blaðið - 17.11.2006, Blaðsíða 24

blaðið - 17.11.2006, Blaðsíða 24
24 FÖSTUDAGUR 17. NÓVEMBER 2006 blaöið Umdeild sala Reykjavíkur og Akureyrar á hlut sínum í Landsvirkjun: Fengu sjö milljörðum minna HÆSTi MISMUNUR RÚMIR ÞRJÁTÍU MILLJARÐAR DEILT UM FORSENDUR Deilur standa yfir um hvort rétt verð hafi fengist fyrir helmings- hlut Reykjavíkurborgar og Akur- eyrarbæjar í Landsvirkjun sem ríkið keypti fyrsta nóvember. Að- eins níu mánuðum áður en salan var undirrituð höfðu samnings- aðilar lýst því yfir að ekki væri ástæða til að halda viðræðunum áfram þar sem ekki næðist sátt um verðið. Áður en þeim var slitið höfðu þær staðið yfir í rúmt ár án nokkurs samkomulags. í ágúst tók Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson borgarstjóri upp viðræðurnar á nýjan leik og kláraði þær á innan við þremur mánuðum. Hann er nú gagnrýndur fyrir að flýta sölunni, hafa ekki kynnt fyrirliggjandi verðmat fyrir borgarráði, gefið eftir allar kröfur, fengið ófullnægj- andi greiðsluform og síðast en ekki síst, fengið of lágt verð fyrir hlutinn. Borgarstjóri segir gagn- rýnina byggða á misskilningi og að í raun hafi fengist hærra verð en verðmat sagði til um. Fallið frá kröfum Ráðgjafafyrirtækið ParX var fengið til að verðmeta Lands- virkjun. Það skilaði inn fyrsta mati í september 2005 og sveitar- TIMALINA: ■ 17.febrúar2005 Undirrituð viljayfirlýsing um að ríkið keypti hluta Reykjavíkurborgar og Akureyrarbæjar. - ■ 6. september 2005 Fyrra verðmat ParX þar sem Landsvirkj- un er metin á 56,4 milljarða. Gerðar voru athugasemdir við verðmatið. - ■ 9. nóvember 2005 ParX skilaði inn þremur tillögum að verðmati að beiðni sveitarfélaganna. Miðað var við breyttar forsendur og þær tillögur sýndu fram á verðmat á bilinu 65 til 91 milljarða króna. ■ 20. januar 2006 Samningsaðilar gefa út sameiginlega fréttatilkynningu um að ekki væru forsendur fyrir frekari viöræðum að svo stöddu. - ■ Ágúst 2006 Viðræður hefjast á nýjan leik. -■18. september 2006 Síðara verðmat ParX þar sem Lands- virkjun er metin á 59 milljarða. ■ 1. nóvember2006 Undirritaður samningur um sölu hlutarins. Deilt um söluverðið Minnihluti borgar- stjórnar hefur gagnrýnt það verð sem fékkst fyrir Landsvirkjun. Borgarstjóri. er gagnrýndur fyrir að falla frá kröfum borgar innar um breyttar forsendur við verðmat. félögin gerðu strax athugasemdir við þær forsendur sem stuðst var við. Þau gerðu því kröfu um end- urmetið verðmat út frá breyttum forsendum og skilaði ParX inn þremur tillögum. Allar þær til- lögur gera ráð fyrir töluvert hærra verðmati en það verðmat sem stuðst var við á endanum. Meg- ingagnrýni á söluna snýst um hvers vegna fallið var frá þeim kröfum sem gerðar voru um breyttar forsendur til grundvallar í verðmatinu. Skammtaðar forsendur Þröstur Sigurðsson ráðgjafi sá um verðmatið fyrir hönd ParX. Hann segir verðmatið byggt á þeim forsendum sem samningsaðilar hafi lagt til grundvallar. „í sjálfu sér er hægt að biðja um útreikn- inga miðað við hvaða forsendur sem er og fá þá tölu sem hver vill. Beðið var um útreikninga miðað við ákveðnar forsendur," segir Þröstur. Hann ítrekar að fyrir- tækið hafi engra hagsmuna að ;æta við útreikninga verðmatsins. raun breyttust forsendurnar VERÐMAT PARX: September 2005 56.4 milljarðar September 2006 59 milljarðar Hlutur seldur í nóvember 2006: 60.5 milljarðar Fagleg ræsting fyrirtækja oUnoAi ko+»*i oo órlwi'oi'i Auðbrekku 8, 200 Kópavogi, sími 554 6088, hreint@hreint.is, www.hreint.is lítið á milli verðmata. Eigendahóp- urinn lagði fram hvaða forsendur ættu að liggja fyrir.