blaðið - 13.10.2006, Blaðsíða 12

blaðið - 13.10.2006, Blaðsíða 12
12 FÖSTUDAGUR 13. OKTÓBER 2006 blaAiö UTAN ÚR HEIMI EVRÓPA Yfirvofandi rafmagnsskortur Vaxandi hætta er á tíðu rafmagnsleysi víða í Evrópu á næstu árum að því er fram kemur í nýrri úttekt ráðgjaf- arfyrirtækisins Capgemini. Ástæðan er sú að eftirspurn eftir rafmagni í álfunni hefur vaxið mun hraðar en fjárfesting í nýjum orkustöðvum. Öldungur elur barn 64 ára gömul kona eignaðist barn í Istanbúl á dögunum og varð þar með næstelsta kona heims sem hefur fætt barn. Konan hafði reynt að eign- ast barn í 35 ár og loksins varð draumurinn að veruleika eftir gervifrjóvgunaraðgerð. Beckett gagnrýnir Bandaríkjamenn Margaret Beckett, utanríkisráðherra Bretlands, gagnrýndi vistun bandarískra stjórnvalda á meintum hryðjuverkamönnum í fangabúð- unum við Guantanamo-flóa í gær og sagði hana vera „óásættanlega út frá mannréttindasjónarmiðum”. Hún lét orðin falla þegar hún kynnti árlega skýrslu stjórnvalda um stöðu mannréttinda i heiminum. Borgarráð: Vilja selja hús Thors Jensens Borgarráð samþykkti í gær að hefja undirbúning að sölu á Frí- kirkjuvegi n, gamla einbýlishúsi Thors Jensens. Framkvæmda- svið borgarinnar mun sjá um sölu hússins og jafnframt finna hentugra húsnæði fyrir starf- semi Iþrótta- og tómsundaráðs. Við val á kaupanda verður auk tilboðsverða tekið tillit til fram- tíðarnotkunar og sögu hússins. Effir samþykkt borgarráðs var tillögunni vísað til borgarstjórn- ar þar sem Árni Þór Sigurðs- son og Björk Vilhelmsdóttir greiddu atkvæði gegn tillögunni. Dagur B. Eggertsson sat hjá. Aldur á Kúbu: Elsti íbúinn varð 126 ára Benito Martinez Abrogan, langlífasti Kúbumaður síðari tíma og hugsan- lega alla tíð, er allur en hann gaf upp öndina á sjúkrahúsi í vikunni. Hann var 126 ára. Martinez þakkaði langlífi sitt mikilli neyslu á fersku græn- meti í bland við einstaka kjötflís ásamt hófsamri drykkju. Samlyndi og sosialismi í Kína: Ólga meðal Kínverja ■ Móta nýja kommúnistastefnu ■ Neikvæö áhrif hagvaxtar ■ Áhyggjur stjórnvalda Undanfarinn áratug hefur kín- verski kommúnistaflokkurinn lagt megináherslu á útþenslu hagkerf- isins við stjórn landsins. Nú eru hinsvegar merki um að leiðtogar flokksins hafi vaxandi áhyggjur af neikvæðum hliðum hagvaxtar. Á miðvikudag samþykkti mið- stjórn flokksins nýja stefnu sem var lögð fram af Hu Jintao forseta, sem miðar að því að byggja upp „samlynt sósíalískt þjóðfélag”. Stjórnmála- skýrendur telja að hin nýja stefna flokksins marki eina mikilvægustu stefnubreytingu kínverskra stjórn- valda frá því að Deng Xiaoping gerði hagvaxtaraukningu að helsta mark- miðinu í byrjun tíunda áratugar síð- ustu aldar. Hinsvegar er með öllu óljóst hverju þessi stefna mun skila til framtíðar. Félagsleg vandamál Miðstjórn kommúnistaflokksins lýsti því á miðvikudag yfir að ýmis- leg félagsleg vandamál fari vaxandi í Kína. Þeirra á meðal er gríðarleg misskipting auðs í kjölfar aukinnar markaðsvæðingar, landlæg spilling í stjórnkerfinu, gríðarlegur mengun- arvandi og ójafnt aðgengi Kínverja að menntun og heilbrigðiskerfinu. I yfirlýsingu miðstjórnarinnar segir að þessi vandamál geti grafið undan einingu meðal Kínverja og að flokk- urinn þurfi að horfa til þeirra við stefnumótun sem miðar að áfram- haldandi hagvexti. Með þessu verður grunnur lagður að „sam- lyndri sóstalískri þjóðfélagsskipan”. Breyttar áherslur þykja til marks um tvennt. í fyrsta lagi að Jintao sé að treysta völd sín innan flokksins og í öðru lagi að þungavigtarmenn innan hans séu að gera sér grein fyrir því að dekkri hliðar hins gríð- arlega mikla og langa hagvaxtar- skeiðs í landinu kunni að ógna ein- ræði kommúnista á endanum. Hætturnar felast meðal annars í því að ólga fari vaxandi meðal al- mennings í landinu vegna hinnar gríðarlega miklu misskiptingar auðs ellegar að ört vaxandi milli- stétt fari að gera kröfur um lýðræð- islegar umbætur á stjórn Jandsins. Þær umbætur sem Jintao hefur gert í valdatíð sinni felast fyrst og fremst í því að berjast gegn spillingu innan flokksins og innleiða skynsamlegri ákvörðunartöku við stjórn landsins. En þrátt fyrir aðgerðirnar er vanda- málið djúpstætt. Brugðist við spillingu Hu forseti hefur reynt að upp- ræta þau vandamál sem hafa fylgt völdum kommúnista yfir fjármála- kerfinu. Ríkið hefur fjárfest mikið í framkvæmdum sem skila fyrst og fremst einstaka valdamönnum arði en bæta hvorki hag almenn- ings né ríkis. En þrátt fyrir að um- fangsmesta herferð ríkisvaldsins á síðari tímum gegn spillingu í stjórn- kerfinu standi nú yfir telja sérfræð- ingar að ástandið sé óaðskiljanlegur fylgifiskur þess að innleiða mark- aðsöfl að takmörkuðu leyti inn í þjóðfélag sem lýtur einræði eins stjórnmálaflokks. Aðgerðir gegn spillingu skila fyrst og fremst táknrænum árangri þar sem vandamálið er kerfið en ekki skortur á dyggð hjá valda- mönnum. Þversögnin felst í því að hinn mikli hagvöxtur hefur meðal annars aukið spillingu hjá stjórn- málamönnum og treyst yfirráð þeirra yfir mikilvægum sviðum hagkerfisins. Ávextir markaðsvæð- ingarinnar eru fyrst og fremst stað- bundnir og fáir njóta þeirra vegna einræðisstjórnskipulags.

x

blaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.