blaðið - 14.11.2006, Page 4

blaðið - 14.11.2006, Page 4
4 ÞRIÐJUDAGUR 14. NÓVEMBER 2006 blaöi6 INNLENT HÉRAOSDÓMUR Sancy dæmdur Skipsljóri færeyska togarans Sancy TG-519 var dæmdur i þrjátíu daga fangelsi skilorösbundiö til tveggja ára fyrir fiskveiðibrot innan íslenskrar landhelgi. Þá er honum einnig gert að greiða sex hundruð þúsund til Landhelgissjóðs íslands. Uppgjör undir væntingum FL Group skilaði 11,3 milljarða króna hagnaði fyrir skatta fyrstu níu mánuði ársins, sem er fjörutíu prósent meira en á sama tímabili í fyrra. Hagnaðór af rekstri á þriðja árs- fjórðungi nam fimm milljörðum króna. í frétt frá Greiningu Glitnis segir að uppgjörið sé undir væntingum. HÉRAÐSDÓMUR Ár fyrir líkamsárás Maður var dæmdur í árs fangelsi fyrir að slá lögregluþjón á Akureyri með þeim afleiðingum að hann hlaut djúpan skurð á vörina. Árásarmaðurinn átti talsverðan sakaferil auk þess að hafa verið með amfetamín á sér. Því telur Héraðsdómur Norðurlands eystra ekki mögulegt að skilorðsbinda dóminn. Kaupmannalíöfn: Dagur Kári heiðraður Dagur Kári Pétursson kvik- myndaleikstjóri mun taka við Peter Emil Refn-kvikmyndaverð- laununum í Kaupmanna- höfn þann 22. nóvember næstkomandi. Dagur Kári er fimmti leikstjórinn sem hlýtur verðlaunin, en fyrri verðlauna- hafar hafa verið Lars von Trier, Lukas Moodyson, Nicolas Winding Refn og Natasha Art- hy. Með verðlaununum fylgja einnig peningaverðlaun upp á 105 þúsund danskar krónur. Daginn eftir afhendinguna verður svo haldið sérkvöld með Degi Kára á dansk-íslenskum bíódögum á Norðurbryggju. Kvikmyndin Nói albínói verður þar sýnd ásamt stuttmynd- inni Old Spice og mun Dagur Kári svara spurningum áhorf- enda að sýningum loknum. Bandaríkin: McCain og Gi- uliani óákveðnir Rudy Giuilani, fyrrum borgar- stjóri New York, segist ekki ætla að ákveða sig fýrr en á næsta ári hvort hann sækist eftir útnefningu repúblikana í forsetakosn- ingunum árið 2008. Annar líklegur fram- bjóðandi repú- blikana, öld- ungadeildarþingmaðurinn John McCain, lýsti því einnig yfir í gær að hann myndi ekki ákveða neitt um framboð fyrr en effir áramót. Óveður: Sex ferðamenn í bíl sem valt Mbl.is Sex erlendir ferðamenn voru í bíl sem valt við Litlu kaffi- stofuna síðdegis í gær. Meiðsl á fólki voru minniháttar. Það var þó flutt á sjúkrahús til skoðunar. Þá þurfti björgunarsveitin Súlur á Akureyri að sækja fjóra bíla sem sátu fastir í vestan- verðu Víkurskarði nú síðdegis. Vont veður og ófærð er í Víkurskarði, fjórtán til fimm- tán metra vindur á sekúndu, skafrenningur og lítið skyggni. Rpli fPflj HlD- - f l Tugur afbrota upplýstur á Akranesi: Kveiktu í, stálu og börðu ■ Stálu golfbíl ■ Kveiktu í vinnuskúr ■ Mál unglinganna til félagsmálayfirvalda ■ Sniffuöu gas Eftir Val Grettisson valur@bladid.net ,Þetta var bara bölvaður prakkara- skapur," segir Jón Ólason, yfirlög- regluþjónn á Akranesi, en tugur afbrota var upplýstur um helgina þegar lögreglan náði í hnakka- drambið á níu 14 ára unglingum. Þeir voru uppvísir að fjölda afbrota sem þeir frömdu um sumarið og fram á haust. Þar bar hæst íkveikjur, innbrot og líkamsárás. Afbrotafaraldurinn hófu þeir um mitt sumarið með skemmdar- verkum við leikskóla í bænum. Ein- hver vitni voru að skemmdunum og báru þau kennsl á