“ Ekki gætt hagsmuna borgarinnar Sérfræðingur á fjármálamark- aði telur það verð sem fékkst und- arlega lágt. Það blasi við að notað hafi verið óhagstæðasta raforku- verð sem til er sem forsenda og minna virði greiðslunnar vegna greiðsluformsins. „Það er alveg ljóst að þetta er ekki hátt verð sem fékkst. Innra virðið er alltof lágt miðað við það sem ég þekki. Miðað við hve miklar fram- kvæmdir hafa verið og eru framundan hjá fyrirtækinu hefði ég gert y ráð fyrir mun hærri marg- faldara. , S í ð a n k e m u r í ljós að greiðslan er minna virði hún fram að verðmæti Landsvirkjunar hefði orðið meira ef stuðst hefði verið aðra raforkusamninga en við Alcoa, sem gagnrýndir hafa verið sem nauðasamningar, en þeir voru gerðir eftir að Norsk Hydro hætti við byggingu álvers á Reyðarfirði og samningsstaða Landsvirkunar var erfið þess vegna. Ef til dæmis Trausti Hafsteinsson skrífar um sölu á hlut Reykjavíkur ogAkureyrarí Landsvirkjun. ATHUGASEMDIR VIÐ FORSENDUR: ■ Ekki stuðst við nýjasta raforkusamning við stóriðju ■ Smæðarálag ekki lækkað í 0,5 prósent ■ Ekki gert ráð fyrir framtíðarmöguleikum ■ Miðað við áhættu í áliðnaði í stað raforku- iðnaðar ■ Of há ávöxtunarkrafa Fréttaúttekt trausti@bladid.net . sem er þar í formi skuldabréfa. Miðað við þær forsendur sem lágu til grund- vallar sölunni lítur út fyrir að hagsmunir borgarinnar hafi ekki virtir." Milljarða skekkja í svörum borgarstjórnar kemur SKEKKJA VIÐ SÖLUNA: Varfærnisregla Lífeyrissjóðs starfsmanna Reykjavíkurborgar 3,5 milljarðar Byggt á óhagstæðu raforkuverði 3,2 milljarðar Samtals 6,7 milljarðar Verðmat á Landsvirkjun Endaniegt verðmat ParX var 59 milljarðar. Ráðgjafi fyrirtæksins segist hafa reiknað verðmatið út frá þeim forsendum sem honum voru skammtaðar. væri miðað við samninga við Norð- urál þá munar rúmum þremur milljörðum á söluvirði Landsvirkj- unar. Lífeyrissjóður starfsmanna Reykjavíkurborgar hefur síðan tilkynnt að samkvæmt varfærnis- reglu sjóðsins þurfi að fella niður 3,5 milljarða af heildarverðmæti skuldabréfanna sem fást fyrir meginhluta kaupverðsins. Saman- lagt blasir þarna við skekkja upp á tæpa sjö milljarða. Þrjátíu milljarða munur Fyrirtækjaráðgjöf Landsbank- ans gerði einnig athuga- semdir við for- s e n d u r verðmats- insoglagði upp með ákveðnar breytingar. Athugasemd- irnar snerust aðallega um rangt áhættu- mat, of hátt álag vegna smæðar íslenska markað- arins og óhagstætt raforkuverð. Síðar ry / hefur komið fram / gagnrýni á óhagstætt /greiðsluform og að framtíðarmöguleikar fyrirtæksins væru ekki teknir með í reikninginn. Samkvæmt aðferð bankans hefði verðmæti Landsvirkjunar verið metið á rúma níutíu milljarða. Mismunurinn á söluverði og verð- mati byggt á athugasemdum bank- ans er því rúmir þrátíu milljarðar. í framhaldinu mun Blaðið fara yfir einstaka hluta þeirra athuga- semda sem fyrir lágu og hverju þær hefðu breytt í verðmati á Landsvirkjun.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

blaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.