blaðið - 17.11.2006, Blaðsíða 40

blaðið - 17.11.2006, Blaðsíða 40
40 FÖSTUDAGUR 17. NÓVEMBER 2006 blaðið m Slæmt gengi þeirra félaga hefur vakið furðu. Tevez h hefur aðeins Ijk komið við sögu í sex | leikjum j ekkert íþróttir ithrottir@bladid.net Bjarki til Keflavikur Bjarki Guömundsson, markvöröur ÍA, gæti verið á leið til Keflavíkur. Bjarki lék meö Kefl- víkingum í upphafi ferils sins en hefur siðan leikið með KR, Stjörnunni og ÍA. Stjórn og þjálfari ÍA eru hikandi við að gera samning við Bjarka meðan hann er ennþá úti í námi og ekki væntanlegur til landsins fyrr en rétt fyrir mót. Keflvíkingar eru ekki jafn hikandi mið- að við fréttir á gras.is þar sem segir að viðræður séu í gangi miili Keflvíkinga og Bjarka. Íohn O’Shea og Wes Brown gætu verið á nm frá Manc- hester United. Blaðamenn Daily Star fullyrða að Alex Ferguson sé reiðubúinn að senda þá til Bay- ern Miinchen r til að liðka h fyrir kaupum Manchester Un- ited á Owen Hargreaves. Þó Hargreaves hafi ekkert leikið á tímabilinu vegna meiðsla hefur Ferguson enn áhuga á að fá miðjumanninn sterka til liðs við sig. Koma Hargreaves gæti því markað endalokin á ferli O’Shea og Brown á Old Trafford. Bestu liðin í næstefstu deild í Englandi hafa að miklu að keppa. Nú hafa fjármálaspekingar reiknað út að liðin sem vinna sér sæti í úrvalsdeild á næsta ári megi eiga von á tekjuaukingu upp á fimmtíu milljónir punda. Það samsvarar sex og hálfum milljarði króna og munar um minna fyrir flest félög. Knattspyrnusamband Evrópu hefur heiðrað Þór fyrir PoUamót þeirra sem haldið er ár hvert fyrir leik- menn í eldri flokki. Þór fékk viður- kenningu fyrir besta grasrótarvið- burð fyrir leikmenn í eldri flokki og er það i fyrsta skipti sem þessi verðlaun eru veitt hér á landi. Auk viður- kenningarinnar fá Þórsarar fimmtíu fótbolta frá Adidas. Ibrahima Sonko og Stephen Hunt, leikmenn Reading, hafa fengið lífiátshótanir eft- ir að þeir áttu þátt í atvikunum þar sem tveir markverðir Chels- ea slösuðust. Petr Cech verður lengi frá eftir samstuð við Hunt á upphafsmínútunni og Sonko sótti svo hart að varamarkverð- inum Carlo Cudicini að hann meiddist líka. Nú rannsakar lögregla fjölda líflátshótana sem þeim Hunt og Sonko hafa borist að því er fram kemur í breska blaðinu Guardian. Stjórn Luton hefur áminnt Mike Newell, fótbolta- stjóra félagsins, fyrir neikvæð ummæli hans um kvendómara. Stjórnarmenn ákváðu þó að reka Newell ekki en upphaflega voru einhverjar hugmyndir í þá veru. Newell sagði kvendómara ekki eiga nokkurn rétt á sér í karlafót- bolta en hefur síðan beðist afsökunar á ummælum sínum. Erfið byrjun argentínsku snillinganna Carlos Tevez og Javier Mascherano: Spila jafn mikið og Jonathan Spector ■ Skora ekkert ■ Verma bekkinn ■ Hafa spilaö fimm leiki samanlagt Það á ekki af þeim Javier Mascher- ano og Carlos Tevez að ganga. West Ham þótti hafa hreppt gullpottinn undir regnboganum þegar forsvars- menn félagsins lönduðu þessum snjöllu Argentínumönnum rétt áður en félagaskiptafresturinn rann út í haust. Síðan þá hafa þeir félagar hins vegar fátt gert nema valda vonbrigðum. Framtíð þeirra hjá félaginu er í óvissu. Þeir mega sætta sig við veru á bekknum og í viku hverri berast fréttir af áhuga annarra félaga á að fá þá til sín. Forsvarsmenn brasil- íska félagsins Flamengo vilja fá þá að láni en umboðsmaður Mascher- ano hefur sagt að sinn maður ætli sér að vera áfram í Evrópu. Þá hefur Juventus áhuga á að fá leikmanninn til liðs við sig. „Hvað mig varðar eru bæði Carlos og Javier að venjast að- stæðum hér, þá á ég ekki bara við úrvalsdeild- Miðjumaður- inn snjalli Lítið hefur gengið hjá Mascher- ano siðan hann gekk til liðs við M/esf Ham. l'tölsk og brasil- ísk lið hafa lýst áhuga á honum. JAVIER MASCHERANO Leikir Byrjunarlið