blaðið - 17.11.2006, Blaðsíða 36
17. NÓVEMBER 2006
blaðiö
Skotveiðimenn
Vefsíðan Veiðimaður.is er virkur vefur fyrir íslenska skot-
veiðimenn. Vefurinn er uppfærður reglulega og þar má
finna áhugaverðar fréttir og alls kyns fræðslu.
Jólamaturinn
Nú fer hver að verða síðastur að veiða
rjúpu I jólamatinn en rjúpnaveiðitímabilinu lýkur 30. nóvember.
Munið að ekki má veiða á mánudögum, þriðjudögum og miðvikudögum.
Hátt hlutfall
ungfugla
Náttúrufræðistofnun íslands hefur
það fyrir venju að skoða rjúpna-
vængi sem rjúpnaskyttur senda til
að rannsaka aldurshlutföll í rjúpna-
bráð. Á lit flugfjaðra rjúpunnar er
hægt að greina á milli tveggja
aldurshópa, fugla á fyrsta ári og
eldri fugla. Þessi gögn eru meðal
annars notuð til að reikna út heild-
arstofnstærð rjúpunnar í landinu.
Þegar eru komnar niðurstöður frá
núverandi rjúpnaveiðitímabili en
samtals er búið að aldursgreina
480 fugla.
Hæst hlutfall af Norðausturlandi
Af þeim 480 fuglum sem búið er
að aldursgreina er hlutfall ungfugla
81 prósent. Þetta er mjög hátt
hlutfall unga og ólíkt því sem var
haustið 2005 eins og fram kemur á
heimasíðu Náttúrufræðistofnunar-
innar. Stærstur hluti fuglanna, eða
85 prósent, er af Norðausturlandi
en miklu minna hefur fengist úr
öðrum landshlutum. Af Suðvest-
urlandi og Vestfjörðum hafa engir
fuglar borist. Náttúrufræðistofnun
hvetur sem flestar rjúpnaskyttur
til að klippa annan vænginn af
rjúpum sem þær veiða og senda
stofnuninni. Vængina á að senda á
póstfangið:
Náttúrufræðistofnun íslands
Pósthólf 5320
125 Reykjavík
Landssamtök
skotveiðimanna
Skotveiðifélag íslands er lands-
samtök skotveiðimanna sem
stofnuð voru í september árið
1978. Tilgangur félagsins var frá
upphafi að stuðla að sameiningu
skotveiðimanna og áhugamanna
um skotveiðar og náttúruvernd og
standa vörð um hagsmuni þeirra.
Samkvæmt heimasíðu Skotveiðifé-
lags íslands eru ríflega 20 þúsund
manns með skotvopnaleyfi á
Islandi og því nauðsynlegt að
þessi stóru hópur eigi sér málsvara
sem stendur vörð um hagsmuni
hans. Markmið félagsins eru meðal
annars þau að stuðla að útgáfu-
starfsemi og almennri fræðslu um
málefni sem snerta skotveiðar, nátt-
úruvernd og almennan fróðleik um
dýralíf landsins. Eins ætlar félagið
að eiga samvinnu við önnur félög
og opinbera aðila um setningu laga
og reglugerða um almannarétt,
náttúruvernd, friðun og veiðar dýra
og meðferð skotvopna. Frekari upp-
lýsingar má finna á www.skotvis.is
- tí
A
' ■étlmd.
M
r
Hadda Björk Gísladóttir:
„Mér finnst þessi tegund af úti- £
... veru spennandi. Ég elska að
>!\ J eiga fulla kistu af villibráð, ég %
~ - hef mikla ánægju af að elda
hana og að bjóða fólki í mat.” |(
vm mssemt.-í^
Hadda Björk Gísla-
dóttir, sviðsstjóri
hjá lyfjafyrirtækinu
GlaxoSmithKline, segist
alls ekki vera neinn veiðimaður en
viðurkennir þó að hún sé áhuga-
manneskja um veiðar enda er hún
á leið á skotveiðinámskeið. „Mað-
urinn minn er forfallin skytta og
formaður í veiðiklúbbi. Hann hef-
ur hvatt mig til þess að koma með
sér og ég er að taka þeirri áskorun
en ég er algjör græningi í þessu.
Maðurinn minn gaf mér byssu í
afmælisgjöf og þá hugsaði ég með
mér að ég ætti að rækta þennan
áhuga,“ segir Hadda Björk sem
er mjög spennt fyrir námskeið-
inu. „Mér finnst þessi tegund af
útiveru spennandi. Ég elska að
eiga fulla kistu af villibráð, ég hef
mikla ánægju af að elda hana og
að bjóða fólki í mat. Ég hef hins
vegar frekar lítinn tíma í veiðarn-
ar en við ætlum í rjúpnaveiði eftir
viku, svona rétt áður en tímabilið
rennur út. Það þarf að skjóta í jóla-
matinn og svo eigum við aðsetur
í Öræfasveitinni þar sem við för-
um á gæsaskytterí.“
Ekkert mál að elda villibráð
Hadda Björk hefur farið með
manni sínum á veiðar áður oghaft
gaman af. „Við vorum að koma úr
ferð í Svíþjóð þar sem við fórum
á elgsveiðar. Hann var að veiða
en ég flaut meira með. Ég ætla
reyndar að fá mér flottari byssu
eftir að ég er komin með leyfið.
