blaðið - 17.11.2006, Blaðsíða 20

blaðið - 17.11.2006, Blaðsíða 20
blaðid Útgáfufélag: Stjórnarformaður: Ritstjóri: Fréttastjórar: Ritstjórnarfulltrúi: Ár og dagurehf. Sigurður G. Guðjónsson Sigurjón M. Egilsson Brynjólfur Þór Guðmundsson og Gunnhildur Arna Gunnarsdóttir JanusSigurjónsson Lögregluforinginn og alþingismaðurinn Arnar Jensson lögregluforingi hefur áhyggjur af því að efnað fólk, sem sætir ákærum, geti borið hendur fyrir höfuð sér af meiri krafti en öryrkjar og einstæðir foreldrar. Undir þetta sjónarmið Arnars tók alþingismaðurinn Pétur Blöndal í spjallþætti og sagði varasamt þegar ákært fólk borgar mikið fyrir varnir. Hann sagði saklaust fólk, sem sætir ákæru, eiga að mæta fyrir dómara og segjast saklaust. Meira þurfi saklaust fólk ekki. Ef sjónarmið Péturs eru almenn á Alþingi munu Arnar Jensson og þeir sem hugsa einsog hann eiga auðvelt með að fá lögum breytt þannig að skorður verði settar á varnir þeirra sem sæta ákærum, sama hvort fólk er saklaust eða sekt. Merkilegt er að heyra menn einsog einn af æðstu starfs- mönnum ríkislögreglustjóra og alþingismann finna að því að ákært fólk leiti leiða til að verja sig og borgi mikinn kostnað af vörn í opinberum refsi- málum. Áfram kemur fram hörð gagnrýni á dómskerfið. Davíð Oddsson sagði nýverið dómskerfið aðeins ráða við gæsluvarðhaldsúrskurði og sjoppu- rán og nú bætir Arnar Jensson um betur og segir dómara jafnvel óttast ríkt og öflugt ákært fólk. Þessu neita dómarar. En eru fullyrðingar um vanhæfi dómstóla ekki alvörumál? Er ekki alvörumál þegar alþingismaður og lög- regluforingi eru sammála um að ákært fólk eigi að hafa takmarkaðar leiðir til að verjast ákærum? Eða skipta öll þessi orð engu máli í ljósi þess hverjir sögðu þau? Enn og aftur tekur Baugsmálið sviðsljós umræðna um opinber refsimál. Nú er það Arnar Jensson sem setur það mál í kastljósið. Merkilegt af honum að velja það mál þegar hann fjallar um varnir ákærðs fólks og hvort ekki eigi að setja skorður við því hvernig fólk verst opinberum refsiákærum. Það mál sem Árnar og félagar lögðu af stað með er fallið. Það féll vegna þess að ákær- urnar héldu ekki. Enginn er þess umkominn í dag að segja til um hversu stóran þátt öflugar og dýrar varnir sakborninga eiga í þeirri niðurstöðu eða hvað slæleg vinnubrögð Arnars og félaga vógu þungt. Víst er að málatilbún- aður Arnars og félaga hans reyndist haldlaus og það litla sem eftir er af mál- inu, eftir áralangar rannsóknir þar sem ekkert hefur verið til sparað, er nú í höndum annarra en þeirra sem hófu leikinn. Upphaflegu rannsakendurnir og ákærendurnir eru ekki lengur þátttakendur. Kannski tókst öflugum verj- endum að forðast réttarslys. Kannski þurfti ekki verjendur til og kannski hefði aðferð Péturs Blöndal dugað, það er að ákærða fólkið hefði bara sagt við dómarana að það væri saklaust. Þar sem lögreglu og ákærendum er falið mikið vald er ekki nokkur leið að taka undir með lögregluforingjanum um að skorður verði settar við því með hvaða hætti ákært fólk getur varist. Það er vandmeðfarið vald sem ákærendur hafa og það hlýtur að vera krafa allra að þeir sem sæta ákærum, einkum og sér í lagi saklaust fólk, megi og eigi að gera allt sem það getur í baráttunni við hið mikla vald til að leiða fram sakleysi sitt. Sigurjón