unglingana. Við rannsóknina kom í ljós að sömu ungmennin höfðu verið uppvís að reiðhjólaþjófnaði, eignaspjöllum, innbroti, íkveikju, nytjastuldi og lfk- amsárás ásamt minni brotum. Þar var meðal annars innbrot í golfskála í bænum þar sem ungling- arnir brutust inn og tóku bíllykla af golfkerru í eigu golffélagsins. Dag- inn eftir komu unglingarnir aftur og stálu kerrunni. Þeir óku um æf- ingasvæði vallarins og spændu upp grasið og af varð talsvert tjón. f lok sumars réðust þeir að ung- lingi sem slasaðist þó ekki mikið við átökin. Þá kveiktu ungmennin níu í vinnu- skúr ásamt því að vinna skemmdir á nýbyggingum í bænum. Einnig kom í ljós að þau höfðu verið að fikta með gaskúta í tilraunum til að komast í vímu. Þau reyndu einnig að sniffa kveikjaragas en verslunarmenn í bænum neituðu að selja þeim vegna gruns um að gasið ætti að sniffa. „Þetta er nú ekki þekktur hópur hérna í bænum,“ segir Jón og bætir við að það hafi komið á óvart hverjir voru í hópnum, því ekki væru allir unglingarnir þekktir sem vandræða- unglingar. Hann segir lögregluna hafa á tímabili verið ráðalausa vegna framferðis unglinganna. Lögreglan upplýsti málið í góðri samvinnu við foreldra, skóla og fé- lagsmálayfirvöld og segir samstarfið við foreldrana ómetanlegt og mikils metið. Málum ungmennanna hefur verið beint til félagsmálayfirvalda en foreldrar þeirra eru ekki skaðabóta- skyldir vegna afbrotanna. Bæjarráð Akraness samþykkti, í síðustu viku, að ráða tómstunda- og forvarnarfulltrúa til bæjarins en það starf er nýtt i bænum. Passamyndatökur hjá sýslumönnum: Ljósmyndarar krefjast breytinga Starfsemi einnar ljósmyndastofu hefur verið lögð niður eftir að passa- myndatökur hófust hjá sýslumanns- embættum í maílok i fyrra. Hætta er á að fleiri stofur verði lagðar niður vegna tekjumissis. Þessu una ljósmyndarar ekki. Mál þeirra gegn dómsmálaráðuneytinu var tekið fyrir í Héraðsdómi Reykjavíkur í gær. „Við viljum að minnsta kosti að sama gjald verði tekið fyrir sömu þjónustu,” segir Gunnar Leifur Jón- asson, formaður Ljósmyndarafélags íslands. Hann segir félagið enn ekki hafa skilgreint kröfur sínar að öðru leyti. Passamyndataka hjá sýslumanni er ókeypis en kostar um 2.500 krónur áljósmyndastofu. „Það er verið að ganga inn á okkar verksvið. Iðnréttindi eru ekki virt. Hjá sýslumanni er það ekki ljósmynd- ari sem sér um myndatökurnar,” bendir Gunnar á. „Þessu var hrint í Ljósmyndarar gegn dómsmálaráðu- neytinu Héraösdómur Reykjavíkur framkvæmd 23. maí í fyrra þótt lögin hafi ekki verið samþykkt fyrr en 6. júni. Við vorum aldrei spurðir og fengum ekkert bréf. Það var ekki fyrr en í kjölfar fundar í fyrrahaust, sem við höfðum farið fram á, sem sam- þykkt var að við fengjum að halda áfram að taka passamyndir að upp- fylltum ákveðnum skilyrðum. En þar sem myndatakan er ókeypis hjá sýslu- mönnum er um hreina ríkisvæðingu að ræða.” HEREFORP S T E I K H Ú S I-augavegur 53b • 101 Reykjavfk 5 11 3350 • www.hercTord.is /(>L((/i/a/a/ ma) /(htj/u /ýaf ^ttn tnitt/ufa tí/Juti/itufaría Verð 5.500 á mann, aðeins 4.900 á fimmtudögum og sunnudögum /Boröapantanir 'tMSm Hereford nautasteikurnar eru rómaðar, þú velur stærð, steikingu og meðlæti. Magnað!

x

blaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.