blaðið - 13.10.2006, Blaðsíða 43

blaðið - 13.10.2006, Blaðsíða 43
blaöið Rokktóbeerfest á Gauknum Hljómsveitirnar Leaves, Ske, Wulfgang, Dikta, Telepathetics og Múgsefjun koma fram á Gaukn- um í kvöld. Húsið verður opnað klukkan 20 en tónleikarnir hefjast stundvíslega klukkan 22. FÖSTUDAGUR ■ Útgáfuteiti Good Shit by Jack Shit Útgáfu mixteipsins Good Shit by Jack Shit verður fagnað á Barnum í kvöld. Jack Shit er betur þekktur sem Dj Margeir. Jón Atli úr Hairdoctor og Lauren Flax frá New York þeyta skífum. Mixteipið fæst gefins á meðan birgðir endast. Fjörið hefst klukkan 22, fritt inn og veigar i boði. honum að á bar gæti hann lent í að borga 9 til ío bandaríska dollara fyr- ir einn stóran. „Andskotinn!“ segir Dan, augljóslega brugðið. Ég pakka í vörn fyrir íslensku þjóðina og segi að hann geti sloppið mun betur ef hann kaupir bjórinn í þar til gerðum vínbúðum. „Allt í lagi, það er gott.“ svarar Dan. Áhugi Dans á áfengi vekur upp forvitni mína og ég spyr hann hvort Kanadabúar séu drykkfelld þjóð. „Já, sérstaklega á veturna. Kuldinn í Montréal er svakalegur og maður fer þess vegna ekkert út. Eitthvað verður maður að gera. Áfengið frýs ekki svo maður verður að fylla sig af því svo maður breytist ekki í frostp- inna.“ Gengur betur og betur Dan segir síðasta ár hafa verið virkilega gott fyrir Wolf Parade. „Tónleikarnir verða sífellt betri. Það besta við velgengnina er að fá að ferð- ast eins og við gerum. Enginn af okk- ur hefur haft mikið af peningum á milli handanna i gegnum tíðina, við erum ekki frá ríkum fjölskyldum, svo að ferðalög með hljómsveit eru forréttindi. Ég hefði aldrei átt mögu- leika á að koma til íslands eða ann- arra landa í Evrópu án hljómsveitar- innar.“ Eru tónleikarnir ykkar alltaf að verða betur sóttir? „Já, tvímælalaust. Við vorum til dæmis að spila í Vancouver um dag- inn og vorum komnir með 40 til 50 manns upp á svið í lok tónleikanna. Við spiluðum og fólkið skemmti sér þar til staðnum var lokað. Ég hef líka tekið eftir því að fleiri háskólakrakk- ar eru farnir að mæta á tónleika með okkur, áður mættu bara Pitchfork- krakkar,“ segir Dan. Pitchfork er ein virtasta vefsíða tónlistargrúskara í dag en Wolf Parade fékk virkilega góða dóma á síðunni fyrir plötu sína i fyrra. „Pitchfork-krakkar eru yfir- leitt með töff gleraugu og skrifa um tónleikana á bloggið sitt,“ bætir Dan hlæjandivið. Dan segist hlakka til að hitta Is- lendinga, en þegar ég spyr hann hverju hann vilji koma á framfæri til íslensku þjóðarinnar kemur drykk- felldi Kanadabúinn upp í kauða: „Ég get lofað því að við munum... drekka bjór. Við skálum!“ atli@bladid.net Hljómsveitin Dr. Spock er á leiðinni í hljóðver um helgina þar sem sveitin hyggst taka upp nýtt efni. Lögunum munu þeir dreifa til bransafólks á lceland Airwaves- hátíðinni en þeir stefna einnig á að láta lögin fylgja breiðskífu sinni, Dr. Phil, yfir jólin. Alls mun sveitin taka upp 5 lög og góður möguleiki er að flest þeirra rati með jólaútgáfu Dr. Phil. Þá er Dr. Spock á leiðinni til Danmerkur þar sem sveitin hyggst spila fyrir brottflutta Islendinga og Dani sem kunna að meta brjálaðan rokkbræðing Spocksins. Gaukur á Stöng hefur verið opnaður tímabundið. Pessa dagana fer þar fram Rokktó- beer-hátíð XFM. í næstu viku tekur svo Airwaves-hátíðin við en eftir hana er framtíð Gauks- ins óráðin, tónlistaráhuga- mönnum til mikillar mæðu. H Ameríka númer eitt! Sam’s Town er önnur plata Las Vegas-popprokkaranna í The Killers. Breski hljómurinn, með tilheyrandi hljóðgervlalátum sem einkenndu fyrr plötu sveitarinnar, Hot Fuss, hefur að mestu fengið að víkja fyrir amerískum Bruce Springsteen- áhrifum. í staðinn fyrir að syngja um stelpur og brostin hjörtu syngur Brandon Flowers um þjóðveginn, guð og djöfullinn. Ameríka númer eitt! The Killers hafa ekki glatað hæfileikanum til að semja gott popp. Platan er stútfull af fínustu smellum eins og titillaginu Sam’s Town, smáskífulaginu When You Were Young, Read My Mind og For Reasons Unknown, sem minnir óneitanlega á gamla stíl sveitarinnar. Ending plötunnar mætti þó vera meiri, lögin eru fæst nógu sterk til að þola ítrekaða hlustun. Frágangur plötunnar er virkilega skemmtilegur. Hönnun umslags og útlit er til að mynda virkilega vel heppnað og að láta plötuna byrja og enda á píanó- stefi og samsöng sveitarinnar styrkir heildina enn frekar. Að losa sig við breska hljóminn var skref í rétta átt fyrir sveitina, ekkert er leiðinlegra en stöðnuð popphljómsveit. atli@bladid.net The Killers Sam's Town Stútfull af smellum wmm Endist illa ★★★★

x

blaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.