blaðið - 13.10.2006, Blaðsíða 34
34 FÖSTUDAGUR 13. OKTÓBER 2006
blaöiö
r/
iþrottit
ithrottir@bladid.net
- V.
FIFA tilkynnir þá bestu
FIFA hefur tilkynnt þá þrjátíu leikmenn sem tilnefndir eru sem besti
knattspyrnumaöur heims árið 2006. Á listanum eru fimm leikmenn úr
heimsmeistaraliði itala, sex Frakkar, þrír Englendingar og aðeins tveir
Brasiliumenn. Ronaldinho hefur unnið titilinn síðustu tvö ár en slakt
form hans í byrjun tímabils er álitið vinna gegn honum.
Eggert Magnússon í viðræðum við West Ham:
Eigi helming kaupverðs
■ West Ham stórskuldugt ■ Verömæti félagsins um tíu milljaröar ■ Skuldirnar aukist við yfirtökuna
Viðræður eru hafnar milli fjárfest-
ingafélags Eggerts Magnússonar og
West Ham um hugsanlega yfirtöku
Islendingsins á félaginu.
Breski ríkisfjölmiðillinn BBC
greindi frá því í gær að Eggert mæti
félagið á 75 milljónir punda eða um
tíu milljarða íslenskra króna. West
Ham er stórskuldugt og skuldar sem
stendur 25 milljónir punda eða rúma
3,2 milljarða íslenskra króna og eru
hlutabréfaeigendur að félaginu og
viðskiptabanki þess, Hawkpoint,
uggandi yfir því að fjármagnið sem
Eggert leggi fram sé að mestum
hluta lánsfé og að skuldir félagsins
muni aukast við yfirtökuna, þrátt
fyrir að það muni hafa aðgang að
auknu fjármagni.
Enskir fjölmiðlar telja sig hafa
Upton-park Heimavöllur
West Ham
heimildir fyrir því að fjárfestinga-
félag Eggerts geti ekki reitt fram
nema rúman helming kaupfjárins
af eigin fé, eða um 5,2 milljarða is-
lenskra króna. Eftir stæðu því um
4,8 milljarðar króna og yrðu þá heild-
arskuldir félagsins um 8,3 milljarðar
króna. West Ham, sem hefur fallið úr
úrvalsdeild tvívegis á síðustu fjórum
árum og er nú í sextánda sæti deild-
arinnar, sæti fyrir ófan fallsæti, má
vart við enn einu fallinu og eru hluta-
bréfaeigendur sagðir hræddir við að
skuldsetja félagið enn frekar meðan
staða liðsins er ekki vænlegri en
raun ber vitni.
Liðinu hefur gengið hræðilega það
sem af er tímabilinu og ekki unnið
leik síðan argentínsku ungstirnin
Javier Mascherano og Carlos Tevez
gengu til liðs við félagið í lok ágúst.
Næstu tveir leikir West Ham eru
útileikir gegn Portsmouth um helg-
ina, sem hefur farið frábærlega af
stað í deildinni í haust, og gegn Tot-
tenham aðra helgi í Lundúnum.
Wi vift BIHV
MIKIÐ ÚRVAL AF LÍKAMSRÆKTARVÖRUM TIL HEIMILISNOTA OG í RÆKTINA
Æfingagrifflur
kr. 1.790,-
Lyftingaólar
kr. 990,-
llfnliðsvafningar
kr. 1.490,-
Púðahanskar.
kr. 6.990,-
Æfingaboltar
55cm - 75cm
verð frá kr. 2990,
Teygjur
kr. 1.990,
Sippubönd frá
kr. 490,-
Lyftingakrókur
kr. 2.990,-
Róðravél
kr. 65.900,
Fjölþjálfar frá
kr. 49.900,-
Þrekhjól
kr. 72.900,
Skeytin inn
Reynir Leósson skrifaði í
gær undir samning við
Fram en Reynir var á mála
hjá sænska liðinu Trelleborg á síð-
ustu leiktíð. Fyrir það var hann
einn lykilleilcmanna í liði ÍA og
hittir því fyrir fyrrum félaga sinn
og þjálfara, Ólaf Þórðarson, sem
nýtekinn er við Safamýrarliðinu.