Varamaður Mínútur Meðaltal og þar af fjórum sem varamaður. Hann hefur leikið 222 mínútur sam- anlagt eða 37 mínútur í leik að meðal- tali og á enn eftir að skora sitt fyrsta mark fyrir West Ham. Mascherano hefur spilað í enn færri leikjum en haldist lengur við en Tevez í hvert skipti. Hann hefur þrisvar verið í byrjunarliði og einu sinni komið inn á sem varamaður. Þetta hefur skilað honum 229 mínútum inni á vellinum eða tæpum klukkutíma í leik að meðaltali, 57 mínútum til að hafa það nákvæmt. Samanlagt hafa þeir Tevez og Mascherano því leikið 451 mín- útu, eða jafn- mikið og CARLOS TEVEZ 229 57 minutur ina heldur líka nýtt land,“ sagði Alan Pardew, stjóri West Ham, 37 minutur í leik Leikir Byrjunarlið Varamaður Minútur Meðaltal við markið Tevez hefur ekkert.skorað í sex leikjum sinum fyrir West Ham en er talinn einn efnileg- asti markaskorari Suður-Ameriku. ungi bandaríski varnarmaðurinn Jonathan Spector sem West Ham fékk frá Manchester United fyrir tímabilið og vakti litla athygli. Hann hefur komið við sögu í fimm leikjum, ávallt í byrjunarliði. Fólk ætti þó kannski að varast að dæma þá félaga of snemma þó fprillinn hjá West Ham fi byrjað illa. Það er bara klisja að það taki menn tíma að aðlag- ast enska boltanum og ensku veðr- áttunni. Síðasta vor voru farnar að heyrast raddir um að Alex Ferguson, stjóri Manchester United, hefði gert mistök með því að kaupa þá Nemjada Vidic og Patrice Evra. Evra hefur að vísu helst vakið athygli á þessari leik- tíð fyrir að fara hörðum orðum um enska veðráttu og matargerð. Vidic hefur hins vegar sýnt og sannað að hann er fyrsta flokks varnarmaður. Einn mesti snillingur fótboltasögunnar í lífshættu: Puskas á banabeðinum Einn magnaðasti leikmaður allra tíma er í lífshættu og telja menn að hann eigi jafnvel skammt eftir ólifað. Ungverski snillingurinn Ferenc Puskas, sem hefur lengi glímt við veikindi og er með Alz- heimer, dvelst nú á gjörgæsludeild sjúkrahúss í Búdapest, höfuðborg Ungverjalands, og er illa haldinn af lungnahólgu. Puskas leiddi hið magnaða lands- lið Ungverja sem gerði garðinn frægan á sjötta áratug síðustu aldar. Ungverska liðið þótti einstaklega leikið og spila svo skemmtilegan fótbolta að jafnvel andstæðingarnir hrifust af leik þeirra. Liðið hamp- aði gullinu á ólympíuleikunum Gullöldin Real Madrid vann fjölda Spánar- og Evrópumeistaratitla með- an Puskas lék með liðinu. Markaskorari Pusk• as skoraði fjögur mörk í úrslitaleik Evrópukeppni meist- araliða 1960. árið 1952 og varð ári siðar fyrsta liðið utan Bretlandseyja til að leg- gja Englendinga að velíi í Englandi. Sá leikur fór 5-3 fyrir Ungverjana og er talinn einhver allra besti fót- boltaleikur sem hefur nokkru sinni verið leikinn. Puskas fór mikinn í þeim leik og skoraði tvö marka Ungverjanna. Þó margir hafi verið kallaðir magnaðir markaskorarar í gegnum tíðina slær Puskas þeim flestum við. Hann lék 84 landsleiki fyrir Ungverja á árunum frá 1945 til 1956 og skoraði í þeim 83 mörk. Eftir að Sovétmenn börðu niðru uppreisn Ungverja gegn kommúnismanum árið 1956 flýði Puskas land og varð spænskur rikisborgari. Hann varð lykilmaður í liði Real Madrid sem Tveir fræknir Alfredo Di Stefano og Ferenc Puskas voru skærustu stjörn- ur Real Madrid á sjötta og sjöunda áratug siðustu aldar. var ósigrandi í Evrópukeppni meist- araliða frá 1960. Síðustu árin hefur Puskas dvalið á sjúkrahúsi vegna Alzheimer sjúk- dómsins sem hefur herjað á hann. Hann hefur verið á gjörgæslu síð- ustu tvo mánuðina eftir að hafa gengist undir uppskurð. Eftir að hann kvefaðist og fékk lungnabólgu á dögunum hefur heilsu hann enn hrakað og er nú óvíst hvort hann lifi mikið lengur.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

blaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.