blaðið - 14.11.2006, Blaðsíða 26

blaðið - 14.11.2006, Blaðsíða 26
ÞRIÐJUDAGUR 14. NÓVEMBER 2006 blaöiö Þarftu breiðari bíl? Bílasamningur // Bílalán // Einkaleiga LYSING.IS // 540 1500 Jeppadekkin ffrá Meirapróf- Nýir timar Nýlegir kennslubílar sem uppfylla Euró 2 mengunarstaðal, lærðu í nútímanum - • • OKU SKOUNN IMJODD Upplýsingar og innritun í síma 567 0300 Næsta námskeið hefst 15. nóvember Fáanleg í flestum stærðum fyrir 15,16,17 og 18" felgur Fjallasport •4x4 specialist ■ Viðarhöfða 6 - Sími 577 4444 26 I BÍLAR AUKIN ÞÆGINDI Það felast óneitantega aukin þæg indi í þessu nýja fyrirkomulagi fyrírtækisins á varahlutaverslun. (Z U Vj ,S ' ÍÍ: fÍN Varahlutaverslun opnuð á Netinu Fyrirtækið Stilling hf. opnaði á dögunum nýja heimasíðu sem gerir fólki kleift að fjárfesta í varahlutum fyrir bíla á Internetinu. Heima- síðan, sem ber heitið Partanet.is, er um þessar mundir einungis opin fyrir verkstæði og bílaumboð, en til stendur að opna síðuna fyrir al- menningi í desember. Að sögn Bjarna Ingimars Júlíus- sonar, framkvæmdastjóra Partanets, er heimasíðan byggð á erlendri hug- myndafræði, þó svo að fyrirtækið hafi sérsniðið verslunina að þörfum íslensks markaðar. „Við erum búnir að forrita þetta alveg frá grunni og laga þetta að okkar markaði. Ferlið sem slíkt hefur tekið okkur um tvö ár, en þetta er strax farið að borga sig. Við byrjuðum að taka inn tilrauna- viðskiptavini í sumar og viðtökurnar voru frábærar. Menn eru farnir að nota þetta í stað þess að hringja eða mæta á staðinn,” segir Bjarni. „Þarna tengjum við saman upplýs- ingar frá bíla- og varahlutaframleið- endum og erum með um tíu milljón vörunúmer sem við höfum aðgang að. Kerfið er mjög yfirgripsmikið og í raun allir varahlutir sem hugsast getur fáanlegir.” Gagnagrunnurinn upp- færður daglega Á heimasíðunni geta kaupendur slegið inn númerið á bílnum sínum, en kerfið finnur þá alla varahluti sem til eru á lager fyrir bílinn. Með hverri vöru birtast myndir með upplýsingum um mál, verð og fleira sem fylgja þarf vörunni. Varan er svo pöntuð og sótt í næstu verslun eða send til viðkomandi. áður en viðkomandi kemur.” Lagt er upp með að gagnagrunnurinn verði uppfærður daglega, en slíks er þörf þegar þróun á bílum og bún- aði er eins hröð og raun ber vitni. Bjarni segir þetta skipta miklu máli, enda mikilvægt að vera stöð- ugt með það nýjasta á markaðnum fyrir hvern bíl. „Þetta hefur nú verið þannig að það eru kannski 30 tölvubækur Þú pantar bara vöruna og hún er tilbúin i versluninni áður en þú kemur að sækja hana. „Þetta eru náttúrlega rosaleg þæg- indi og mun eflaust falla í góðan jarðveg. Aðallega sparar þetta tíma og fyrirhöfn, en flestir kann- ast eflaust við leiðinlegan biðtíma og önnur óþægindi, svo sem hæga afgreiðslu og fleira sem gerir vart við sig ef varan finnst ekki á lager. Þessu viljum við sporna við og gera eins aðgengilegt og mögulegt er,” segir Bjarni. „Þú pantar bara vöruna og hún er tilbúin í versluninni áður en þú kemur að sækja hana. Pöntunin fer bara um leið og allt tekið saman á hverri stöð og uppfærðar einu sinni á ári jafnvel. Það gengur eig- inlega ekki lengur þar sem þessi markaður er farinn að breytast mikið og þróunin ör. Nú er hægt að fá allar upplýsingar og allt það nýj- asta á vefnum og í raun má segja að við séum að opna lagerinn fyrir við- skiptavini, sem hefur ekki tíðkast hingað til í þessum geira. Ég allavega hvet alla til að sækja um aðgang að þjónustunni á parta- net.is, en fólk fær svo tilkynn- ingu um hvenær þetta hefst fyrir almenning.” Bíllinn seldur í góðu stándi • Þriföu bílínn vel að innan sem utan. Bíllinn þarf að líta vel ut og vera vel þrifinn. Það er ekki nóg að skella sér á næstu bílaþvottastöð og láta þvo hann vel að utan en hafa ógrynni ruslþréfa og kókdósa inni I bílnum. Láttu taka bíl- inn vel í gegn á bilaþvottastöð, auk þess að láta bóna hann, eða gerðu þér glaöan dag einhvern sunnudaginn og gerðu það sjálf/ur. Það má allt- af gera þetta skemmtilegra með því að hækka I útvarpinu og stytta þannig tímann. • Lagaðu skemmdir sem auðveldlega má gera fyrir litinn kostnað Minniháttar skemmdir eins og skrámur, Ijós eða sprungu í rúðum má yfirleitt laga auð veldlega og það þarf ekki að vera kostnaðarsamt. Smávægilegir kvillar á bílnum geta orð- ið til þess að kaupand- inn býður mun minna en ella og því getur stundum borgað sig að setja smá pening I viðgerðir áður en bíllinn er sýndur. • Kafðu dekkin i lagi Það er yfirleitt best að eiga tvo umganga af dekkjum þegar kemur að því að selja, enda vilja kaupendur eiga bæði sumar- og vetrardekk und- ir nýja bílinn. Fallegar felgur skemma auðvitað ekki, en mestu skiptir að dekkin séu fremur ný- leg og óslitin. • Lökkun smávægilegra skrámna Það getur borgað sig að láta lakka bílinn á verk- stæði. Litlar bungur og aðrir annmarkar geta vaxið mögulegum kaupanda i augum og hon- um fundist bíllinn minna virði og jafn- vel minna áhugaverður. Gott er að fara á næsta verkstæði og athuga hvað má laga fyrir litla fjárhæð. Ef það er innan viðráðanlegra marka á hikstalaust aö þiggja slíka viðgerð. • Pappírar og önnur skjöl i lagi Það er mikilvægt að halda vel utan um alla pappíra sem bílnum fylgja, svo sem smurbók, skráningarskírteini og fleira sem kaupandi vill fá. Þegar fenginn er nýr bíll borgar sig að hafa öll skjöl á sama stað og passa þau vel. Einnig getur virkað betur aö hafa blööin heil og fín, en ekki samanbrotin og skítug. • Vertu heiðarleg/ur við söluna Það er mikilvægt að selja bílinn eins og hann er, en ekki eftir þvi hvernig þú „myndir vilja hafa hann”. Það er aldrei gott að Ijúga til um ástand bílsins eða segja sögu bils sem ekki er sönn. Slíkt borgar sig aldrei og verður eingöngu til trafala í framtíðinni.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

blaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.