blaðið - 14.11.2006, Qupperneq 22
22 ÞRIÐJUDAGUR 14. NÓVEMBER 2006
blaðið
Kæri Illugi
Sæll Illugi.
Ég þekki þig af góðum útvarps-
þáttum, og oft skemmtilegri þjóð-
félagsrýni. Þess vegna fannst mér
þú fara rangt að þegar þú skrifaðir
opið bréf til Mariönnu Barböru
konu minnar í Blaðinu n. nóvember
sl. Ég hef gætt þess að halda fjöl-
skyldu minni utan við stjórnmálin
sem oft getur verið rætin í garð
einstakra stjórnmálamanna. Fjöl-
skylda stjórnmálamanna verður
að fá vera í friði. Þess vegna fannst
mér miður að þú skyldir ekki beina
orðum þínum til mín.
Enginn af talsmönnum Frjálslynda
flokksins hefur mælt styggðaryrði í
garð þess fólks sem flutt hefur hingað
til landsins á undanförnum árum.
Varnaðarorð okkar hafa verið vegna
mikils innstreymis útlendinga á
stuttum tíma. Við höfum kallað eftir
aðgerðum ríkisstjórnarinnar. Nú
hefur ríkisstjórnin tekið tvær ákvarð-
anir eftir að umræðan hófst sem við
teljum vera til bóta fyrir framtíðina.
I vor skoðuðum við þessi mál vel
og komumst að þeirri niðurstöðu
að það væri varhugavert að við-
halda ekki fyrirvaranum varðandi
nýju Evrópusambandslöndin. Við
vöktum athygli á þessu og Magnús
Þór Hafsteinsson alþingismaður
flutti vandaða ræðu af því tilefni
sem þú getur kynnt þér. Þar var ekki
farið fram með fordómum heldur
varað við. Ekki veldur sá sem varar.
Jón Magnússon hrl. gerði í fjöl-
miðlum nýverið grein fyrir mjög vax-
andi aðstreymi fólks hingað til lands
og að aðkallandi væri að stjórnvöld
brygðust við. Mótaðar yrðu reglur
og upplýsingagjöf svo þjóðfélagið
þróaðist ekki í þá átt að hér byggju
tvær eða fleiri þjóðir í landinu. Sjón-
armið hans og áhyggjur eru sama
eðlis og við kynntum í vor í um-
ræðum á Alþingi. Hann ítrekaði
þá stefnu og varnaðarorð sem við
höfðum flutt á Alþingi um að mikil
fjölgun innflytjenda yrði vandamál
og að ríkisstjórnin sem öllu ræður
Skorar á llluga
Jökulsson að
ræða stjórnmál
, yi W við sig en ekki konu sína fff 5 v>
Umrœðan
Guðjón A. Kristjánsson
aðhefðist ekkert í málinu.
Stefna Frjálslynda flokksins í
þessum málum er skýr og hefur
verið áréttuð af miðstjórn flokksins.
Við erum flokkur frjálslyndis og trú-
frelsis sem ber virðingu fyrir fólki
hvaðan svo sem það er. Allir tals-
menn Frjálslynda flokksins hafa
tekið þetta fram og eru sammála
þessu.
Nú er það þannig minn kæri Illugi
að sá sem setur fram skoðanir ræður
því ekki alltaf hvernig þær eru túlk-
aðar. Mér brá þegar nokkrir Sam-
fylkingarmenn í prófkjörsbaráttu
gripu þessi ummæli okkar á lofti og
veittust að okkur gjörsamlega að til-
efnislausu. Best hefði verið að taka
upp harða vörn fyrir launþega á al-
mennum vinnumarkaði sem búast
má við að settir verði í varnarstöðu
á næstu misserum vegna þess mikla
fjölda erlendra starfsmanna sem
hingað eru komnir og halda áfram
að koma til landsins.
Illugi, ég ítreka það að
ákall okkar sl. vor var
um aðgerðir, umræðan
nú vakti ríkisstjórnina.
Ríkisstjórnin hefur nú
brugðist við af því að
við kröfðumst aðgerða.