Forráðamenn
AC Milan eru
að reyna að
fá Didier Drogba
hjá Chelsea til liðs
við Milan-lið-
ið. Drogba
hefur enn ekki
framlengt samning
sinn við Lundúnaliðið
sem rennur út árið
2008, en samkvæmt
nýrri reglu Alþjóðaknatt
spyrnusambandsins
geta leikmenn sem hafa
verið samningsbundnir félagi
í þrjú ár keypt upp samning
sinn og verið lausir allra mála.
Það myndi kosta AC Milan
rúmar 520 milljónir króna
sem er ekki mikið miðað við
kaupverð leikmannsins.
O teve McClaren,
þjálfari enska
Cz landsliðsins, tók á
sig sök vegna 2-0 taps
liðsins fyrir Króatíu á
miðvikudag. „Ég valdi
liðið og ákvað leikkerf-
ið, hvort tveggja er á
mína ábyrgð,” sagði
McClaren sem hefur
verið harðlega gagn-
rýndur í enskum
fjölmiðlum eftir
leildnn fýrir að
skipta úr leikkerf-
inu 4-4-2 yfir í 3-5-2.
*
Ahyggjur West Ham aukast
enn því Carlos Tevez
meiddist lítillega á hné í 2-
o tapleik Argentínumanna gegn
Spánverjum á miðvikudagskvöld.
„Eg gat ekki spilað hundrað pró-
sent í leiknum því ég fór snemma
að kenna til í hnénu,” sagði Tevez,
sem bað þó ekki um vera skipt út
af. Hvorki hefúr gengið né rekið '
hjá West Ham á tímabilinu en lið-
ið er í 17. sæti úrvalsdeildarinnar.
BfLARTILSÖLU
Nýr M.Benz E 320
CDI Avantgarde.
204 hö., leður, Xenon, rafknúin sæti,
stærri eldsneytis tankur, sjálfvirk
loftkæling ofl.
Til sýnis á staðnum. Fleiri litir
fáanlegir.
Sparibill ehf
Skúlagötu 17,101 Rvk
Opið 12-18 virkadaga
5773344 www.sparibill.is
Suzuki Gr.Vitara Skr.6/00 Ek.107 krókur,
V.1180þ Tilb.950 stgr. Möguleiki á 100% láni
Uppl. S:6613210
Toyota Corolla 96’ Til sölu toyota, ekinn 147
þúsund km. Upplýsingar í síma S: 8986786
Ford Explorer XLT árg 10.02, ekinn 67þ,
æðislegur í alla staði. Ath skipti 6d. Uppl s. 896-
1339
Gerðu Grandin glæsilegan Innfluttningur
T.D Grand 06 ca 3milj.útvega varahl.í flesta USA
bíla er að rffa Grand 93-98Sími 8965120 ford@
centrum.is
Nissan Patrol Luxury týpa. Ásett verð 4.490.
Skipti möguleg á ódýrari eða yfirtaka á láni.
S:8925982
VARAHLUTIR
Varahlutir Suzuki Grand Vitara 99, 6 sílendra,
sjálfssk. Terrano 2 2001. Uppl. S:8961339
TJALDVAGNAR
"Trigano árg "00 frá seglagerðinni með áföstu
fortjaldi., lítið notaður. Asett c.a 350 þús. Fæst
á 270þ. stgr. Uppl. 891-6401 Siggi. "
ATVINNA f B0ÐI
Örlagalínan
Óskar eftir hæfileikaríkum miðlum
á línuna.
Draumráöendur eru sérstaklega
boðnir velkomnir til starfa á linunni.
Vmsamlega sendiö umsókn á
bjork@nt.is eöa hringiö I 863 8055
Afskaplega kelinn, gæfur og skemmtilegur
kettlingur fanst við göngubrúna hjá gatnamótum
Kringlumýrarbrautar og Borgartúns. Hann er
svartur og hvítur, svart nef og svarta skellu endir
munninum, með rauða ól um hálsinn. Hringið strax
í síma 8233789