blaðið - 17.11.2006, Blaðsíða 4

blaðið - 17.11.2006, Blaðsíða 4
FÖSTUDAGUR 17. NÓVEMBER 2006 blaöió í Kaldá Bílstjóri missti stjórn á bílnum sínum í hálku við Egilsstaði á þriðjudagskvöld. Bifreiðin endaði úti í Kaldá. Bílstjórinn slapp furðu vel en bíllinn er stórskemmdur. Flughált var á slysstaðnum. Okudólgar stöðvaðir Tveir ökumenn voru kærðir fyrir hraðakstur á Reykjanesinu á miðvikudag. Annar á Reykjanes- braut og hinn á Garðvegi. Sá sem hraðar fór var mældur á 118 kílómetra hraða þar sem hámarks- hraði er 90 kílómetrar á klukkustund. HÉRAÐSDÓMUR Mánuður fyrir smygl Maður á þrítugsaldri var dæmdur í þrjátíu daga fangelsi fyrir að smygla rétt rúmum 220 grömmum af hassi til landsins. Maður- inn faldi efnin innvortis en var handtekinn þegar hann kom til landsins í lok ágúst á þessu ári. Ekki þótti fært að skilorðsbinda refsinguna. Héraðsdómur Reykjavíkur kvað upp dóminn. Læknir að störfum Skima þarf eftir HIV- smiti og lifrarbólgu hjá þeim sem sækja hér um dvalarleyfi. I * Smitsjúkdómar: Innflytjendur skimaðir Mikilvægt er að skima alla þá einstaklinga sem sækjast eftir dvalarleyfi hér á landi fyrir smitsjúkdómum til að koma í veg fyrir úbreiðslu. Þetta kemur fram í Farsóttafréttum embættis sóttvarnalæknis. Stór hluti þeirra sem hafa greinst með HlV-smit og lifrar- bólgu B á þessu ári er fólk sem sækár um dvalarleyfi. Alls hafa átta greinst með HIV- smit það sem af er árinu, þar af fjórir útlendingar. Einn hefur lát- ist af völdum alnæmis. Þá hafa ellefu greinst með lifrarbólgu B og þar af einn Islendingur og tíu dvalarleyfisumsækjendur. ísfólksdagar í Eymundsson 25% afsláttur af öllum nýju ísfólksbókunum 25% afsláttur - gildir til og meö 27.nóvember. Eymundsson Flóttafangi gefur sig fram: Fimmtán fangar flúið á átta árum ■ Þrír strokið á árinu ■ Kallar ekki á hertari gæslu Eftir Höskuld Kára Schram hoskuldur@bladid.net Sjö fangar hafa nýtt sér tækifærið á meðan verið var að flytja þá milli staða til að strjúka frá gæslumönnum sínum á síðustu átta árum, sam- kvæmt upplýsingum frá Fangelsis- málastofnun. Þar af hafa þrír strokið á þessu ári. Að meðaltali eru tuttugu fangar fluttir til á hverjum degi. Af- brotafræðingur hjá Fangelsismála- stofnun segir ekkert kalla á hertari gæslu í flutningum. Flótti og flóttatil- raunir séu sjaldgæfar hér á landi. Meta áhættuna „Það væri mikil íþynging fyrir fang- ana væru þeir í járnum í hvert skipti sem þeir eru fluttir," segir Erlendur Baldursson, afbrotafræðingur hjá Fangelsismálastofnun. „Bílarnir eru læstir og tveir vanir karlar með. Það getur hins vegar alltaf gerst að menn rey ni að strjúka og við metum áhættuna í hvert skipti.“ Á þriðjudaginn náði ívar Smári Guðmundsson, fangi á Litla-Hrauni, að slíta sig lausan frá fangaflutnings- mönnum þegar verið var að flytja hann frá Héraðsdómi Reykjavíkur að Litla-Hrauni. ívar gaf sig fram við fangaverði á Litla-Hrauni í gær- morgun en þá hafði hann verið á flótta í nærri tvo sólarhringa. Ekki er vitað hvað ívar aðhafðist meðan á flóttanum stóð en hann var yfir- heyrður á Litla-Hrauni seint 1 gær. SamkvæmtupplýsingumfráFang- elsismálastofnun er hefðbundin refsing fyrir flótta einangrun 1 ákveðinn tíma en ákvörðun endan- legrar refsingar er komin undir for- stöðumanni tiltekins fangelsis. Þurfa að þola ónot Baldur segir að ýmislegt geti valdið því að menn ákveði að strjúka en oftast séu þó ástæðurnar sárasaklausar. Menn vilji kannski hitta unnustu sína eða hreinlega fá sér í tána. Alltaf verður þó að líta á strokufanga sem varasama. „Það er stór ákvörðun að strjúka. Menn geta verið í andlegu ójafnvægi og því lít ég svo á að strokufangar séu alltaf varasamir." Að sögn Baldurs eru samfangar almennt lítt hrifnir af þeim sem taka upp á þvi að strjúka. Þeir fái oftast að kenna á því í orði þó aldrei sé gengið lengra en það. „Einn flótti veldur því að almennar reglur í fangelsinu eru hertar og það bitnar á öllum. Því þurfa strokufangarnir oft að þola ónot frá samföngum sínum þegar þeir koma til baka.“ FJÖLDIFLÓTTA ÚR FANGELSUM LANDSiNS Ar Úr Frá fanga- fangelsi flutningsmönnum 1999 4 1 2000 1 0 2001 1 0 2002 0 0 2003 0 0 2004 1 2 2005 1 1 2006 0 3 ALLS 8 7 Samkvæmt upplýsingum frá Fangelsismálastofnun Yfirheyrður sem vitni Jón Baldvin Hannibalsson var einn hinna yfirheyróu. Símahleranir embættis- og ráðamanna: Frágangi Hjá sýslumannsembættinu á Akranesi er verið að ljúka frágangi á gögnum sem aflað var við yfir- heyrslur yfir Jóni Baldvini Hanni- balssyni, Árna Páli Árnasyni og fleirum vegna meintra hlerana á símum Jóns og Árna. „Gögnin verða svo send ríkissak- sóknara. Við höfum Iokið fyrsta að ljúka áfanga rannsóknarinnar og fyrir lig- gja tvö til þrjú verkefni. Með því að af- henda ríkissaksóknara gögnin getur hann mælt fyrir um annaðhvort frek- ari gagnaöflun eða sérstakar áherslur í þeim atriðum rannsóknarinnar sem eftir eru,” segir Ólafur Hauksson, sýslumaður á Akranesi. Hingað til hafa allir verið yfirheyrðir sem vitni. HEREFORD S T E I K H Ú S Laugavc.gur.53b • 101 Reykjavík 5 11 3350 • www.herefortl.is jiM/uulaíjci Jjla/iuu){ny/j) /no) /j/Ljku LjaJiJim/n/u/aýa íu Verð 5.500 á mann, aðeins 4.900 á fimmtudögum og sunnudögum /BorðaDaníanir 3350 51 Hereford nautasteikurnar eru rómaðar, þú velur stærð, steikingu og meðlæti. Magnað!
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

blaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.