blaðið - 14.11.2006, Page 12
Auglýtinjastofa Guðtúnar öwiu
12 ÞRIÐJUDAGUR 14. NÓVEMBER 2006
Bestu dekkin
átta ár í röð!
(átta ár í röð hafa Toyo dekkin verið
valin þau bestu af Tire Review
IVIagazine, sem er tímarit sjálfstæðra
hjólbarðasala í Bandaríkjunum.
Vagnhöfða 23 - S: 890 2000
Ég nota Sterimar, það hjálpar
-kvef
- ofnæmi
- eyrnabólga
- ennis og
kinnholusýking
STÉRIMAR'
r-
Pbysiological
Sea Water
Microspray
Fæst í apótekum
UTAN ÚR HEIMI
AFGANISTAN
Mannfall fjórfaldast
Tala þeirra sem hafa fallið í átökum í Afganistan hefur fjórfaldast milli ára
samkvæmt úttekt ríkisstjórnar landsins og Sameinuðu þjóðanna. Meira
en 3.700 hafa fallið á þessu ári og þeirra á meðal fleiri en eitt þúsund
óbreyttir borgarar. Þykja þessar tölur vera til marks upp aukinn kraft í
uppreisn talibana gegn ríkisstjórninni og erlenda hernámsliðinu.
Lögleysa ýmissa ráðuneyta og ríkisstofnana:
Ráðuneytin virða
ekki stjórnsýslulög
■ Engin afsökun ■ Einfalt aö laga ■ Hlífiskildi haldið yfir stofnunum
Eftir Trausta Hafsteinsson
trausti@bladid.net
Tryggvi Gunnarsson, umboðs-
maður Alþingis, neitar að gefa upp
hvaða ráðuneyti og ríkisstofnanir
fara ekki eftir stjórnsýslulögum
um afgreiðslu og skráningu mála.
1 tilefni af fjölda kvartana var starf-
semi þrjátíu og tveggja stjórnsýslu-
embætta skoðuð þar sem kom í ljós
að fjölmörg þeirra fara ekki eftir
lögum.
Aðeins tvö ráðuneyti hafa sett
reglur um málsmeðferð, sex ráðu-
neyti fara eftir einhvers konar við-
miðum og fjögur ráðuneyti fóru
ekki eftir neinu. Niðurstöður hafa
verið kynntar fyrir allsherjarnefnd
Alþingis.
Bjarni Benediktsson, þingmaður
Sjálfstæðisflokks og formaður nefnd-
arinnar, segir stöðuna óásættanlega.
„Þetta er eitthvað sem við eigum
ekki að sætta okkur við. Sérstaklega
þar sem það ætti að vera einfalt að
kippa þessu í liðinn,“ segir Bjarni.
Kolbrún Halldórsdóttir, þing-
maður Vinstri grænna, er ánægð
með frumkvæði umboðsmanns Al-
þingis og telur mjög brýnt að tekið
sé á málum. „Víða er pottur brotinn
í stjórnsýslunni og skammarlegt að
ráðuneyti hafi ekki fyrirskrifaðar
leiðir um hvernig svona mál ganga
k. ..... ,y •' ” •' TtWmI Nútímavæða
stjórnsýsluna
ekki seinna en
strax
Kolbrún Halldórsdóttir
Þingmaöur Vinstri grænna
Einfalt að kippa
þessu i liðinn
BJarni Benediktsson
Þingmaður
Sjálfstæðisflokksins
í gegnum kerfið,“ segir Kolbrún. „1
stjórnsýslu nútímans er það skan-
dall hversu mörg ráðuneyti fara
ekki að lögum. Ráðuneytin eru
greinilega ekki að nýta þann mann-
auð sem er til staðar hjá þeim.“
Bjarni telur ekki heppilegt hvernig
ábyrgðin hefur verið færð frá ráðu-
neytunum yfir á úrskurðarnefndir
og telur líklegt að málið verði tekið
upp hjá allsherjarnefnd. „Ég geri
mér vonir um að ríkisstjórnin leiti
leiða til að bæta samskiptin við borg-
arana og einfalda stjórnsýsluna.
HLÝLEGT OG MJÚKT
GÓLFEFNI ÞEKKÍNG ÞJÓNUSTA
Steppehf. | Ármúla32 | Sími 533 5060 | www.stepp.is | stepp@stepp.ls
Reiddist vegna hárlitar
síns Fómarlamb var slegid
í andlitið með glasi vegna
rifrildis sem hófst vegna
liái litai hans. •. ,,,/
Braut glas á andliti rauðhærðs manns:
Misskildi frásögn
systur sinnar
Maður á þrítugsaldri var
dæmdur í sex mánaða fangelsi skil-
orðsbundið til þriggja ára vegna
sérlega hættulegrar líkamsárásar
á barnum Celtic Cross í miðbæ
Reykjavíkur síðasta gamlárskvöld.
Fórnarlambið og systir hins
dæmda voru á kvennaklósett-
inu á barnum ásamt vinkonu
stúlkunnar.
Vinkonan þekkti til mannsins
og ræddu þau saman. Systir árásar-
mannsins bendir þá á í gleði sinni
að hann sé einnig rauðhærður líkt
og hún. Bregst maðurinn illa við
þessari aðfinnslu. Eftir smávegis
átök fullyrðir stúlkan að hann hafi
gripið í klof hennar. Hún sparkaði
til hans með þeim afleiðingum að
hún datt harkalega á rassinn. Mað-
urinn fór þá út af klósettinu.
Síðar um kvöldið kemur bróðir
stúlkunnar á barinn. Hún segir
honum í geðshræringu að mað-
urinn hafi gripið um klof hennar
og henni sé illt í rassinum. Bróðir
hennar misskilur hana svo herfi-
lega að hann taldi að maðurinn
hefði reynt að nauðga henni inni á
klósetti. Tekur hann þá bjórglas og
slær í andlit fórnarlambsins með
þeim afleiðingum að sauma þurfti
24 spor í andlit hans.
í dómsorði neitar fórnarlambið
að hafa gripið í klof stúlkunnar en
sagði þau hafa rifist. Árásarmaður-
inn játaði verknaðinn skýlaust og
er það talið honum til tekna.
Þá er hinum dæmda gert að
greiða fórnarlambinu þrjú hundruð
þúsund krónur í skaðabætur og
allan málskostnað.