Veittar hafa verið íoo
milljónir til íslensku-
náms, fyrirvari um inn-
flutning vinnuafls nýju
þjóðanna sem ganga inn í
ES á næstunni var nýttur
og boðaðar eru aðgerðir
ríkisstjórnarinnar og
vinnumarkaðarins. Við
frjálslynd erum stolt af
því að hafa haft þessi áhrif. Heldur
þú Illugi að þetta hefði verið gert
hefði þjóðin ekki svarað varnaðar-
orðum okkar með þeim krafti sem
hún gerði?
í framtíðinni bið ég þig um að
stíla pólitísk skrif þín á mig en ekki
konu mína. Illugi, hvernig heldur þú
að umræðan hefði þróast hefði strax
verið tekið undir varnaðarorð okkar
og bent á að hér væri hreyft mikil-
vægu máli þar sem ríkisstjórnin
hefði sofið á verðinum? Þá hefði
umræðan þróast í þann farveg sem
við vildum láta hana
þróast, til aðgerða í stað
upphrópana. Ábyrgðin
er þeirra sem vilja kæfa
eðlilega lýðræðislega
umræðu en ekki okkar
sem viljum standa vörð
um velsæld í landinu,
íslenska tungu og ís-
lenskan menningararf
hvort heldur það er vin-
sælt eða óvinsælt. Ég
bendi þér á grein nafna
þíns Gunnarssonar í
Fréttablaðinu 12 nóv. sl.
Hann veit að það er ekki
vandalaust verkefni að
taka við þúsundum atvinnuleitenda
sem ekki skilja íslensku og oft ekki
ensku heldur, inn á vinnumarkað-
inn á einu ári.
Með kveðju,
Guðjón A. Kristjánsson.
Höfundur er formaður Frjálslynda flokksins.
Já, ennþá sannast það;
Islendingar styðja hvalveiðar
Skoðanakönnunin í Fréttablað-
inu á laugardag um hvalveiðar
er tíðindarík. Hún leiðir í ljós að
stuðningur við hvalveiðar er mjög
afgerandi hjá íslensku þjóðinni.
Við vissum að stuðningur við hval-
veiðar hefur verið mikill. Andstæð-
ingar hvalveiða töldu á hinn bóginn
að slíkur stuðningur væri eingöngu
við prinsippið; réttinn til hvalveiða.
Dæmið myndi snúast við þegar til
stykkisins kæmi.
Þeir hafa reynst hafa á röngu
að standa, eins og í flestu öðru
í þessum málflutningi. Afstaða
þjóðarinnar er skýr. Islendingar
vilja hvalveiðar. íslendingar styðja
ákvörðunina. Hún nýtur stuðnings
alls almennings í landinu.
Fjölmiðlar fóru hamförum
Vel hefði mátt ímynda sér að af-
staða fólks hefði breyst. Alveg frá
fyrsta degi ákvörðunarinnar um
hvalveiðar hafa áhrifamiklir fjöl-
miðlar gengið fram fyrir skjöldu í
andstöðu sinni við ákvörðun mína
frá 17. október. Morgunblaðið fór
hreinum hamförum í andstöðu
sinni í leiðurum og við blasti öllum
hvernig fréttir mörkuðust af afstöðu
blaðsins. Blaðið hefur verið í hreinu
og samfelldu önuglyndiskasti í rit-
stjórnargreinum Sigurjóns M. Eg-
ilssonar og leyndi því heldur ekki
í efnistökum sínum í blaðinu. Stöð
2 birti daglega neikvæðar fréttir í
heila viku vegna hvalamálsins og
reyndi ekki einu sinni að leita eftir
gagnstæðum sjónarmiðum, þar til
ég fékk tækifæri til þess að svara
fyrir mig með rækilegum hætti í ís-
landi í dag. Fréttablaðið birti á hinn
bóginn fréttir þar sem fram komu
gagnstæð sjónarmið og raddir mun
fleiri fengu að heyrast.
