blaðið - 13.10.2006, Blaðsíða 6

blaðið - 13.10.2006, Blaðsíða 6
Þegar taka þarf til nesti í skólann á hverjum degi skiptir miklu að það sé hollt og gott án þess að verða leiðigjarnt. Notaðu gæðaáleggið frá SS til að gera nestið fjölbreytt og gott. Flatbrauð og SS hangiálegg er sígilt og sívinsælt í nestisboxið. Þú þekkir SS álegg águlu umbúðunum. V' * - :-X. . : ■ j . ~-J -\/ " -S. í FÖSTUDAGUR 13.OKTÓBER 2006 blaAift INNLENT LAUGARDALSVÖLLUR Vallargestir sektaðir Fjörutíu vallargestir á landsleik íslendinga og Svía í knattspyrnu á miðvikudags- kvöld voru sektaðir fyrir að leggja ólöglega. Umræddir lögðu bílum sínum á gangstéttum við Reykjaveg sem er bannað enda gildir þar bann við stöðvun eða lagningu ökutækja. Lögreglan taldi þó vel á annað hundrað ónotaðra þílastæða beint fyrir framan völlinn á sama tíma og verið var að setja sektarmiða á bílana. Reknir eftir 30 ára starf Fjölmennur mótmælafundur Nýverið var þremur starfsmönnum Alcan sagt upp störfum án nokkurra skýringa. Efnt var til fundar um uppsagnirnar i gær og var heitt i sumum. Blaðið laugardaginn 7. október Starfsmenn Alcan ósáttir vegna uppsagna: Reka þá sem þeim finnst óþægilegir ■ Engar skýringar gefnar ■ Vísum gagnrýni alfarið á bug Eftir Trausta Hafsteinsson trausti@bladid.net .Yfirmenn fyrirtækisins hafa ekki gefið neinar skýringar en hins vegar gefið ýmislegt í skyn. Þeir hafa látið eins og það sé starfsmönnunum fyrir bestu að ástæður séu ekki upp gefnar og það sé af tillitsemi við þá að engar skýringar fáist. Við mót- mælum því harðlega,“ segir Gylfi Ingvarsson, trúnaðarmaður starfs- manna Alcan. Þremur starfsmönnum Alcan var sagt upp eftir rúmlega þrjátíu ára starf hjá fyrirtækinu. Gylfi bendir á að frá því að kjarasamningar voru undirritaðir í mars 2005 hafi níu starfsmönnum verið sagt upp án sýnilegrar ástæðu. Gylfi segir mik- inn ugg ríkja meðal starfsmanna. Hrannar Pétursson, upplýsinga- fulltrúi Alcan, áttar sig ekki á þeirri gagnrýni að fyrirtækið vilji ekki tjá sig um uppsagnirnar á þeim for- sendum að það sé starfsmönnum fyrir bestu. „Okkar stefna er sú að ræða ekki málefni einstakra starfs- manna og þrátt fyrir stóryrtar yfirlýs- ingar þá brey tum við ekki út af þeirri stefnu,“ segir Hrannar. Ekki haegt að verja sig Sigurður P. Sigurðsson, fyrrver- andi starfsmaður Alcan, tekur undir orð Gylfa og er verulega ósáttur með að raunverulegar skýringar á upp- sögn sinni komi ekki fram. „Handbendi stjórnenda fyrirtækis- ins stunda það að láta sögu kvisast út um að hinir og þessir starfsmenn séu ekki að standa sig. Þeir sem lenda í skotlínunni geta aldrei varið sig,“ segir Sigurður. „Ég veit að mér var sagt upp störfum vegna þess að ég var að berjast fyrir réttindum mínum og annarra. Yfirmenn fyrir- tækisins hafa viljað losna við mig út afþví.“ Hrannar vísar þessari gagnrýni al- farið á bug. Nefnd til að klekkja á starfsfólki Hans Hafsteinsson, fyrrverandi starfsmaður Alcan, er einn þeirra starfsmanna sem nýverið var sagt upp störfum. „Eineltisnefnd Alcan er notuð til að losna við starfsmenn sem fyrir einhverra hluta sakir þykja óþægilegir fyrir fyrirtækið. Þegar ábending kemur til nefndarinnar á viðkomandi nánast enga möguleika á því að losna undan málinu og er rekinn undantekningarlaust,“ segir Hans.„Eina alvöru eineltismálið sem hefur komið fyrir nefndina var þaggað niður af æðstu yfirmönnum fyrirtækisins. Nefndin er tól í höndum yfirmanna til að klekkja á starfsfólki.“ Við munum ekki láta draga okkur út í þessa . umræðu Hrannar Pétursson upplýsingafulltrúi Alcan Engar skýringar enýmislegt gefið ískyn Gylfi Ingvarsson trúnaðarmaður starfsmanna Alcan Eineltisnefnd notuðtllað flæma burt starfsmenn Hans Hafsteinsson fyrrverandi starfsmaöur Alcan Hrannar ítrekar að nefndin sé skipuð starfsmönnum af öllum stigum. „Nefndin tekur til með- ferðar þau mál sem til hennar berast og vinnur úr þeim eftir formlegum farvegi. Hvert og eitt mál er skoðað og stundum þykir ástæða til að bregð- ast sérstaklega við.“ Hann segir því ekkert til í því að nefndin sé notuð til að klekkja á starfsfólki. Rithöfundar og bókaútgefendur: Fagna lækkun virðisaukaskatts „Rithöfundar og útgefendur hafa lengi barist fyrir því að fá virðisauka- skatt á bækur felldan niður,“ segir Pétur Gunnarsson, rithöfundur og for- maður Rithöfundasambands Islands. ,Það tókst eftir langa og mikla baráttu árið 1990. Skatturinn brast svo aftur á þremur árum síðar sem voru mikil vonbrigði. Við fögnum því þessari ákvörðun ríkisstjórnarinnar." Hluti af tillögum ríkisstjórnar- innar til lækkunar vöruverðs í land- inu er að lækka virðisaukaskatt af vörum sem hafa verið í fjórtán pró- senta þrepi niður í sjö prósent. Lækk- Myndi helst vilja sjá skattinn fara alveg Pétur Gunnarsson formaður Rithöfundasambandsins unin tekur meðal annars til bóka, blaða og timarita. Breytingin tekur gildi 1. mars á næsta ári. Pétur segir að hann myndi helst vilja sjá skattinn fara alveg. „í flestum samanburðarlöndum er hann kringum fimm prósent, sums staðar enginn. Og það er að sjálf- sögðu takmarkið. Menn mega ekki gleyma að við erum að skrifa á ein- hverri fámennustu þjóðtungu í víðri veröld. Islenski bókamarkaðurinn er með þeim minnstu i heimi. Úr því að þjóðir á borð við Þjóðverja og Frakka telja sig þurfa að standa sérstakan vörð um sína bókmenningu, hvað þá um okkur íslendinga? Minni skattur þýðir ódýrari bækur og að því ber að stefna." Félag íslenskra bókaútgefenda hefur einnig lýst yfir ánægju með þessar aðgerðir ríkisstjórnarinnar.

x

blaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.