blaðið - 14.11.2006, Side 34

blaðið - 14.11.2006, Side 34
34 I BÍLAR ÞRIÐJUDAGUR 14. NÓVEMBER 2006 blaöiö Hár aldur íslenskra bifreiða áhyggjuefni Innflutningur á bifreiðum hefur minnkað ef borið er saman við árið í fyrra. Á árinu 2005 voru nýskráðir bílar 20.875 en það sem af er árinu hafa 18.472 bílar verið nýskráðir. Þetta gefur til kynna samdrátt í inn- flutningi þó svo að enn séu um tveir mánuðir eftir af árinu. Özur Lárusson, framkvæmda- stjóri Bílgreinasambandsins, segir þó að þessi innflutningur hafi dreg- ist miklu minna saman en menn bjuggust við. „Samdrátturinn hjá umboðunum er frekar lítill en þetta er mjög áberandi á þessum svokall- aða gráa markaði." Með gráum markaði er átt við einkaaðila og smærri fyrirtæki sem eru ekki vott- aðir söluaðilar af bílaframleiðanda heldur kaupa bílana notaða og flytja þá svo inn sjálfir. Á síðasta ári voru nýskráðir 5.062 notaðir bílar en það sem af er árinu hafa 2.589 bílar verið nýskráðir. Þetta er samdráttur um næstum helming og Özur bendir á að nóvember og desember hafi ekki hingað til verið flokkaðir sem góður tími fyrir bílainnflutning svo að ólíklegt verður að teljast að þessar tölur breytist mikið. Áhyggjuefni er að þrátt fyrir frekar mikinn innflutning á bílum er meðalaldur bifreiða óvenjulega hár miðað við önnur lönd. Allt frá ár- inu 2001 hefur meðalaldur íslenskra bifreiða verið rúm 9 ár og á árinu 2005 var meðalaldurinn 9,5 ár. Þetta segir Özur að sé mikið áhyggjuefni. ,Eftir því sem bifreið eldist þá veik- ist burðarvirkið og bíllinn mengar meira. Framleiðendur keppast nú við að framleiða sparneytnari, ör- uggari og umhverfisvænni bíla en fólk er hreinlega að geyma það of lengi að endurnýja bílinn sinn.“ Hann segir að vörugjöld af bif- reiðakaupum þjóðarinnar séu helsti orsakavaldurinn fyrir því að fólk endurnýjar seint bilinn sinn. „Margar þjóðir eru með mun lægri eða þá engin vörugjöld." özur segir að þessi vörugjöld nemi um 53 prósentum af kaupverði bifreiðar. .Gjöldin hér eru næstum jafn há og í Danmörku og þar eru þau mjög há, þar eru flestir annað hvort á reið- hjólum eða gömlum druslum." ÖRYGGI Á ÖLLUM EGOstöðvum ÍVETURf EGO býður viðskiptavinum sínum ekki aðeins ódýrt ^ eldsneyti, heldur líka aukið öryggi með nýjum rúðuvökvadælum og nýjum loftjöfnunarbúnaði á öllum stöðvum. Það kemur sér vel í vetrarfærðinni. Nýi búnaðurinn auðveldar þér að fylgjast með loftþrýstingi, fínstilla hann og jafna með það að markmiði að ökutækið sé sem best búið undir akstur við misjafnar aðstæður og ójafn þrýstingur valdi ekki óþarfa eyðslu. Þannig getur þú bæði sparað eldsneyti og aukið öryggi þitt og farþeganna. Þín er ábyrgðin - þinn er ávinningurinn! ALLT AÐ 10% SPARNAÐUR Viðurkenning Orkuseturs EGO fær sérstaka viðurkenningu fyrir tölvustýrða mælingu og loftjöfnun á hjólbörðum á öllum stöðvum. Reynslan sýnir að réttur loftþrýstingur getur sparað eldsneytisnotkun um allt að 10% auk þess að auka öryggi í umferð. Upplysingasskjár sem symr valinn og mældan lotfþrýsting í pundum PREm.um Loftþrystmgur ákveðmn með stjórntökkum. ATH. Velja skal loftþrýsting sem framleiðandi bifreiðar mælir með © © Sigurður Ingi Friðleifsson, framkvœmdarstjóri Orkuseturs. Orkusetur Minna selst af nagladekkjum en áður Fólk treystir nagladekkj- um samt betur þegar illa viðrar. Minna af nöglum Það sem af er vetrinum hefur sala á nagladekkjum dregist saman. Menn í dekkjabrans- anum segja að salan hafi aðeins dregist saman en þó sé salan enn góð. Helstu ástæð- urnar fyrir minni sölu munu vera þær að fólk er í síauknum mæli að treysta á heilsársdekk en svo spilar tíðarfarið mikið inn í. Hlöðver Sigurðsson hjá ísdekk segir að á meðan viðri eins nú þá sé fólk að kaupa mun meira af heilsársdekkj- unum en um leið og gerir harðan vetur muni fólk rjúka til og kaupa sér nagladekk. „Þegar kemur mikill snjór og hálka þá er það bara staðreynd að fólk treystir nagladekkjunum betur.“ Hann segir þó að heilsárs- dekkin séu alltaf að verða betri og betri og sé það jafnvel bara tímaspursmál hvenær heilsárs- dekk munu leysa nagladekkin af hólmi. Markvisst hefur verið reynt undanfarin ár að draga úr notkun nagladekkja til þess að reyna að minnka viðhalds- kostnað á vegum og götum landsins en einnig til að draga úr svifryksmengun. Naglarnir á dekkjunum rífa upp malbikið á götunum og myndast þá rykagnir sem geta valdið heilsu- farsvandamálum. Læknar segja að um 5 prósent þjóðar- innar séu sérstaklega viðkvæm fyrir áhrifum svifryks og hafa jafnvel heyrst sögur af fólki sem treystir sér ekki út úr hús i þegar mikil svifryksmengun f r. Jón Stefánsson hjá Sólningu segir að vissu.ega hafi sala á nagladekkjum dregist lítillega saman en þó hafi fyrirtækið aukið innflutnlng sinn á nöglum. Flestöll naglaciekk sem eru seld á íslenskum markaði koma ónegld til landsins. Dekkjaverkstæði og heildsalar flytja síðan sérstaklega inn nagla sem eru notaðir til að negla dekkin. Vegna misvís- andi merkinga í tollskrám er erfitt að gera sér grein fyrir því hvort heildarinnflutningur á nöglum hafi aukist eður ei. Þessir tilteknu naglar deila nefnilega tollskrárnúmeri með venjulegum byggingarnöglum og því er lítið að marka þær tölur. Fleiri innfluttir naglar gætu einfaldlega bent til þess að íslensk ungmenni séu dug- legri við að byggja sér kofa heldur en árin á undan.

x

blaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.