blaðið - 13.10.2006, Blaðsíða 20

blaðið - 13.10.2006, Blaðsíða 20
20 FÖSTUDAGUR 13. OKTÓBER 2006 blaðið 25 milljóna lán Þú sparar 64 milljónir í vexti og verðbætur með því að stytta lánstímann um 15 ár í Veltukerfi spara.is (Miðað við 4,9% vexti og 4% verðbólgu) Byrjaðu að spara strax! Næsta námskeið 18. okt Námskeiöið sem hefur hjálpað fjölda fólks við að rétta fjármál heimilisins við á skömmum tíma. Þú átt nóg af peningum og Ingólfur H. Ingólfsson Félagsfræðingur ætlar að hjálpa þér að finna þá. Á námskeiðinu lærir þú að: •greiða niður skuldir á skömmum tíma •hafa gaman af því að eyða peningum •spara og byggja upp sjóði og eignir Tími: 18-22 Miðvikudaginn 18. okt. Staður: Háskóli íslands, stofa 101 í Odda. Verð: 9.000 kr. spara.is Skráning í síma: 587-2580 Svona eiga sýslumenn að vera Sæmd er hverri þjóð að eiga góða sýslumenn. Það er gömul saga og ný. Sýslumenn, sem jafnan eru líka lögreglustjórar, gegna því veigamikla hlutverki að sjá til þess að líf landsmanna gangi fyrir sig í takt við það regluverk sem okkar ágæta Alþingi hefur sett. Afar mikilvægt er því að þessir borðalögðu embættis- menn sinni starfi sínu af reglufestu og smámunasemi. Að öðrum kosti fer lausung skjótt að grassera meðal þjóðarinnar. I kjölfarið munu vaða uppi glæpamenn af ýmsum toga. Slíkt er skýrt feigðarmerki. Því miður hafa sýslumenn Isfirð- inga verið misjafnir. Um stundir hafa setið þar menn sem beitt hafa valdi sínu mildilega eins og það er kallað. Þeir hafa, að sögn, viljað leysa hvers manns vanda. Allir vita hvaða afleiðingar hafa fýlgt slíkum embættisfærslum. Skráðum saka- málum hefur fækkað úr hófi og tekjur ríkisins hafa snarlækkað. Embættismenn af þessari gerðinni heyra sem betur fer til undantekn- inga. I það minnsta á síðari árum. Þeir hafa verið fleiri sem með stór- fengleik sínum hafa fært embættið í hærri hæðir. Skemmst er að minnast eins af þeim farsælli. Sá skar upp herör gegn ýmissi lausung. I áraraðir höfðu brottfluttir Hornstrendingar leyft sér að halda til yfirgefinna jarða sinna að sumri og stundað þar skefjalausan veiðiþjófnað undir því yfirskini að veitt væri til matar. Umræddur sýslumaður kallaði til flugher Landhelgisgæslunnar. Með leiftursókn úr lofti tókst að stöðva þennan ófögnuð. Silungar Hornstranda geta síðan synt óá- reittir um sjó og vötn. Eftir mik- inn og góðan orðstír var að vonum sóst eftir kröftum hans úr öðrum landshlutum. Um síðir hélt hann á víðáttur Suðurlands þar sem ferill hans tókbreytingum sem um skipti á stakk væri. Hefur hann einnig tekið þar á stórum vandamálum. Á stuttum tíma hefur honum tekist að bjóða upp ranga sumarbústaði, hann hefur elt uppi stórhættulega erlenda verkamenn sem völsuðu um héraðið, að vísu með leyfi yfirvalda. Hæstum hæðum náði orðspor hans þá hann fletti ofan af svívirðilegri tilraun til þess að setja upp risastóra majónesdollu við þjóðveg eitt í hér- aðinu. Með snarræði og nákvæmum mælingum tókst sýslumanninum að koma í veg fyrir það óhæfuverk. Undanfarin ár hafa Isfirðingar gengið óhræddir til hvílu. Haukfrán augu sýslumanns þeirra hafa vakað yfir þeim og hvers kyns glæpastarf- semi hefur verið kæfð í fæðingu. Hápunkti náði þessi embættisfærsla Bæjarbúi fór ^ ránshendi f um bæinn þegar dró að M , áramótum. Halldór Jónsson fyrir skömmu þegar tókst að fletta ofan af skipulagðri glæpastarfsemi sem hafði grafið um sig í sex ára- tugi. Einn af borgurum bæjarins hafði stundað það