blaðið - 17.11.2006, Blaðsíða 42

blaðið - 17.11.2006, Blaðsíða 42
blaðið 42 FÖSTUDAGUR 17. NÓVEMBER 2006 » Stjörnur með stæla Stærra en ekki betra Augu mannsins eru sömu stærðar frá fæðingu en eyru mannsins og nef halda áfram að stækka alla ævi. Þrátt fyrir þessar stækkanir á ákveðnum líkamspört- um græðir maðurinn þó ekkert á þeim þar sem ekki fylgir öflugra lyktarskyn eða betri heyrn. Fyrir daga kuIsi is! •«r Einhvern timann fyrir löngu, fyrir daga kúlsins og fyrir daga Smekk- leysu sem stofnuð var á níunda áratugnum, átti íslensk tónlist jafnmikið upp á pallborð heimsins og þýsk þjóðlög eða austurevrópsk harmóniku- tónlist. Jafnvel snillingar eins og Pelikanarnir voru í harkinu og Mezzo- forte hefði auðvitað átt að sigra meira en hálfan heiminn með Garden Party. Sykurmolarnir ætluðu sér frá upphafi að meika það á vinsældalistum og voru stofnaðir sem sérstök poppdeild Smekkleysu. Þeir stóðu við mein- ingar sínar, heimsyfirráðastemningin sigraði heiminn og Sykurmolarnir slógu í gegn. Eftir árin með Sykurmolunum stefndu listamennirnir úr sykurkarinu hver í sína áttina. „Við höfum samt alltaf verið saman,” segir Sigtryggur Baldursson, nú betur þekktur sem Bogomil Font. „Við höfum bara ekki verið að spila saman.” Sennilega hefði þróunin í tónlistarlífi íslands ekki orðið eins og hún er í dag hefðu öflugir listamenn ekki tekið sig saman og búið til batterí eins og Smekkleysu af brjálæðislegri bjartsýni, gleði og draumhugsjónum. Erfitt að ímynda sér að slík ævintýri geti orðið til með tilkomu áralangs plotts ríkis og bæja með sjóðasulli til ríkislistamanna. En þótt listamenn- irnir plotti heimsyfirráð duga fjárráðin hins vegar oft skammt og eru tónleikarnir í kvöld til að styrkja hið frábæra veldi Smekkleysu sem í áraraðir hefur gefið út efni af tiltrú og hugsjón. »46
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

blaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.