blaðið - 13.10.2006, Blaðsíða 2

blaðið - 13.10.2006, Blaðsíða 2
2 FÖSTUDAGUR 13. OKTÓBER 2006 blaðið VEÐRIÐ I DAG Sunnanátt Suðaustan og sunnanátt 5 til 10 metrar á sekúndu. Rigning eða súld með köflum sunnanlands og vestan. Hiti 8 til 14 stig, svalast norðvestantil. ÁMORGUN Skúrir Sunnanlands Suðvestan og vestan 8 til 13 metrar á sekúndu og skúrir sunnan- og vestanlands. Hiti 6 til 12 stig, hlýjast á Norðausturlandi. Algarve 23 Glasgow 16 New York 9 Amsterdam 17 Hamborg 16 Orlando 18 Barcelona 23 Helsinki 11 Osló 12 Berlín 17 Kaupmannahöfn 14 Palma 23 Chicago 3 London 17 París 17 Dublin 15 Madrid 21 Stokkhólmur 12 Frankfurt 17 Montreal 3 Þórshöfn 12 Kína: Horn óx úr bólunni Zhang Yuncai, 88 ára gamall Kínverji, fann fyrir bólu á hausnum þegar hann var í sturtu í maímánuði síðastliðnum. Fimm mánuðum síðar er bólan orðin að æxli sem líkist horni og hefur vaxið fimm sentimetra út úr höfði mannsins. Læknar á fimm sjúkrahúsum í Kína hafa rannsakað hornið. People’s Hospital í Zhengzhou í Kína er síðasta sjúkrahúsið í röðinni til að rannsaka mann- inn og hefur stjórn spítalans nú boðist til að greiða allan sjúkrahúskostnað mannsins við að fjarlægja æxlið. Nauðgun í húsasundi: Lögregla leitar enn nauðgara Lögreglan leitar vísbendinga vegna nauðgunar sem framin var aðfaranótt sunnudags þegar tvítugri konu var nauðgað. Glæp- urinn var framinn að húsabaki Menntaskólans í Reykjavík, en tveir menn réðust á konuna og drógu hana þangað. Annar þeirra nauðgaði henni á meðan hinn hélt henni fastri. Hugsan- lega náðist eitthvað af árásinni á öryggismyndavél, en það er ekki víst. Gerendurnir ganga enn lausir. Grunnskolaborn a Flateyri bregða á leik Krakkarnir láta ekki tungumálaörðugleika tru- fla sig íleik. Hvít jörð blasti við Vestfirðingum á miðvikudaginn. : • V ' •* Óvenjuleg staða í Grunnskóla Önundarfjarðar: Tvítyngd börn túlka fyrir kennara ■ Skilja hvorki né tala íslensku ■ Þörf á túlkum ■ 25 af 38 nemum nýbúar Eftir Höskuld Kára Schram hoskuldur@bladid.net Gera á Grunnskóla Önundarfjarðar að miðstöð fyrir nýbúafræðslu í ísafjarðarbæ til að bregðast við alló- venjulegri stöðu sem komin er upp í skólanum. Tveir af hverjum þremur nemendum þar eru af erlendu bergi brotnir og þar af sjö sem tala hvorki né skilja íslensku. Skólastjóri Grunn- skóla Önundarfjarðar segir sam- skipti nemenda og kennara ganga vel fyrir sig þó stundum þurfi tví- tyngd börn að túlka fyrir kennara. Vantar mannskap „Þetta er sérstök staða. Þegar svona mikið af alveg mállausum börnum kemur í skólann stöndum við frammi fyrir því að eitthvað verður að gera,” segir Skarphéðinn Ólafsson, skólastjóri Grunnskóla Önundarfjarðar. Alls stunda 38 nemendur nám í skólanum og þar af 25 þar sem annað eða báðir for- eldrarnir eru nýbúar. I haust bættust svo fimm nýir nemendur í hópinn sem allir eiga pólska foreldra og tala hvorki né skilja íslensku. Skarphéðinn segir að þrátt fyrir tungumálaörðugleika gangi sam- skipti kennara og nemenda mjög vel. „Þrátt fyrir allt gengur þetta mjög vel. Þau börn sem eru tvítyngd hjálpa okkur heilmikið í samskiptum en það eru þau börn sem hafa fæðst hér á landi eða komið hingað mjög ung.“ Að sögn Skarphéðins fer kennslan að mestu fram á íslensku og notast er við túlk þegar þarf að hafa sam- skipti við foreldra. Hann segir þó nauðsynlegt að skólinn fái til sín pólskumælandi kennara. „Við þurfum meiri mannskap og þá helst kennara sem talar pólsku og getur kennt á báðum málum.