M. Egilsson. Auglýsingastjóri: Steinn Kári Ragnarsson Ritstjórn & auglýsingar: Hádegismóum 2,110 Reykjavík Aðalsími: 510 3700 Símbréf á fréttadeild: 510 3701 Símbréf á auglýsingadeild: 510 3711 Netföng: bladid@bladid.net, frettir@bladid.net, auglysingar@bladid.net Prentun: Prentsmiðja Morgunblaðsins VANTAR ÞIG LEIGUBIL UM HELGINA? NYJA LEIGUBÍLASTÖÐIN gjaldfrjalst SIMANUMER 800-8888 20 FÖSTUDAGUR 17. NÓVEMBER 2006 blaóiö Óskhyggja, ESB og varnarmál í umræðum um varnarmál Is- lands hefur því stundum verið haldið fram, að það geti verið raun- hæfur kostur fyrir Islendinga að leita nánara samstarfs við Evrópu- sambandið á þessu sviði og að slíkt samstarf geti jafnvel komið í stað varnarsamningsins við Bandaríkin. Þegar bent hefur verið á, að engar líkur séu á því að ESB taki á sig varnarskuldbindingar vegna ríkja sem standa utan sambandsins hafa áköfustu talsmenn aðildar oftar en ekki brugðist við með því að segja að hér séu einmitt komin fram ný rök fyrir aðildarumsókn. Þetta sjón- armið byggir að mínu áliti á fullkom- lega röngu stöðumati og óskhyggju. ESB hefur - enn sem komið er að minnsta kosti - hvorki vilja eða getu til að standa á eigin fótum á þessu sviði og því er áfram raunhæfasti kostur okkar íslendinga að byggja varnarstefnu okkar á aðild að NATO og samstarfi við Bandaríkin, þótt í breyttri mynd sé. Óljós stefna og takmörkuð geta ESB Það er vissulega rétt að síðustu ár hafa ákveðnar leiðandi þjóðir innan ESB stefnt að því að auka vægi sambandsins á sviði öryggis- og varnarmála. Þessi stefnumörkun hefur á hinn bóginn alls ekki verið óumdeild og því má segja að þró- unin hafi á engan hátt verið í sam- ræmi við vilja og metnað þeirra sem lengst hafa viljað ganga. Aðild- arríkin hafa ekki verið samstiga í þessum efnum og eins eru mismun- andi sjónarmið uppi innan þeirra í sambandi við það hversu langt eigi að ganga í að byggja upp sjálfstæða varnarstefnu, að hve miklu leyti eigi að færa forræði þessara mála frá ein- stökum ríkjum til sambandsins og loks hversu miklum fjármunum sé rétt að verja til varnarmála. Síðasti afturkippurinn í þessari þróun var þegar stjórnarskrárdrögum ESB var hafnað í Frakklandi og Hollandi á síðasta ári, þótt sú niðurstaða byggð- ist raunar á öðrum forsendum en þessum. Hvað sem því líður er ljóst að ESB hefur í dag hvorki innra skipulag, varnaráætlanir, mann- afla eða tækjabúnað til að sinna varnarþörfum sínum og þarf í fyrir- sjáanlegri framtíð að treysta á varn- arkerfi NATO þar sem Bandaríkja- menn gegna áfram lykilhlutverki. Þetta er augljóst þegar litið er til þess að Evrópusambandsríkin hafa verið upp á Bandaríkjamenn komin varðandi flutning á mannafla og búnaði þegar þau hafa tekið að sér takmörkuð verkefni á átakasvæðum bæði innan og utan Evrópu. Lega landsins skiptir máli Staðsetning Islands mitt á milli Evrópu og Norður-Ameríku skiptir líka máli þegar þessi máli eru rædd. Það liggur í augum uppi að samstarf vestur um haf hlýtur áfram að verða mikilvægt fyrir íslendinga - þó ekki væri nema vegna landafræðinnar. ísland á ekki síður samleið með Bandaríkjunum og Kanada en Evr- ópu þegar kemur að varnar- og ör- yggismálum á Norður-Atlantshafi og Norðurskautssvæðinu, hvort sem um er að ræða hefðbundnar varnir eða aðgerðir gegn umhverfishættu eða annarri