,- Glerskápur 48x108x150 Kr. 79.000,- 48x108x200 Kr. 99.000,- jujKJCiunmniiiit) Fossaleynir 6 - 112 Reykjavík - Sími: 586 1000 - Fax: 586 1034 - www.husgogn.is á

x

blaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.