blaðið - 13.10.2006, Side 24

blaðið - 13.10.2006, Side 24
24 FÖSTUDAGUR 13. OKTÓBER 2006 blaöiö Framsóknarflokkurinn hefur breyst „Hugsjónir mínar eru ekkert ólíkar hugsjónum föður mtns og afa míns. Þetta er miðjufélagshyggja sem Fram sóknarflokkurinn aðhylltist í stórum stíl hér áðurfyrr en ég tel að þær hugsjónir eigi ekki lengur heima í Framsóknarflokknupt." Guðmundur Stein- grímsson, blaða- maður og tónlistar- maður, gefur kost á sér í fjórða sæti í prófkjöri Samfylk- ingarinnar í Suðvesturkjördæmi. Guðmundur á ekki langt að sækja stjórnmálaáhugann því að faðir hans Steingrímur Hermannsson og afi hans Hermann Jónasson létu báðir mikið að sér kveða í íslenskum stjórnmálum sem for- menn Framsóknarflokksins og for- sætisráðherrar. Þrátt fyrir að vera tengdur Framsóknarflokknum fjöl- skylduböndum segist Guðmundur hafa valið að ganga til liðs við Samfylkinguna þar sem hann telji sig eiga mesta samleið með henni og þar sé hugsjónum hans í stjórn- málum best borgið. Framsókn hefur breyst „Hugsjónir mínar eru ekkert ólíkar hugsjónum föður míns og afa míns. Þetta er miðjufélags- hyggja sem Framsóknarflokkurinn aðhylltist í stórum stíl hér áður fyrr en ég tel að þær hugsjónir eigi ekki lengur heima í Framsóknar- flokknum," segir Guðmundur og bætir við að flokkurinn hafi breyst heilmikið á undanförnum árum. „Þegar faðir minn var formaður talaði hann mikið fyrir umhverfis- málum og nýjum atvinnuháttum, stuðningi við nýsköpun og há- tækni. Þá gat ég alveg séð fyrir mér að ég gæti átt samleið með Fram- sóknarflokknum en mér finnst hann hafa farið í allt aðrar áttir á undanförnum árum til dæmis í stuðningi við Iraksstríðið og virkj- unaraðgerðum sem ég tel fara langt yfir strikið." Guðmundur segir að faðir sinn skilji ákvörðun sína þó að hann þori ekki að lofa því að hann muni kjósa Samfylkinguna hans vegna. ,Eg hef stuðning fjölskyldunnar til þessa og þetta erekki fljótfærnis- leg ákvörðun. Hún er tekin að vel ígrunduðu máli og ég tel mig geta rökstutt hana frá öllum hliðum. Það hefur alltaf verið viðkvæðið í minni fjölskyldu að ef maður getur það þá hefur maður stuðn- ing hennar,“ segir Guðmundur og bætir við að hann fái góð ráð hjá föður sínum í stjórnmálavafstrinu. Blöskrar misskipting auðs Þó að Guðmundur hafi ekki tekið með beinum hætti þátt í stjórn- málum fyrr hefur hann lengi staðið á hliðarlínunni meðal annars sem blaðamaður og álitsgjafi. Honum blöskrar margt sem hann hefur séð þar. „Mér blöskraði stuðningurinn við Íraksstríðið, fjölmiðlafrumvarpið, meðferðin á Falun Gong á sínum tíma og allt offorsið í Baugsmálinu á meðan það er ekkert gert í olíu- samráðsmálinu. Mér blöskra allar þessar vísbendingar um að hér hafi verið starfrækt einhvers konar leyni- þjónusta og mér blöskrar þessi gríð- arlega misskipting á auði í skjóli öfgafullrar hægristefnu,“ segir Guð- mundur sem telur að auðmönnum sé hyglt hér á landi umfram milli- tekju- og Iáglaunafólk. „Við horfum fram á það núna að þeir allra ríkustuborga hlutfallslega mun minni skatt en aðrir og þeir eru ekki fastir í sömu verðtryggðu vaxtaokursskuldasúpunni og þorri almennings. Þetta er stóra málið sem þarf að leiðrétta. Ég hef ekkert á móti auðmönnum og vil gjarnan hafa þá sem flesta. Ég er hins vegar á móti þessari kerfisbundnu mis- skiptingu sem gerir það að verkum að eignafólk er að stinga aðra af á ofsahraða. Geir Haarde segist ekki missa svefn út af því þannig að ég held að það sé mjög mikilvægt að það fari inn í stjórnarráðið ríkis- stjórn sem missir svefn út af þessu vandamáli og er vakin og sofin við að leysa það. Að öðrum kosti verður aldrei sátt í þjóðfélaginu." Vonbrigði með unga þingmenn Talsverð endurnýjun varð á þingmönnum eftir síðustu alþing- iskosningar og mikið af ungu fólki settist á þing. Guðmundur segir að frammistaða ungu þingmann- anna hafi almennt valdið honum vonbrigðum. „Mér fannst ofsalega gamaldags ungt lið sem fór á þing síðast og flokkshollustan keyrði gersam- lega um þverbak. Það hefur verið keyrt niður í hverju málinu á fætur öðru. Það var til dæmis átakanlegt að horfa upp á frjálshyggjumenn í Sjálfstæðisflokknum kokgleypa frumvarp eins og fjölmiðlafrum- varpið sem gekk gegn öllum þeirra klassísku gildum. Mér finnst að ungt fólk megi láta frammistöðu þorra ungra þingmanna á þessu þingi sem nú er að líða verða sér víti til varnaðar,“ segir Guðmundur og bætir við að það sé hlutverk ungs fólks að koma NORM-X Hita pottar Mest seldu hita pottar á íslandi Framleiddir með sérstöku tilliti til íslenska hitaveituvatnsins www.normx.is Endingargóðir - yfir 30 ára reynsla Þúsundir ánægðra notenda íslensk framleiðsla Viðarkamínur á ótrúlega góðu verði Skoðaðu heimasíðuna www.normx.is Norm-x * Auðbrekku 6 • Kópavogi • Sími 565-8899.

x

blaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.