blaðið

Ulloq

blaðið - 14.11.2006, Qupperneq 15

blaðið - 14.11.2006, Qupperneq 15
blaðift ÞRIÐJUDAGUR 14. NÓVEMBER 2006 15 Al-Jazeera-fréttastöðin: Sendir út á ensku í fyrsta sinn Arabíska fréttastöðin al-Jazeera mun hefja útsendingar á ensku á morgun. Forráðamenn stöðvarinnar vilja með því riðla þeirri yfirburða- stöðu sem bandarískar og breskar gervihnattastöðvar hafa haft í flutn- ingi á fréttum og bjóða upp á annan vinkil en hinn vestræna í frásögn af atburðum líðandi stundar. Stöðin hefur ráðið til sín þekkta frétta- og sjónvarpsmenn eins og David Frost, Rageh Omar og Darren Jordan. Sjónvarpsstöðin al-Jazeera er þekktust á Vesturlöndum fyrir að birta upptökur frá hryðjuverka- foringjanum Osama bin Laden og öðrum leiðtogum A1 Kaída- hryðjuverkanetsins. Forráðamenn stöðvarinnar hafa sagst ætla að fara varlega í að birta slíkar upp- tökur en einnig forðast hugtök eins og „hryðjuverkamaður” og ,sjálfsmorðssprengjumaður” sem einhverjum af áhorfendum stöðv- arinnar kann að þykja gildishlaðin. Útsendingar stöðvarinnar er beðið með töluverðri eftirvæntingu í Evr- ópu en þar mun hún nást á fjörutíu milljónum heimila. Hinsvegar hefur aðstandendum hennar gengið verr að fá að koma stöðinni í almenna dreifingu í Bandaríkjunum. , KIK Frost og Rumsfeld Sjonvarpsmaðurinn David Frost hefur hafið störfá arabísku sjónvarpsfréttastöðinni al-Jazeera. Fríblaðaútburður: Vilja setja lög og reglur Mbl.is Jafnaðarmannaflokkurinn í Danmörku hefur lagt fram tillögu um að hægt verði að refsa útgefendum fríblaða ef slík blöð eru sett í póstkassa eða inn um bréfalúgur á íbúðum þrátt fyrir að á þeim séu merkingar þar sem slíkur fjöldapóstur er afþakkaður. „Neytendur eiga að hafa rétt til að afþakka fríblöð. Margir borgar- ar eru orðnir dauðþreyttir á að bera bunka af fríblöðum út um dyrnar þótt þeir hafi afþakkað þau. Nú ríkir lögleysa á þessu sviði og við viljum gjarnan koma þar á lögum og reglu,“ segir Karen Hækkerup, talsmaður flokksins í neytendamálum. Dönsku neytendasamtökin standa nú fyrir könnun meðal almennings og segir Ritzau-frétta- stofan, að þar komi í ljós, að 87 prósent aðspurðra vilja gjarnan fá héraðsfréttablöð send heim en vilja geta afþakkað frfblöðin, sem gefin eru út á landsvísu. Palestína: Shabir fyrir ríkisstjórninni Staðfest var í gær að Mohamm ad Shabir tekur við af Ismail Haniyeh í embætti forsætisráð- herra og mun leiða þjóðstjórn Hamas- og Fatah-hreyfinganna. Haniyeh hafði lýst því yfir um helgina að hann væri reiðubúinn að segja af sér embætti og myndi ekki taka sæti í þjóðstjórninni. Unnið er að myndun þjóðstjórn- ar til að binda enda á alþjóðlega einangrun palestínsku heima- stjórnarinnar: nánast allur stuðn- ingur við palestínsk stjórnvöld hvarf í kjölfar þess að Hamas myndaði ríkisstjórn á þessu ári sökum herskárrar stefnu samtakanna gagnvart ísrael. Eitt erfiðasta deilumálið við myndun þjóðstjórnarinnar var hver ætti að skipa embætti forsætisráð- herra. Shabir, sem er sextugur, er sagður hafa náin tengsl við Hamas-samtökin en er ekki virkur stuðningsmaður þeirra. Vaxtalaus nóvember Vaxtalaus VISA Lán í allt að 12 mánuði ®kr. 261.700 I Vaxtaiaust VISA Lán til 12 mánada • á mánuði • kr. 21.808. CALIAITALIA SÓFASETT 3+2 Vandað og afar glæsilegt sófasett alklædd hágæða ítölsku leðri. Einnig er hægt að fá stóla í þessu sama módeli. Fáanlegurl dökkbrúnu og beige. Sett kynniracaliaitalia gæða húsgögn á ótrúlegu verði! Pessar vörur eru til afgreiðslu samdægurs Caliaitalia, sem framleiðir þekkt gæðahúsgögn á Italíu, var stofnað 1965 af húsgagnasmiönum Liborio Vincenzo Calia. Allar götur síðan hefur fyrirtækið vaxið og dafnað og er eitt hið fremsta sinnar tegundar á Ítalíu I dag. Caliaitalia er best þekkt fyrir gæði, styrkleika, einstaka hönnun og hagstætt verð. ■kr. 169.900.- Vaxtalaust VISA Lán til 12 mánaða * kr. 14.158.- á mánuði CALIAITALIA 3JA SÆTA HÆGINDASÓFI Ótrúlega þægilegur þriggja sæta hægindasófi alklæddur hágæða ítölsku leðri. öll þrjú sætin eru með fótskemli og hallanlegu baki. ■ kr. 239.700.- Vaxtalaust VISA Lán til 12 mánaða • kr. 19.975.“ á mánuði CALIAITALIA 3+2 SÓFASETT Glæsilegt sófasett alklætt hágæða ítölsku leðri. Þessi mundi sóma sér vel í stofunni. Einnig er hægt að fá stóla í þessu sama módeli. Fáanlegur í dökkbrúnu og beige. ■kr. 219.900,- Vaxtalaust VISA Lán til 12 mánaða • kr. 18.325.- á mánuði CALIAITALIA TUNGUSÓFI Glæsilegur tungusófi alklæddur hágæða ítölsku leöri. Nýtískulegur sófi sem er til á lager með tungu beggja megin. Fáanlegur í Ijós beige og svörtu. VISA OG EURO RAÐGREIÐSLUR VISMán - HAGSTÆDAR AFBORGANIR HÚSGAGNAVERSLUN OPNUNARTÍMI: MÁNUD - FÖSTUD 11,00 - 18,00 LAUGARDAGA 11.00 - 16:00 SUNNUDAGA 13:00 -16:00 SETT HÚSGAGNAVERSLUN • ASKALIND 2A • 201 KÓPAVOGUR • SfMI 534 1400 • WWW.SETT.IS kaldaljós 2006

x

blaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.