vá. Þegar við bætist tak- mörkuð geta ESB og það að áhugi ráðandi afla þar hefur í auknum mæli beinst í suður og austur með stækkun sambandsins, verður enn skýrara að samstarf við ESB - með eða án aðildar - er ekki fullnægj- andi lausn á varnarþörfum Islands. Á hinn bóginn er engin ástæða til að draga úr því að á ákveðnum sviðum öryggismála er samstarf við ESB mikilvægt fyrir Islendinga. Aðild okkar að Schengenkerfinu og aukið samstarf á sviði lögreglumála skiptir til dæmis verulegu máli í sambandi við varnir gegn hryðju- verkum og skipulagðri glæpastarf- semi. Þar hafa íslensk stjórnvöld stigið mikilvæg skref sem mikilvægt er að þróa áfram. Það, ásamt áfram- haldandi NATO-aðild og tvíhliða samstarfi við Bandaríkin með sér- stökum skuldbindingum af þeirra hálfu á sviði hefðbundinna varna, er sú skynsamlegasta leið sem við tslendingar getum farið til þess að tryggja varnarhagsmuni okkar á komandi árum. Höfundur er þingmaður Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík. Klippt & skorió Halldór Ásgrímsson var ekkl langlífur í stól forsætisráðherra og líkast til mun pólitísk arfleifð hans í því emb- ætti reynast heldur rýr. En einhver þó. Furðu- legar fréttir berast nú afstörfum nefndar, sem Halldór skipaði til þess að huga að lagalegu umhverfi stjórnmálaflokka og Ríkisútvarpið hefur flutt næsta greinargóðar fréttir af, þó nefndin sé ekki enn búin að skila afsér og flestir þing- menn klóri sér í hausnum um lyktirnar. Þar ber hæst viðamiklar takmarkanir á því hvernig stjórnmálaflokkar megi afla sér fjár og hve mikils frá hverjum, hversu miklu megi verja til prófkjörsbaráttu og þarfram eftir götum. Lögfróðir menn, sem klippari hefur rætt við, eru efins um að tillögurnar stand- ist stjórnarskrána, hvað þá raunveru- leikann, því ávallt verði einhverjar smugur fundnar, og hafði Borgar Þór Einarsson, formaður Sambands ungra sjálfstæðismanna, orð á því útvarpsviðtali í gær. Til- lögurnar bera eindreginn keim af því að núverandi stjórnmálaöfl vilji viðhalda fákeppninni á vettvangi stjórnmálanna og gera nýliðum erf- itt fyrir, meðan atvinnuöryggi þingmanna er aukiðtil muna. Niðurstaðan átti þó varla að koma al- gerlega á óvart, því nefndina skipuðu aðeins fulltrúar frá stjórnmálaflokk- unum. Það eru þeir Sigurður Eyþórsson, framkvæmdastjóri Framsóknarflokksins, sem jafnframt er formaður nefndarinnar og Helgi S. Guðmundsson, formaður fjár- málanefndar Framsóknarflokksins; Kjartan Gunnarsson, fráfarandi framkvæmdastjóri Sjálfstæðisflokksins, Einar K. Guðfinnsson, sjávarútvegsráðherra og Gunnar Ragnars, formaður kjördæmisráðs Sjálfstæðisflokks- ins í Norðausturkjördæmi; Gunnar Svavars- son, formaður framkvæmdastjórnar Sam- fylkingarinnar og Margrét S. Björnsdóttir, forstöðu- maður Stofnunar stjórn- Pp .............. sýslufræða og stjórnmála; Kristín Halldórsdóttir, Bs. JM framkvæmdastjóri Vinstrihreyfingarinnar - græns framboðs og Eyjólfur Ármannsson, lögfræðingur, sem er fulltrúi Frjálslynda flokksins. En eru stjórnmálin ekki mikilvæg- ari en svo að við eftirlátum þau stjórnmála- mönnunum einum, sem þannig geta kosið sér brauð og leiki á kostnað almennings? andres.magnusson@bladid.net
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

blaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.