blaðið - 13.10.2006, Blaðsíða 28

blaðið - 13.10.2006, Blaðsíða 28
28 FÖSTUDAGUR 13. OKTÓBER 2006 blaAió Rennibrautir i Tate í vikunni opnaöi myndlistarmaðurinn Carsten Höller merkilega sýningu í túrbínusal Tate Modern-safnsins í Lundúnum. Hann hefur breytt salnum í leikvöll og byggt þar nokkrar risastórar rennibrautir. Islendingar á faraldsfæti ættu því aö gera sér ferð í Tate og fara eina salíbunu í boði Höllers. ^StB> ÞJÓÐLEIKHÍiSIÐ Pamuk hlýtur Nóbelsverðlaunin 1 gær var tilkynnt að tyrkneski rithöfundurinn Orhan Pamuk hlyti Nóbelsverðlaunin í bók- menntum þetta árið. Pamuk hefur verið töluvert í sviðsljósinu undan- farin misseri en fyrr á þessu ári var hann ákærður fyrir að hafa móðgað tyrkneska þjóðarvitund með orðum sínum um fjöldamorð á Armenum á árum fyrri heims- styrjaldarinnar. í kjölfar öflugra mótmæla á alþjóðavettvangi voru ákærurnar á hendur honum felld- ar niður en hann átti yfir höfði sér nokkurra ára fangelsi. Bækur Pamuks hafa vakið mikla athygli um heim allan en honum þyk- ir takast einkar vel upp í því að kryfja tyrkneska sjálfsmynd sam- timans og þær miklu breytingar sem landið hefur gengið í gegn- um á öldinni sem leið. Pamuk er fimmtíu og fjögurra ára og hefur gefið út átta skáldsögur. Anfhony Beevor Saga aldar 20. krufin Creski sagnfræðing- urinn Anthony Bee- vor lagði leið sína hingað til lands í vikunni í þeim tilgangi að kynna íslenska þýð- ingu á einni þekktustu bók sinni, Berlin - The Downfall 1945, sem bókaútgáfan Hólar gefur út. Beevor hélt fyrirlestur á vegum Sagnfræðingafélags íslands í hátíðarsal Háskóla Is- lands undir yfirskriftinni „Sta- língrad og Berlín. Sagnfræði- rannsóknir í Rússlandi.“ Þar var margt um manninn enda forvitnilegt að hlýða á hvað Beevor hefur að segja um þessa atburði, en hann er einn vinsæl- asti sagnfræðingur samtímans og hefur selt verk sín um sögu tuttugustu aldarinnar í millj- ónum eintaka. Blaðið leitaði til þeirra Þórhalls Heimssonar og Einars Kárasonar sem sátu á rauðbólstruðum stólum hátíð- arsalarins á þriðjudag og kann- aði hvernig þeim líkaði það sem Anthony Beevor hafði fram að færa. Eixiar Kárason, rithöfixndur Með blik í auga Fyrir nokkrum árum las ég bók Beevors um Stalíngrad og einnig bókina um fall Berlínar um leið og hún kom út á ensku. Ég er mikill áhugamaður um tuttugustu aldar sögu og varð mjög heillaður af þessum verkum hans. Mér þótti því mik- ill hvalreki að fá hann hingað til lands. Hann var kannski ekki að segja mjög margt í fyrirlestrinum sem ekki stendur í bókunum en það var gaman að heyra hann lýsa því hvernig honum gekk að komast yfir þessar stórmerkilegu heim- ildir sínar, ekki síst í gömlu, sovésku skjalasöfnunum. Það hafa auðvitað mjög margir fengist við þessa sögu en Beevor hefur verið einstaklega glúrinn við að komast yfir nýjar heimildir sem opnuðust við lok kalda stríðsins. Svo er hann frábær sögumaður og setur söguna þannig fram að hún verður auðlæsileg og skemmtileg. Það háir mörgum sagnfræðingum hversu erfitt þeir eiga með að koma efninu frá sér og þó svo lögð hafi verið mikil vinna í rannsóknir þá ná þeir ekki tökum á lesandanum. Beevor hefur alla kosti sem prýða góðan höfund og það sást vel á fyrirlestrinum. Hann hélt athygli áheyrenda allan tímann og hafði þetta eftirsóknarverða blik í auga sem prýðir góða fyrirlesara. Pórhallur Heimisson, prestur: Skeleggur og skemmtilegur BlaðMrikki ... Ég hef lengi verið mikill aðdáandi Beevors og hef lesið öll hans verk. Hann er mjög vinsæll og víð- lesinn og fyrir þessum vinsældum eru ákveðnar ástæður. Textinn hans er lipur og hann er góður sögumaður. Honum tekst líka að setja flókna atburðarás fram á fremur einfaldan hátt. Maður skilur vel þegar hann lýsir átökum, víglínum, her- deildum og pólitíkinni sem liggur þessu öllu að baki. Með því að vitna í persónulegar heimildir Ijær hann verkum sínum skemmtilegan blæ og ég held að það sé stór ástæða fyrir þessum vinsældum. Hann notar bréf og dagbækur mikið, og þá ekki bara skjöl valdamanna heldur einnig venjulegs fólks sem þurfti oft og tíðum að ganga í gegnum hryllilega atburði. Því var mjög gaman að fá tækifæri til þess að hlýða á fyrirlestur Bee- vors og sjá hann í eigin persónu. Hann kom sér beint að efninu, var skeleggur og skemmtilegur án þess þó að missa sjónar á alvöru atburð- anna sem hann er að fást við. Ég var sérstaklega ánægður með hversu vel honum tókst í lokin að tengja efnið samtíma okkar. Áheyrendur sátu ekki eftir í lausu lofti heldur fengu skýra mynd af því hvernig löngu liðnir at- burðir tengjast þeirri heimsmynd sem við búum við í dag. pi| 1—1 pur og u vetíl llarjal lisí ckar - Síðbuxur st: 36-52 1 m M nýtt kortatímabil 1 nnn við Laugalæk• sími 553 3755 1

x

blaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.