“ Leggja áherslu á fræðslu Kristín Ósk Jónasdóttir, grunn- skólafulltrúi ísafjarðarbæjar, segir ástandið mismunandi eftir skólum. Hlutfall erlendra nemenda sé hæst í Grunnskóla Önundarfjarðar og næsthæst í Grunnskólanum á Suður- eyri þar sem um 20% af nemendum eru af erlendu bergi brotnir. „Það kom hópur pólskra barna hingað í haust sem var einn sá stærsti í langan tíma. En þetta er þróun sem hefur verið í gangi undanfarin ár.“ Samkvæmt Kristínu er nú verið að vinna að því að gera Grunnskól- ann í Önundarfirði að móðurskóla nýbúafræðslu á svæðinu. Hún reiknar með því að fyrsta skrefið i þá átt verði tekið næsta haust. „Við ætlum að leggja mikla áherslu á þetta i vetur og fá til okkar sérfræð- inga ásamt því að vera með nám- skeiðahald fyrir kennara.“ Markmiðið verður að í Grunn- skóla Önundarfjarðar muni starfa sérfræðingar sem síðan geti miðlað reynslu og aðstoðað aðra skóla á svæðinu varðandi nýbúafræðslu. Kristín treystir sér þó ekki til að spá fyrir um hvort erlendum grunn- skólabörnum komi til með að fjölga enn frekar á svæðinu á næstu árum. „Miðað við að búið er að opna landa- mæri og verkafólki er frjálst að ferð- ast milli landa í atvinnuleit má al- veg reikna með meiri fjölgun frekar en hitt.“ * 4 Hugo Chavez: Ver stjórn Morales Hugo Chavez, forseti Venesú- ela, heitir því að verja núverandi ríkisstjórn Bólivíu verði gerð tilraun til þess að steypa Evo Morales af stóli forseta. Chavez hefur margoft sakað stjórnarandstöðuna í Bólivíu, fjölmiðla landsins og banda- rísk stjórnvöld um að reyna að magna upp óánægjuraddir meðal herforingja í landinu og skipuleggja verkföll í þeim tilgangi að auka líkurnar á valdaráni. Bandarísk stjórnvöld hafa ít- rekað neitað þessum ásökunum og segjast hvorki ætla að steypa Morales né Chavez af stóli. Fjármálaráðherra: Árni víkur ekki sæti Arni Mathiesen fjármálaráð- herra og starfsmenn í fjármála- ráðuneytinu munu ekki víkja sæti við meðferð máls erlýtur að staðfestingu samþykkta Söfnunarsjóðs lífeyrisréttinda frá því fyrr á þessu ári. Öryrkjabanda- lagið hafði áður krafist þ ess að ráðherra, ráðuneytisstjóri fjármálaráðuneytisins, sem er formaður stjórnar Söfnunarsjóðs lífeyrisréttinda, og aðrir starfs- menn ráðuneytisins myndu víkja sæti við meðferð málsins hjá ráðuney tinu vegna vanhæfis. ^■11 ÍSLANDS NAUT Samfylking og Vinstri grænir: Borgarstjóri rangtúlkar Borgarstjórnarflokkur Sam- fylkingarinnar sagði í gær borgar- stjóra hafa villt gróflega um fyrir borgarbúum er hann greindi frá úttekt endurskoðunarsviðs KPMG á fjárhagsstöðu Reykjavíkurborgar. Sagði borgarstjóri niðurstöðuna áfellisdóm yfir fjármálastjórn síð- asta meirihluta. Eytt hefði verið um efni fram árum saman og skuldum safnað. Samfylkingin vísar þessu á bug og segir að við samanburð á hreinum skuldum sveitarsjóða og veltufé frá rekstri endurspeglist sterk fjárhags- staða borgarinnar. Hvort tveggja sé í skýrslunni en hvergi dregið fram. Hreinar skuldir borgarsjóðs hafi lækkað úr 15 milljörðum í 1,2 millj- arða á 10 árum. Skuldaaukning í samstæðu borgarinnar sé einkum til komin vegna fjárfestinga fyrir- tækja borgarinnar þar sem öruggar framtíðartekjur og gríðarleg eigna- myndun kemur á móti. Rangt sé að telja ekki allar tekjur með, svo sem fastar arðgreiðslur Orkuveitunnar eða greiðslur vegna ábyrgða á skuld- bindingum Landsvirkjunar. Vinstri grænir benda á að eigin- fjárhlutfall borgarinnar sé yfir 40 prósentum og að rekstrarniður- staða fyrstu sex mánuði þessa árs sé jákvæð um 8,6 milljarða. Ljóst sé af úttektinni að reynt sé að draga fram það sem er neikvætt. Minnihlutinn borinn sökum Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson sakaði síðasta meirihluta um óráðsíu.

x

blaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.