blaðið - 14.11.2006, Page 24

blaðið - 14.11.2006, Page 24
ÞRIÐJUDAGUR 14. NÓVEMBER 2006 blaöiö Þarftu betri bíl? Bílasamningur // Bílalán // Einkaleiga \ LYSING.IS // 540 1500 Gúmmívinnustofan SP dokk POlAft """ VETRARDEKK JEPPLINGADEKK POLAR RAFGEYMAR GÚMM Skipholti 35 105 Sími: 553 1055 www.gummivi Opið: Mán - fös Verðdæmi: Spindilkúla Golf "98 1637 kr. Spyrna Opel Astra "98 6027 kr iw.kistufell.com 24 I BlLAR + Ökunámskeið ungra ökumanna , , J i 1 1 ^ - 1 erfið skilyrði Þátttakendurá námskeiðun- um fá meðal annars tækifæri til að prófa ölvunargleraugu og upplifa akstur við erfið skilyrði. í ljósi tíðra umferðarslysa að undanförnu hafa hinir ýmsu aðilar efnt til áróðursherferða með það fyrir augum að stemma stigu við hraðakstri á götum úti. Sjóvá For- varnahús lætur ekki sitt eftir liggja í baráttunni, en það hóf á dögunum námskeiðahald fyrir unga ökumenn. Þörfin fyrir markvissa fræðslu fyrir unga ökumenn hefur sjaldan verið meiri og því var afráðið að setja námskeiðin, sem eru um fimm klukkustunda löng, af stað. Að sögn Einars Guðmundssonar, forstöðumanns Sjóvár Forvarna- húss, hafa námskeiðin mælst vel fyrir hjá ungum ökumönnum og all- flestir hafa bæði gaman og gott af. „í rauninni erum við að end- urvekja námskeið sem Sjóvá stóð fyrir í 9 ár, en árangurinn af því starfi var mjög góður. Hjá þeim rúmlega 6000 ökumönnum sem sótt hafa námskeiðin má sjá að tjónum hefur fækkað um 5000 og 1100 færri einstaklingar slasaðir en hjá samanburðarhópnum. Einnig er það greinilegt að þeir sem valdið hafa tjónum eftir námskeiðin hafa að meðaltali valdið minni tjónum þar sem færri einstaklingar slas- ast,” segir Einar. Hann segist þess fullviss að námskeiðin komi til með að skila góðum árangri og að þátttakendur verði meðvitaðri um hættur umferðarinnar. „Árangur- inn er sláandi góður. Þetta er mjög mikilvægt í ljósi allra hræðilegu slysanna sem verið hafa í sumar og haust hjá unga fólkinu, en i kjölfar alls þessa ákváðum við að fara út í námskeiðin aftur. Við erum að sjá að tjónatíðnin lækkar allt að þre- falt hjá krökkunum, en við erum með kennitölur hvers og eins og fylgjumst vel með. Þá er greinilegt að krakkarnir átta sig betur á hvar hætturnar eru í umferðinni og við hvaða aðstæður óhöppin gerast.” Lifandi framsetning og virkir þátttakendur Námskeiðin, sem eru samstarf Forvarnahúss og Umferðarstofu, eru haldin víðsvegar um landið og gefst öllum eldri en 17 ára færi á að taka þátt. Einar segir námskeiðin bæði skemmtileg og fræðandi, en lagt er upp með að gera framsetning- una lifandi og hvetja ungmennin til virkrar þátttöku. „Við miðum aðal- lega við 17-20 ára aldurinn, en að sjálfsögðu eru allir velkomnir. Til dæmis var námskeið á Selfossi í lið- inni viku, þar sem 60 manns tóku þátt og þar af einn þrjátíu ára. Það er því allur gangur á þessu, þó svo að við stílum einna helst inn á byrj- endur í umferðinni,” segir Einar og bætir við að aðsókn sé almennt mjög góð. Þá skemmi ekki fyrir að námskeiðið kosti ekkert, auk þess sem þátttakendur fái ýmislegt fyrir sinn snúð að námskeiði loknu. „Það hefur verið fín aðsókn hjá okkur bæði í Reykjavík og úti á landi. Okkur var nú reyndar ljóst að ef við viljum fá fleiri en bara „góðu krakk- ana”, ef svo má að orði komast, þá þyrftum við að hafa nokkurskonar gulrót til að draga hina að. Þess vegna var ákveðið að bjóða lægri tryggingar hjá Sjóvá fyrir þátttak- endur, en það virðist líka draga að.” Einar tekur sérstaklega fram að allir séu velkomnir og að vonir standi til aukinnar þátttöku „Við viljum alltaf fá