blaðið - 13.10.2006, Blaðsíða 4

blaðið - 13.10.2006, Blaðsíða 4
4 FÖSTUDAGUR 13.OKTÓBER2006 blaöiö INNLENT ÞJÓFNAÐUR Óheppinn ferðamaður Feröamaður lenti í þeirri ógæfu aö finna ekki veskið sitt þegar hann ætlaöi að borga reikning- inn á veitingahúsi í Reykjavík. Maöurinn haföi skilið eftir úlpu í fatahenginu en einhver óprútt- inn haföi stolið henni ásamt veskinu hans. SAMKEPPNISMÁL Samruni heimilaður Samruni Exista og VÍS hefur veriö heimilaður af Samkeppn- iseftirlitinu. í ákvörðuninni segir að eftir athugun bendi ekkert til þess að samlegðaráhrif þessa samruna skapi aðgangshindranir að viðkomandi mörkuðum né að sam- keppnisleg staða keppinauta skerðist við samrunann. UTANRÍKISMÁL Geir fundar með Lugar Geir H. Haarde ræddi varnarmál og framtíðarsamskipti islands og Bandaríkjanna á fundi með Richard G. Lugar formanni utan- ríkisnefndar öldungadeildar Bandaríkjaþings. Geir gerði Lugar grein fyrir samkomulagi landanna um varnarmál og fór þaðan í John Hopkins háskóla og flutti ræðu um samskipti ríkjanna. w Hryðjuverkaréttarhöld í Bretlandi: Undirbjó árásir Dhiren Barot, 34 ára gamall Breti, játaði fyrir rétti að hafa skipulagt röð hryðjuverka í Bretlandi og Bandaríkjunum. Hann hugðist nota geislavirka sprengju í einni árásinni. Barot segist hafa ætlað að sprengja upp kauphöllina í New York, höfuðstöðvar Alþjóðagjaldeyr- issjóðsins í Washington auk árása á samgöngukerfi Lundúnaborgar. Áætlanir Barots virðast ekki hafa verið langt á veg komnar og sækjandi málsins viðurkennir að hann hafi hvorki tryggt sér fé til aðgerðanna né hafi neinar vís- bendingar um að hann haft efni til sprengjugerðar. Barot var handtekinn af breskum yfirvöldum fyrir tveimur árum í Wall Street Barot ætlaði að sprengja upp kauphöllina. kjölfar þess að bandarísk stjórnvöld lýstu því yfir að veruleg hætta væri á hryðjuverkaárás í landinu. Við- vörunin var gefin út stuttu fyrir for- setakosningarnar í landinu og voru stjórnvöld af sumum sökuð um að ala á ótta til þess að tryggja George Bush forseta sigur. Fagleg ræsting fyrirtækja er bæöi betri og ódýrari 'j. 1 Hreint: Auðbrekku 8, 200 Kópavogi, sími S54 6088, hreint@hreint.is, www.hreint.is Rjúpnaveiðimenn athugið Þjóögaröurinn á Þíngvöllum starfar á grundvelli laga nr. 47/2004. Mörk þjóögarðsins skv. 1 .gr eru sýnd á meðfylgjandi korti. Lögregla undir vopnum: Meiri hætta á að gripið verði til vopna ■ Byssur fyrir löggur ■ Vopnum sjaldan beitt ■ Hætta á slysum Eftir Ingibjörgu B. Sveinsdóttur ingibjorg@bladid.net Ef lögreglan byrjar að nota vopn er líklegra að vopnum verði beitt gegn henni en ella. Þetta er mat Helga Gunnlaugssonar, afbrotafræðings og prófessors í félagsfræði við Há- skóla fslands. Starfshópur um tækja- og bún- aðarmál lögreglunnar hefur lagt til að lögregluliðin í landinu fái að minnsta kosti tvær skammbyssur á hverja aðallögreglustöð. „Það er spurning hvaða vanda aukinn vopnabúnaður lög- reglu eigi að leysa. Auð- vitað verður lögreglan á