blaðið - 14.11.2006, Blaðsíða 12

blaðið - 14.11.2006, Blaðsíða 12
Auglýtinjastofa Guðtúnar öwiu 12 ÞRIÐJUDAGUR 14. NÓVEMBER 2006 Bestu dekkin átta ár í röð! (átta ár í röð hafa Toyo dekkin verið valin þau bestu af Tire Review IVIagazine, sem er tímarit sjálfstæðra hjólbarðasala í Bandaríkjunum. Vagnhöfða 23 - S: 890 2000 Ég nota Sterimar, það hjálpar -kvef - ofnæmi - eyrnabólga - ennis og kinnholusýking STÉRIMAR' r- Pbysiological Sea Water Microspray Fæst í apótekum UTAN ÚR HEIMI AFGANISTAN Mannfall fjórfaldast Tala þeirra sem hafa fallið í átökum í Afganistan hefur fjórfaldast milli ára samkvæmt úttekt ríkisstjórnar landsins og Sameinuðu þjóðanna. Meira en 3.700 hafa fallið á þessu ári og þeirra á meðal fleiri en eitt þúsund óbreyttir borgarar. Þykja þessar tölur vera til marks upp aukinn kraft í uppreisn talibana gegn ríkisstjórninni og erlenda hernámsliðinu. Lögleysa ýmissa ráðuneyta og ríkisstofnana: Ráðuneytin virða ekki stjórnsýslulög ■ Engin afsökun ■ Einfalt aö laga ■ Hlífiskildi haldið yfir stofnunum Eftir Trausta Hafsteinsson trausti@bladid.net Tryggvi Gunnarsson, umboðs- maður Alþingis, neitar að gefa upp hvaða ráðuneyti og ríkisstofnanir fara ekki eftir stjórnsýslulögum um afgreiðslu og skráningu mála. 1 tilefni af fjölda kvartana var starf- semi þrjátíu og tveggja stjórnsýslu- embætta skoðuð þar sem kom í ljós að fjölmörg þeirra fara ekki eftir lögum. Aðeins tvö ráðuneyti hafa sett reglur um málsmeðferð, sex ráðu- neyti fara eftir einhvers konar við- miðum og fjögur ráðuneyti fóru ekki eftir neinu. Niðurstöður hafa verið kynntar fyrir allsherjarnefnd Alþingis. Bjarni Benediktsson, þingmaður Sjálfstæðisflokks og formaður nefnd- arinnar, segir stöðuna óásættanlega. „Þetta er eitthvað sem við eigum ekki að sætta okkur við. Sérstaklega þar sem það ætti að vera einfalt að kippa þessu í liðinn,“ segir Bjarni. Kolbrún Halldórsdóttir, þing- maður Vinstri grænna, er ánægð með frumkvæði umboðsmanns Al- þingis og telur mjög brýnt að tekið sé á málum. „Víða er pottur brotinn í stjórnsýslunni og skammarlegt að ráðuneyti hafi ekki fyrirskrifaðar leiðir um hvernig svona mál ganga k. ..... ,y •' ” •' TtWmI Nútímavæða stjórnsýsluna ekki seinna en strax Kolbrún Halldórsdóttir Þingmaöur Vinstri grænna Einfalt að kippa þessu i liðinn BJarni Benediktsson Þingmaður Sjálfstæðisflokksins í gegnum kerfið,“ segir Kolbrún. „1 stjórnsýslu nútímans er það skan- dall hversu mörg ráðuneyti fara ekki að lögum. Ráðuneytin eru greinilega ekki að nýta þann mann- auð sem er til staðar hjá þeim.“ Bjarni telur ekki heppilegt hvernig ábyrgðin hefur verið færð frá ráðu- neytunum yfir á úrskurðarnefndir og telur líklegt að málið verði tekið upp hjá allsherjarnefnd. „Ég geri mér vonir um að ríkisstjórnin leiti leiða til að bæta samskiptin við borg- arana og einfalda stjórnsýsluna. HLÝLEGT OG MJÚKT GÓLFEFNI ÞEKKÍNG ÞJÓNUSTA Steppehf. | Ármúla32 | Sími 533 5060 | www.stepp.is | stepp@stepp.ls Reiddist vegna hárlitar síns Fómarlamb var slegid í andlitið með glasi vegna rifrildis sem hófst vegna liái litai hans. •. ,,,/ Braut glas á andliti rauðhærðs manns: Misskildi frásögn systur sinnar Maður á þrítugsaldri var dæmdur í sex mánaða fangelsi skil- orðsbundið til þriggja ára vegna sérlega hættulegrar líkamsárásar á barnum Celtic Cross í miðbæ Reykjavíkur síðasta gamlárskvöld. Fórnarlambið og systir hins dæmda voru á kvennaklósett- inu á barnum ásamt vinkonu stúlkunnar. Vinkonan þekkti til mannsins og ræddu þau saman. Systir árásar- mannsins bendir þá á í gleði sinni að hann sé einnig rauðhærður líkt og hún. Bregst maðurinn illa við þessari aðfinnslu. Eftir smávegis átök fullyrðir stúlkan að hann hafi gripið í klof hennar. Hún sparkaði til hans með þeim afleiðingum að hún datt harkalega á rassinn. Mað- urinn fór þá út af klósettinu. Síðar um kvöldið kemur bróðir stúlkunnar á barinn. Hún segir honum í geðshræringu að mað- urinn hafi gripið um klof hennar og henni sé illt í rassinum. Bróðir hennar misskilur hana svo herfi- lega að hann taldi að maðurinn hefði reynt að nauðga henni inni á klósetti. Tekur hann þá bjórglas og slær í andlit fórnarlambsins með þeim afleiðingum að sauma þurfti 24 spor í andlit hans. í dómsorði neitar fórnarlambið að hafa gripið í klof stúlkunnar en sagði þau hafa rifist. Árásarmaður- inn játaði verknaðinn skýlaust og er það talið honum til tekna. Þá er hinum dæmda gert að greiða fórnarlambinu þrjú hundruð þúsund krónur í skaðabætur og allan málskostnað.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

blaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.