blaðið - 17.11.2006, Blaðsíða 50

blaðið - 17.11.2006, Blaðsíða 50
50 FÖSTUDAGV'í blaðiö EMBER 2006 ,Viö erum ekki hrokafullir. Viö höld um því bara fram aö viö séum besta hljómsveit í heiminum." Guns N Roses a DVD Axl Rose og felagar i Guns N’ Roses aforma ao gefa út DVD- disk í febrúar á næsta ári. Diskurinn mun innihalda tónleika . sveitarinnar í Chicago í Bandaríkjunum fyrr á þessu ári. j Engar fréttir hafa borist af plötu sveitarinnar, Chinese I Democracy, en ólíklegt er að hún komi út á árinu. Noel Gailagher, um hljómsveitina Oasis John Wayne Gacy ]r. er eitt viðfangsefna Sufjan Stevens Fallegt Eftir Atla Fannar Bjarkason atli@bladid.net Bandaríski tónlistarmaðurinn Sufjan Stevens heldur tónleika í Fríkirkjunni i Reykjavík í kvöld og á morgun. Stevens á að baki sex breiðskífur, en kappinn hyggst gefa út jólaplötu í desember. Stevens hefur lýst yfir að hann hyggist gefa út plötu um öll fylki Bandaríkjanna. Hann hefur þegar gefið út tvær sem falla undir þann flokk, um Michigan og Illinois. Sú síðarnefnda kom út á síðasta ári og þótti með allra bestu plötum ársins. Undirritaður er sammála öllu því hóli sem platan hefur fengið, sem er ekki litið. Eitt laganna er þó eft- irminnilegra en hin. Lagið fjallar um raðmorðingjann John Wayne Gacy jr. og heitir eftir honum. Gacy þessi er í hópi viðurstyggilegustu raðmorðingja samtímans. Hann misnotaði og myrti 33 drengi og gróf undir gólffjölunum heima hjá sér. Þegar upp komst um morðin var John Wayne Gacy jr. dæmdur til dauða en hann sýndi aldrei iðr- un vegna gjörða sinna. Raðmorðingjar eru ekJd óvin- sælt viðfangsefni í tónlistarsköp- un. Lög eins og Midnight Rambler með Rolling Stones, Stalker Song með Danzig, Jack The Ripper með Morrissey og 213 með Slayer fjalla öll um þekkta fjöldamorðingja. Munurinn á þessum lögum og lagi Stevens er þó mikill. Sufjan Ste- vens tekur afskaplega mannúðlega á John Wayne Gacy jr. og lagið er ótrúlega fallegt, með léttu gítarp- lokki og fallegu píanóstefi. Aðstand- endur fórnarlamba Gacy gætu án efa misskilið lagið og tekið því sem svo að Stevens sé að hampa morð- Tónleika Sufjans Stevens um helgina er beðið með mikilli eftirvæntinau innan tónlistar- bransans. Ifyrstu var búist við að kappinn mætti ásamt einum gítarleikara en nú hefur heyrst að tíu manna hljómsveit sé með honum í för. Það gefur vissulega góð fyrirheit fyrir tónleikana þar sem útsetningar laga síðustu platna hafa verið hlaðnar alls kyns hljóðfærum sem spennandi verður að hlýða á. Upphitun fyrir Sufjan verður í höndum sveitar innan sveitar- innar sem spilar með honum. Eins og komið hefur fram var tónleikum kvöldsins flýtt til 18.00 en Sufjan Stevens vill alls ekki missa af tónleikum Sykur- molanna seinna í kvöld. Ekki er minni spenna fyrir tónleikum Sykurmolanna í kvöld en Ijóst er að tónleikarnir eru einir af mestu viðburðum ársins. Það er ekki nóg með að allir upp- runalegu meðlimir Syk- urmolanna stígi á svið í kvöld heldur hafa þeir hóað í rótara, hljóðmenn og aðra starfsmenn sem unnu með sveitinni á árum áður. Það er því Ijóst að gamla Sykurmolastemningin verður heldur betur fönguð í kvöld. Islendingar eru ekki einir um að vera spenntir fyrir Sykurmol- unum í kvöld. Pakka- ferðir Flugleiða sem seldar voru erlendis og innihéldu miða á tónleikana voru mjög vinsælar og nú er Ijóst að um 800 manns koma utan frá á tónleikana. í heildina