Rödd sjávarútvegs-
íns heyrðist ekki
Þá var það athyglisvert að sjónar-
mið okkar helstu atvinnugreinar,
sjávarútvegsins, fengu alls ekki að
heyrast í þessari hvalaumræðu í
fjölmiðlum. Mætti þó ætla að þessi
Afstaða almenn-
áL. * ingserskýren
fjölmiðlar tala
öðrum rómi
Einar K. Guöfinnsson
sjónarmið væru jafn gild og önnur
og rúmlega það. Hins vegar er mér
til efs að finna megi hvalaskoðun-
arfyrirtæki sem ekki var dregið
fram á völlinn til þess að láta í sér
heyra íþessari umræðu. Sjónarmið
sjávarútvegs voru sniðgengin. Sjón-
armiðum andstæðum hvalveiðum
var gert hátt undir höfði.
Athyglisvert var einnig að í um-
ræðum komu bæði Samfylking og
Vinstri grænir fram sem einarðir
andstæðingar hvalveiðanna og
ákvörðunar minnar. Hvergi kom
fram í þessum flokkum annað
sjónarmið, þó vel væri vitað að
slík afstaða væri mjög til staðar
innan þeirra. Frambjóðendur í
prófkjörum skrifuðu greinar af
mikilli heift og reiði gegn þessari
ákvörðun. Þarna beittu tveir áhrifa-
miklir stjórnmálaflokkar sér í raun
gegn hvalveiðum.
Alitsgjafar, aflagðir spunadokt-
orar og sjálfskipaðir skoðanamiðl-
arar fóru fram í heilum herskörum
gegn þessari ákvörðun á blogg-
síðum og í fjölmiðlum.
Almenningur talar
skýrum rómi
Éinmitt í ljósi þessa er það þeim
mun ánægjulegra að sjá og heyra
í þessari skoðanakönnun hversu
einörð sjónarmið almennings eru.
Gegn straumi fjölmiðlaumræð-
unnar fer almenningur og styður
sjónarmið um sjálfbærar veiðar,
rétt okkar til nýtingar auðlindar-
innar og lætur ekki sveigja sig af
braut sinni. Það eru örugglega
mikil vonbrigði fyrir allt það fólk
og þá fjölmiðla sem það stýrir að
skynja algjört áhrifaleysi sitt. Og
stjórnmálamennirnir sem tóku
völdin í þessari umræðu í flokkum
sinum hljóta nú að hugsa sinn gang.
Um leið er þetta hvatning til þess
mikla fjölda fólks sem starfar innan
Vinstri grænna og Samfylkingar og
styður hvalveiðar að láta nú til sín
taka. Skoðanakönnunin leiðir í ljós
að það á mikla samsvörun innan
flokka sinna og hjá öllum almenn-
ingi í landinu.
Það fólk sem talið hefur sig af-
bragð annarra - elítu - samfélags-
ins og hefur reynt að hafa vit fyrir
almenningi í þessu máli hugsar von-
andi sinn gang og reynir að virða
sjónarmið þess þorra þjóðarinnar
sem lætur síbylju áróðurs ekki
hrugga við vel ígrunduðum skoð-
unum sínum.
Á undanförnum vikum, frá því að
ákvörðunin var tekin þann 17. okt-
óber sl„ hef ég fundið gríðarlegan
stuðning við ákvörðun mína. Þetta
hefur verið uppörvandi og sannar-
lega er gott að finna svo mikinn og
víðtækan stuðning fólks; meðal ann-
ars fólks sem haft hefur samband og
vikið sér að mér úti á götu til þess
að láta í ljósi jákvæða afstöðu sína.
En merkilegt er að sjónarmið þessa
fólks hafa átt afskaplega torveldan
aðgang að fjölmiðlaumræðunni.
Höfundur er sjávarútvegsráðherra.
Rafgeymar 'j ^ v
Dekkjaþjónusta
www.hasso.is
Car-rental / Bílaleiga
... 1 1 1 I I >i ' _l II f J * sf~ f r.i ' I III
Vetrardekk - Heilsarsdekk - nagladekk - loftboludekk
Betri verð1
Smiðjuvegi 34 | Rauð gata | bilko.is | Sími 557-9110