hverjum tíma að endurskoða starf sitt í breyttu um- hverfi. En einstök dæmi um vopna- burð almennings mega ekki vera grundvöllur fyrir róttækum breyt- ingum,” segir Helgi. Hann bendir á að störf lögreglunnar felist mest í almennum samskiptum við borg- arana auk þess sem öryggi hér sé meira en gengur og gerist erlendis. „íslendingar eru almennt mjög öruggir í sínu byggðar- lagi og í sínu hverfi. Ef eitfhvað Einstök dæmi ekkigrund- völlur róttækra breytinga Helgi Gunnlaugsson afbrotafræðingur er virðist öryggi okkar vera meira en annars staðar. Það er helst á ákveðnum tímum sólarhringsins W ‘^nanrwi Er mataræöiö óreglulegt? LGG+ er fyrirbyggjondi vörnf Skyndibitafæði, sætindi, óreglulegar máltiöir - allt þetta dregur úr innri styrk, vetdur þróttleysi, kemur melting unni ú r lagi ogstuðlaraö vantfðan. Regluieg neysla LGG+ vinnur gegn þessum áhrifum ogftýtirfyrir þk'l aðjafnvaegi náist á ný, Dagleg neysla þess tryggir fulla vrirkni. sem menn hika við að vera á ferli á ákveðnum stöðum,” tekur Helgi fram. Hann bendir á að í Bandaríkj- unum sé lögreglan vopnum búin og þar drepi lögreglumenn fleiri borg- ara en öfugt. „Það hefur reyndar dregið úr vopnaviðskiptum lög- reglu og borgara í Bandaríkjunum að undanförnu sem hafa dauðsföll í för með sér en hættan á mistökum og slysum er alltaf fyrir hendi. Það eru mörg dæmi sem sýna það. Ef lög- reglan hér byrjar að nota vopn er líklegra að vopnum verði beitt gegn henni. Það er nefni- lega hætta á að einhverjir borgaranna vopnbúist þálíka.” Að sögn Helga er vopnaburður lögreglunnar al- mennt heldur * meiri í Evrópu * enhérenþareru einnig sérsveitir a eins og hér. „Kannski er brottför hersins einhver aflvaki á bak við þessar tillögur um auk- inn vopnabúnað lögreglunnar. Það þarf að ræða hvort lögreglan eigi að taka að sér eitthvert nýtt hlut- verk. Þetta þarf að vera uppi á borðinu.” IKEA opnar stærstu verslun landsins: Sólin byrjaði að skína Samkvæmt H.grein reglugeröar nr. 848/2005 um þjóögarðinn á Þingvöllum er öll skotveiöl bönnuö innan marka þjóögarösins. Nánari upplýsingar og hnitsett kort má fmna á heimasiöu þjóögarðsins www.thingvellir.is „Þetta hefur farið afskaplega vel af stað. Sólin byrjaði að skína þegar við opnuðum og þetta hefur gengið eins og best verður á kosið,“ segir Þórarinn Ævarsson, framkvæmda- stjóri IKEA á íslandi. Fyrirtækið opnaði í gær stærstu verslun lands- ins í Garðabæ. Verslunin er 20.600 fermetrar að stærð og hefur sölurýmið rúm- lega tvöfaldast frá því sem áður var. „Gamla húsnæðið var fyrir löngu orðið allt of lítið. Nýja versl- unarrýmið er helmingi stærra og þetta er vonandi passlega stórt. Við IKEA stækkar Við nýju verslunina eru um 850 bílastæöi höfum verið að fá tæplega tvær millj- að koma sex sinnum á ári til okkar, ónir manna í heimsókn á hverju ári. en heimsóknunum fjölgar vonandi Hver Islendingur var að meðaltali með nýju búðinni," segir Þórarinn.

x

blaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.