blaðið - 13.10.2006, Blaðsíða 19

blaðið - 13.10.2006, Blaðsíða 19
blaðið FÖSTUDAGUR 13. OKTÓBER 2006 19 Lagt við hlustir í ráðuneyti dómsmála Uppljóstranir um símhleranir yf- irvalda hér á landi hafa vakið miklu fleiri spurningar en tekist hefur að svara. Reyndar telur Björn Bjarna- son dómsmálaráðherra enga sér- staka þörf á því að fara ofan í saum- ana á kerfisbundnum pólitískum hlerunum sem stundaðar voru um árabil. Það er „sagnfræðilegt úrlausnarefni“ að mati yfirmanns dóms- og lögreglumála á Islandi. En um leið og ráðherrann réttir sagn- fræðingum keflið ver hann með öllum tiltækum ráðum framgöngu ráðherra Sjálfstæðisflokksins í þessum efnum á síðustu öld. Er enn verið að hlusta? Uppi á íslandi þarf ekki að opna neina skjalaskápa að því er virð- ist. Fyrrverandi alþingismaður og ritstjóri Þjóðviljans fær ekki að sjá gögnin sem annar sagnfræðingur fékk að rýna í. Nú síðast upplýsir fyrrverandi utanríkisráðherra lands- ins, Jón Baldvin Hannibalsson, að hann hafi fengið staðfest að sími hans í ráðuneytinu hafi verið hler- aður í upphafi tíunda áratugarins. Allt er þetta með miklum ólíkindum og í raun óskiljanlegt að núverandi dómsmálaráðherra skuli leyfa sér að tala um „sagnfræðilegt úrlausn- arefni“ þegar spurningunni um það hvort hlerunum hafi einhvern tíma verið hætt er enn ósvarað. Höfundur er þingmaður Samfylkingarinnár í Suðvesturkjördæmi. Björn segir að aldrei hafi verið hlerað án heimildar. Þórunn Sveinbjarnardóttir Hið„saknæma athæfi" Björn segir að aldrei hafi verið hlerað án heimildar. Hvernig getur ráðherrann fullyrt það? Hann segir að hópar í þjóðfélaginu hafi viljað bylta stjórnkerfinu og hrifsa til sín völd með ofbeldi. Hvaða hópar voru það? Voru það róttækir námsmenn að mótmæla ráðherrafundi NATO árið 1968? 1 umræðum á Alþingi líkti dómsmálaráðherra símhlerunum á fyrri tíð við það þegar nú til dags er hlerað til þess að hafa hendur í hári grunaðra fíkniefnasmyglara. Ég verð að viðurkenna að þá hætti ég að skilja ráðherrann. Var það svo að menn með pólitískar skoðanir til vinstri, oft róttækar, sem leyfðu sér að gagnrýna ríkjandi valdhafa opin- berlega voru grunaðir um saknæmt athæfi? Hvert var hið saknæma at- hæfi þeirra? Er það svona sem „for- virkar rannsóknaraðferðir“ virka í raun? Ég fæ ekki betur séð en að hér sé hugsanalöggan komin í öllu sínu veldi. Pólitískt eftirlit Ekki virðist það hafa nægt mönn- unum sem skáru úr um það hvort hlera ætti síma tiltekinna einstak- linga að nýta upplýsingarnar sem þannig fengust til þess að klekkja á pólitískum andstæðingum hér heima. Nei, menn komu upplýs- ingum í hendur leyniþjónustu ann- ars ríkis, Bandaríkjanna. Þar var og er haldinn ítarlegur fæll um pól- itískar skoðanir manna. Hið pólit- íska eftirlit var líka notað til þess að flæma menn frá störfum. í Vestur- Þýskalandi viðgekkst hið illræmda „Berufsverbot“ á tímum kalda stríðs- ins. Það þýddi að hver sá sem ein- hver tengsl hafði við Austur-Þýska- land, jafnvel fjölskyldutengsl, gat átt það á hættu að vera vikið úr starfi. Sameining Þýskalands hefur knúið Þjóðverja til þess að horfast í augu við fortíðina bæði austan og vestan megin járntjaldsins gamla. Þar var fólki til dæmis leyft að sjá skjölin um sig í tröllauknu safni STASE 1 kr. aðra leiðina (flugvallarskattur og tryggingargjald) Þetta einstaka tilboðsfargjald gildirtil allra áfangastaða Flugfélags (slands innanlands er fyrir börn 2-11 ára í fylgd með fullorðnum og í sömu bókun -> gildir 16. okt. - 6. nóv. -> býðst eingöngu þegar bókað er á netinu www.flugfelag.is bókanlegt frá 13. október www.flugfelag.is 570 3030 FLUGFELAG ISLANDS

x

blaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.