fleiri til okkar og ég hvet krakka til að koma. Þetta er bæði lærdómsríkt og mjög skemmti- legt í alla staði. Við erum til dæmis að láta krakkana prófa ölvunargler- augu, veltibíl, hraðavigt og fleira sem þau hafa gott af að kynnast. Sá sem er með mér, Sigurður Helgason, er algjör snillingur í að ná til þessa hóps og krakkarnir hlusta með mik- illi athygli. Miðað við matsblöðin sem við höfum látið þau gera eftir námskeiðin eru þau mjög ánægð með fyrirkomulagið og það virðist vera að við náum vel til þeirra.” Aukin slysatíðni hjá ungum ökumönnum síðustu tvö árin Aðspurður um slysatíðni meðal ungra ökumanna segir Einar að sið- ustu tvö árin hafi hallað verulega undan fæti. Á árunum 1999-2003 var stöðug fækkun slysa meðal þessa aldurshóps, en nú er svo komið að vandamálið er meira en áður. „Þetta hefur farið mjög vaxandi síðustu tvö árin og því ákváðum við að bregðast við því. Þetta er reyndar mismunandi eftir árgöngum, en það sem kom hvað mest á óvart er að það eru 18-19 ára krakkarnir sem eru með mestu tjónsaukninguna, en ekki þau sem eru 17 ára og ný- komin með bílpróf. Ég held að öku- kennsluferlið sé orðið mun betra en áður og æfingaakstur ásamt aukinni fræðslu skilar verulegum árangri. En eflaust má gera betur,” segir Einar og bendir á að fyrir liggi frumvarp þess efnis að herða reglur. „Það er verið að tala um að tak- marka tímann á því hvenær megi keyra, svo sem á nóttunni, og eins hversu margir farþegar mega vera í bílunum. En það má auðvitað ekki gleyma því að stór hluti er að standa sig vel og það er kannski grátlegt að takmarka þetta svona rosalega hjá öllum. Ég myndi fremur mælast til . þess að auka löggæsluna og herða viðurlög hjá þeim sem brjóta af sér.” Að síðustu bendir Einar á að unga fólkið sé ekki eitt um hrað- akstur í umferðinni. Þetta eigi við um alla ökumenn, óháð aldri, og að kominn sé tími á að fólk meti ökulag sitt og velti hættunum fyrir sér. „I námskeiðunum erum við að einblína svolítið á að fólk einblíni á eigið ökulag og skoði aðeins hvernig það er að keyra. Svo má auðvitað taka alla þætti með í reikninginn, svo sem þennan mikla hraða sem er í þjóðfélaginu og reyna að sporna við honum. Mikil spenna meðal fólks skilar sér í því að við þurfum að fá allt strax, flýta okkur hraðar og fara svolítið geyst. Þetta endar auðvitað með hraðakstri, slysum og svo koll af kolli.” NámskeiðiniReykjavíkeruhaldin í Forvarnahúsinu í Kringlunni 1 og geta þátttakendur skráð sig á www. forvarnahusid.is eða www.us.is. Á landsbyggðinni eru námskeiðin haldin í framhaldsskólunum. halldora@bladid.net Sigurbíllinn í rally til sýnis Félagarnir Borgar Ólafsson og Jón Bjarni Hrólfsson báru sigur úr býtum í tvö þúsund flokknum á Islands- mótinu í rally í sumar á Ford Focus. Sigurbíllinn, sem er af 2000-árgerð, kom til landsins í vor frá Bandaríkj- unum, en þar var hann sérsmíðaður sem rallbíll. Bíllinn var endurbættur með tilliti til aðstæðna hérlendis, en meðal annars var gírkassinn gerður beintenntur auk annarra endurbóta. Þessa dagana er bíllinn til sýnis í sal Brimborgar á Bíldshöfða, en þar má berja augum þennan skemmti- lega bíl sem færði þeim Borgari og Jóni sigur í fimm af sex keppnum sumarsins. Vélin í bílnum er 2.0 lítra af gerðinni Zetec og í honum er gírkassi frá R&D Motorsport. Fjöðrunin er frá KW í Þýskalandi mynd bílsins er bíllinn sem Carlos og bremsurnar eru þær sömu og í Sainz ók í heimsmeistarakeppn- Ford Focus ST. Þess má geta að fyrir- inni í rally á árunum 2000-2002.

x

blaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.