að fara ránshendi um bæinn þegar dró að áramótum. Helst ásældist hann ýmsa skraut- muni bæjarbúa. Sér í lagi ef munirnir voru úr timbri. Munina brenndi hann um ármót og naut til þess að- stoðar margra vafasamra fýra. Svo slæm áhrif hafði þessi starfsemi á samborgara hans að þeir voru farnir að hópast að brennum þessum og syngja ýmsa miður fallega söngva og horfa á björgunarsveitir brenna fjármunum í líki flugelda. Þegar þessi hálfníræði glæpa- maður fór ránshendi um Isafjarðar- höfn tókst að hafa hendur i hári hans og fletta ofan af óhæfuverkum hans. Hafði hann þá þegar tekið eina af mestu skrautfjöðrum hafnarinnar, fært hana á jörðina Hauganes og brennt. Starfsemi mannsins hafði teygt anga sina mjög víða og er talið að sumir starfsmenn hafnarinnar hafi aðstoðað hann við glæpi sína. Með fumlausum vinnubrögðum, nákvæmri greiningarvinnu, fram- úrskarandi opinberri stjórnsýslu og stefnufestu hefur sýslumaður og starfsmenn hans dregið manninn fyrir dómstóla. Grandvar og það sem kallað er friðsamur héraðsdóm- ari gat að vísu ekki lesið úr ákæru hver glæpur mannsins var og vísaði því málinu frá. Með skjótum hætti áfrýjaði sýslumaður til Hæstaréttar sem tók málið fyrir örfáum dögum seinna. Hæstiréttur skipaði héraðs- dómi að taka málið fyrir þannig að maðurinn hlyti makleg mála- gjöld. Bíða bæjarbúar og vona að héraðsdómur taki málið fyrir svo skjótt sem verða má. Það er sérstakt fagnaðarefni að lögregluyfirvöld og dómsvald skuli forgangsraða. Mestu óhæfumönnunum skuli refsað fyrst. Því verða auðvitað smærri máí að bíða á meðan. Hvað munar um einn og einn sameiginlega verðlagðan olíulítra á meðan slíkir menn sem bóndinn á Góustöðum ganga lausir. Framganga sýslumanns ísfirðinga i þessu máli hefur að vonum vakið athygli ráðamanna þjóðarinnar. Hefur hann því verið kallaður suður og stjórnar nú hreyfingu syrgjenda kalda stríðsins sem innan tiðar munu setja á laggirnar löngu tímabæra leyniþjónustu, sem kæfa á í fæðingu óhæfuverk af ýmsu tagi. Þeir eru víða Góustaðabændurnir sem koma þarf á bak við lás og slá. Á meðan slíkir menn sitja sýslumannsembættin getur landslýður sofið rótt. Greinarhöfundur er lærisveinn Sigurðar Sveinssonar á Góustöðum og hefur nú haldið út í heim til þess að breiða út fagnaðarerindið. Oskiljanleg enska Fyrir stuttu sýndi sjónvarpið frá því þegar utanríkisráðherra ís- lands Valgerður Sverrisdóttir ávarpaði hið virðulega allsherjarþing Sameinuðu þjóðanna. Svo vildi til að ég var í heimsókn hjá kunningja mínum sem er grunn- skólakennari. Við höfðum komið okkur notalega fyrir framan sjón- varpið eftir mat.Venjulegast fyllumst við íslendingar gamalkunnu þjóðar- stolti þegar við sjáum landa okkar troða upp við jafnvel minni tilefni en þetta. Því miður var því ekki að heilsa í þetta sinn. Utanríkisráðherrann reyndi af vilja fremur en mætti að stauta sig fram úr texta sem enginn Lesandabréf Jens Guðmundsson kennari skiidi og kunningi minn sem hefur langa reynslu af að kenna börnum ensku og dönsku fullyrti við mig að lestur ráðherrans bæri með sér að hann skildi ekki heldur merkingu þe- irra orða sem hann reyndi að stauta sig fram úr. Það er heldur snautleg landkynning að flytja ræðu sem eng- inn skilur. Betra hefði verið ef hún hefði lesið ræðu á íslensku og látið túlka fyrir sig. Betur hefði farið á ef Geir Harde hefði tekið að sér þetta verkefni fyrir hana.

x

blaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.