blaðið - 17.11.2006, Blaðsíða 14

blaðið - 17.11.2006, Blaðsíða 14
blaðið Aðventuferð til Madrid 30, nóv. tii 4. des. Höfuðborg Spánar MADRID Verð frá 58.240 á mann í tvíbýli í 4 ncetur á Senator Gran Via * * * * Mest spennandi borg í Evrópu! Madrid er borg menningar og iista, fótboita og tapas. Hún er ein fjörugasta kvöld- og nceturlífsborg í Evrópu, mannlífið er einstaklega fjölskrúðugt, veitingahúsin, kaffi- húsin, barirnir og diskótekin eru óteljandi og flamenkóstaðirnir eru meðal b@irra albestu á Spáni. Ekki má gleyma fótboltanun en þann 3. desember er heimaieikur Real Madrid gegn Athletic Bilbao, Úrvalsgisting í hjarta borgarinnar. Margt að sjá: - El Corte Inglés stórverslanirnar með ótrúlegu vöruúrvali - Las Ventas, frœgasta nautatorg landsins - El Museo del Prado, eitt besta málverkasafn heims - El Museo Reina Sofía, Guernica eftir Picasso og myndir eftir Dalí og Miró *|gr f 4 4' IÍRVAL ÚTSÝN www.urvalutsyn.is Sími 585 4000 www.urvalutsyn.is 14 FÖSTUDAGUR 17. NÓVEMBER 2006 HVAÐ MANSTU? 1. Hvaða flugmaður var fyrstur til að rjúfa hljóðmúrinn? 2. Hvað heitir móðir Fenrisúlfs? 3. Hvað heitir fjandvinur Roadrunner í samnefndum teiknimyndum? 4. Hve margir af þingmönnum frjálslyndra hafa stundað nám erlendis? 5. Hvað heitir Rambo fullu nafni? Svör: tn > p: O td W ^*|o ^o!§ E J fjj-s 5<siAi.ici T-wco^icointr Hraktir sjófarendur Flestir ólöglegir innflytjendur koma fyrst að landi á Kanaríeyjum. Fjórar milljónir innflytjenda á Spáni: Innflytjendur knýja hagvöxtinn áfram ■ Helming allra nýrra starfa má rekja til atvinnuþátttöku innflytjenda ■ Áframhaldandi hagvöxtur ræöst af stefnu í innflytjendamálum Eftir Örn Arnarson orn@bladid.net Rekja má helming af hagvexti Spánar á síðustu árum til stöð- ugs straums af innflytjendum til landsins. Þetta kemur fram í nýrri skýrslu sem gerð var fyrir spænsk stjórnvöld. Skýrslan var skrifuð af Miguel Sebastian, hagfræðiráðgjafa José Luis Rodríguez Zapatero forsæt- isráðherra. Skýrsluhöfundur full- yrðir að innflytjendur leggi mun meira til hagkerfisins en þeir taka og þar af leiðandi mun hagvöxtur næstu ára byggja að einhverju leyti á straumi þeirra til landsins. Talið er að tæplega fjórar millj- ónir innflytjenda búi núna á Spáni eða um átta prósent af heildaríbúa- fjölda landsins. Flestir þeirra koma frá Rómönsku-Ameríku, Austur- Evrópu og Marokkó. Einnig reynir gríðarlegur fjöldi Afríkumanna að komast til Spánar með því að fara sjóleiðis um Gíbraltarsund í þeirri von að fá þar dvalarleyfi. Núver- andi stjórnvöld á Spáni hafa rekið býsna framsækna stefnu í innflytj- endamálum og veittu til að mynda sex hundruð þúsund ólöglegum flóttamönnum í landinu landvist- arleyfi í fyrra. En á sama tíma hafa stjórnvöld reynt að stemma stigu við straumi ólöglegra innflytjenda frá Afríku með því að auka eftirlit á sundinu ásamt því að taka upp sam- starf við upprunaþjóðir þeirra sem komast á spænska grund. I skýrslu Sebastians kemur meðal annars fram að 30 prósent af hag- vexti síðustu tíu ára og 50 prósent á síðustu fimm megi beinlínis rekja til innflytjenda og þar af leiðandi leiki þeir stórt hlutverk í áframhald- andi þróun hagkefisins. Skýrslu- höfundur gerir lítið úr þeirri al- þýðufræði að innflytjendur hrifsi til sín störf frá þeim sem fyrir eru í landinu og bendir á að helming allra nýrra starfa sem hafi skapast á Spáni síðustu fimm ár megi rekja til þátttöku innflytjenda í athafna- lífi landsins. Örvæntingarfull leit að betra lífi Margir Afríkumenn reyna að fara sjóleiðina til Spánar um Gíbraltarsund á litlum og hrörlegum fleytum. Margir lifa þá för ekki af. icist miðar & tæki 9m. Vr*r. SKiniTIÍBOP KOMDU MEÐ GÖMLU AC-1000 sem Ishida hætti að framleiða fyrir 10 árum síðan og ekki hafa fengist varahlutir í s.l. 3 ár. Við tökum hana á 30.000 - 45.000 kr upp í nýja Ishida Astra vog. sfml: 567 • 8888 r
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

blaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.