Byssan sem ég á er einhleypa en
ég er að hugsa um að fá mér tví-
hleypu. Annars legg ég lítið upp
úr byssunni, hún er bara tæki í
mínum augum. Ég gæti ekki sagt
þér neitt um byssuna mína nema
að þetta er haglabyssa sem skýtur
einu skoti í einu. Ég hef ekkert vit
á byssum og ég á ekki von á því
að það breytist. Mér finnst aðalat-
riðið að hafa færi á þvi að fara út
i náttúruna og ná sér í villibráð,“
segir Hadda Björk og bætir við
að hún sé frekar dugleg að elda
villibráðina. „Það er ekkert mál
að elda villibráð, þetta er jú svo
gott hráefni. Villiöndin er mitt
uppáhald og eiginlega það albesta
sem maður kemst yfir.“
svanhvit@bladid.net
Ekkert vit á byssum „Ég
gæti ekki sagt þér neitt um
byssuna mína nema að
þetta er haglabyssa sem
skýtureinu skoti í einu.“
um
J
Hadda Björk lætur fylgja með
uppskrift að villibráðarsósu sem
hún segir vera svo Ijúffenga að
hún sé ekki af þessum heimi. „Ég
smakkaði þessa sósu í fyrsta sinn
hjá Róberti Schmidt, vini mínum
og veiðimanni, og hef margoft
slegið í gegn með henni síðan.
Sósan passar með allri villibráð
og það góða við hana er að mað-
ur þarf ekki soð af því sem maður
er að elda.“
1-2 pakkar af þurrkuöum
Porchini-sveppum.
Sveppirnir eru lagðir ísjóöandi
vatn í ca. 15 mfnútur. Þeir eru
teknir úr vatninu og mesti safinn
kreistur úr þeim, sveppirnir saxaðir
og svissaðirí smjöri eða olíu á
pönnu. Brágðþætt með salti, pipar,
dl afpúrtvíni og slettu afkoniaki.
Látið krauma þar til þetta er orðið
að hálfgerðu sírópi. Pá má bæta
við 1-2 pelum af rjóma, nautakjöts-
krafti og örlitlu af villibráðarkrafti.
Léttsjóða sósuna í u.þ.b. 20 mín-
útur, bætið við krafti og salti eftir
smekk og jafnvel örlitlu meira af
þúrtvíni og rifsberjasultu. Þykkja
má sósuna eftirsmekk hvers og
eins. I lokin eru furuhnetur ristaðar
á pönnu og þeim bætt út í sósuna
ásamt rúsínum."
Afslappaðra þegar konur veiða saman
Hrafnhildur Inga Sigurðardóttir
listmálari er í kvenveiðifélaginu Óð-
flugu en félagið hefur verið starfrækt
í fimmtán ár. „Það hafa verið sömu
sjö konurnar í félaginu frá byrjun
og við förum alltaf á sama staðinn
að veiða árlega. Það hefur hentað
hópnum vel að fara í Straumana í
Borgarfirði, þar er lítið hús án nokk-
urrar þjónustu,“ segir Hrafnhildur
og bætir við að ferðin sé sambland
af veiðiskap og vellíðan. „Við látum
okkur líða vel í náttúrunni og borð-
um gæðamat. Við erum allar miklar
veiðikonur og veiðum nær eingöngu
lax. Eins veiðum við eingöngu á
flugu eins og nafnið Óðfluga gefur
til kynna. Það er miklu snyrtilegra
að veiða á flugu, þá er ekkert verið
að subbast með maðka.“
Sitjum á bakkanum og hjölum
Hrafnhildur Inga segir að félags-
skapurinn sé mjög skemmtilegur og
félagið verði örugglega eilíft. „Það
eru konur í röðum sem bíða eftir
því að komast inn í félagsskapinn ef
einhver dettur út. Það eru bara tvær
stangir í Straumunum í Borgarfirði
og það er því algjörlega fullpakkað
að vera sjö á tveimur stöngum. Yfir-
leitt sitjum við allar saman á bakk-
anum og hjölum,“ segir Hrafnhild-
ur Inga og talar um að konurnar í
Óðflugu hafi flestar þekkst áður en
félagið var stofnað. „Félagsskapur-
inn kom til vegna þess að nokkrar
okkar höfðu veitt talsvert með okk-
ar fólki. Okkur fannst karlarnir fara
í veiðiferðir án okkar og ákváðum
því að stofna veiðifélag svo við ætt-
um okkar stund. Það er líka afslapp-
aðra þegar konur veiða saman án
karlanna. Samt sem áður er keppni
innbyrðis hjá okkur um hver veiðir
stærst og mest en við veiðum allar
ansi drjúgt.“