búast aðstandendur við að yfir 1000 útlendingar láti sjá sig. ingjanum með svo fallegu lagi, en svo er ekki. Sufjan Stevens skoðar hin hræði- legu morð sem John Wayne Gacy jr. framdi ásamt því að skoða hvað það er sem gæti fengið einhvern til að gera slíka hluti. Þetta gerir hann snilldarlega. Einlægnin í söngnum færir mann á hrollvekjandi hátt á staðina þar sem Gacy framdi morð- in en inni á milli segir Stevens manni frá hversu elskaður Gacy var í samfélaginu. Hann lifði jú tvö- földu lífi, annars vegar virtur og harðduglegur viðskiptamaður sem klæddi sig upp sem trúður fyrir börn og hins vegar hræðilegur rað- morðingi sem skildi eftir sig 9 til 20 ára fórnarlömb. Stevens hefði auð- veldlega getað klúðrað laginu og móðgað þær fjölmörgu sálir sem Gacy særði. Honum tekst þó að klúðra engu og segir sorglega sögu af manni sem framdi voðaverk. í lok lagsins raular Stevens línu sem íslenskast einhvern veginn þannig: „Og þegar ég haga mér sem best / er ég í raun eins og hann.“ Línan segir okkur að allir menn eru færir um voðaverk. Það eru bara ekki allir menn eins og John Wayne Gacy jr. Samdi magnað lag um raðmoröingjann John Wayne Gacy jr. lag um raðmorðingja Hljóofæraverslunin Rín ehf, BRAUTARHOLT.2 • WWW.RIN.IS Púað á Jackson Konungur poppsins, Michael Jackson, sneri aftur á svið á Heims- tónlistarverðlaunahátíðinni í Lond- on á miðvikudag, en náði aðeins að stama út úr sér nokkrum linum í lagi sínu We Are The World. Jackson var mættur á hátíðina til að taka á móti Demantsverðlaun- unum sem veitt eru listamönnum sem selja fleiri en 100 milljón plöt- ur. En það sem var auglýst sem mögnuð endurkoma féll um sjálft sig. Jackson steig á svið ásamt kór til að syngja lagið We Are The World, sem hann samdi ásamt Li- onel Richie árið 1985, en náði harla lítið að syngja, klikkaði á háu nót- unum og fékk í staðinn pú frá ósátt- um áhorfendum. í viðbót við Demantsverðlaunin fékk Jackson viðurkenningu frá Heimsmetabók Guinnes þar sem plata hans, Thriller, er mest selda plata allra tíma. I ræðu sinni þakk- aði hann fjölskyldu og vinum og bætti við: „Ég er mjög þakklátur fyrir þessi verðlaun. Draumur minn var að Thriller yrði mest selda plata allra tíma og ég þakka guði fyrir að það rættist," Hulduplötusnúðurinn DJ@ mundo hitar upp fyrir Sykur- molana í kvöld ásamt •hljómsveitunum Rass og Múm. Mikil leynd I hvílir yfir hver þessi DJ@mundo er en ýmsir telja sig vera búna áð ráða gátuna. Margir telja að hér sé á ferð Einar Örn sjálfur á meðan enn aðrir telja að hin eina sanna Björk sé á bak við nafnið. Þegar rýnt er í nafnið kemur í Ijós að „mundo“ þýðir „heimur" á spænsku og ©-rnerkið fyrir framan gæti allt eins táknað nafnið „Atli“. Þá hlýtur að liggja í augum uppi að DJ@mundo sé hið virta tónskáld Atli Heimir Sveinsson. Mjög langsótt en góð ágiskun þó. Komandi helgi verður algjör veisla fyrir tónlistaráhug- menn, en ekki nóg með að Sykurmol- arnir og Sufjan Stevens troði upp heldur mun hljóm- sveitin Shadow Parade halda útgáfutónleika sína í Tjarn- arbiói á laugardag klukkan 22. Sveitin gaf nýlega út plötuna Du- bious Intentions sem inniheldur meðal annars lagið Dead man’s hand sem notið hefurtöluverðra vinsælda á útvarpsstöðvum. Ásamt Shadow Parade kemur fram hinn bráðsnjalli Pétur Ben.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

blaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.