blaðið - 17.11.2006, Blaðsíða 6
Opnunartími:
Virka daga 16-22
Um helgar 12 - 22
Hækkaðu þig
upp um einn
PfiPINOS
Reykjavíkurvegi 62
Hafnarfirði
Núpalind 1
Kópavogi
Hverafold 1-5
Grafarvogi
Eikarrúm
Stærð: 142 sm x 203 s
með springdýnu
Kr. 10.000 stgr.
0PIÐ
6 FÖSTUDAGUR 17. NÓVEMBER 2006
blaðið
Mánud. Þriðjud. Miðvikud. Fimmtud. Föstud. Laugard. Sunnud.
[ 12-18 12-18 12-18 12-21 10-18 10-18 12-18
Fjármálaumhverfi stjórnmálaflokka til endurskoðunar:
Sveigja framhjá reglum
Eftir Trausta Hafsteinsson
trausti@bladid.net
„I mínum huga eru það sjálfsögð
mannréttindi að mega styrkja
stjórnmálaflokk með eins miklu
fé og hver vill. Ég er algjörlega
mótfallinn því að setja einhverjar
takmarkanir á framlög," segir
Hannes Hólmsteinn Gissurarson,
prófessor í stjórnmálafræði við
Háskóla Islands. Nefnd vinnur að
tillögum um fjármálaumhverfi
stjórnmála þar sem meðal annars
er gert ráð fyrir þrjú hundruð þús-
und króna takmörkunum á fjár-
framlögum og reglum um uppgjör
stjórnmálaflokka.
Baldur Þórhallsson, prófessor
í stjórnmálafræði við Háskóla ís-
Ég er algjörlega
mótfallinn þvi að
setja takmark-
anirá framlög.
Hannes Hólmsteinn
Gissurarson prófessor í
stjórnmálafræöi
lands, telur að opna þurfi fjármál
flokkanna. Hann segir Island eitt
af fáum lýðræðisríkjum sem fari
ekki fram á opin fjármál. „Það er
orðið löngu timabært að bókhald
flokkanna sé opið. Allt annað getur
vakið upp grunsemdir um óeðlileg
tengsl,“ segir Baldur.
Hannes Hólmsteinn er þeirrar
skoðunar að litlu máli skipti hvort
settar verði takmarkanir, þeir sem
á annað borð vilji styrkja sinn flokk
Löngu tíma-
bært að bók-
hald flokkanna
sé opið.
Baldur Þórhallsson
Prófessor í
stjórnmálafræði
geti gert það með ýmsum öðrum
leiðum. „Ég tel þetta vera óeðli-
legar samkeppnishömlur í stjórn-
málum. Þeir sem vilja styrkja flokk-
ana frekar gera það i staðinn með
óbeinum hætti.“
Baldur er sammála. „Það verður
alltaf umdeilt hvar eigi að draga
línurnar í þeim efnum. Flokkarnir
finna sér líklega aðrar leiðir og fara
í kringum þær reglur sem settar
eru,“ segir Baldur.
og gerið góð kaup
Varnarliðssala Geymslusvæðisins - Sigtúni 40
INNLENT
Rannsókn enn í gangi
Kynferðisbrotadeild lögreglunnar í Reykjavík
rannsakar enn kynferðisárásir á tvær stúlkur með
tveggja vikna millibili. Nauðganirnar voru sláandi
líkar og áttu sér stað fyrir utan Menntaskólann í
Reykjavík og Þjóðleikhúsið. Rannsókn gengur hægt.
K0LLAFJ0RÐUR
Tengivagn fauk
Tengivagn hófst á loft, slitnaði frá flutningabíl sem
dró hann og hafnaði utan vegar í Kollafirði á miðviku-
daginn var. Mikil mildi þykir að engin umferð hafi
verið á vegarkaflanum en mjög hvasst var þegar
slysiö varð.
STJÓRNMÁL
Marshall fyrirgefur Johnsen
í grein sem Róbert Marshall skrifar á heimasíðu sína
segist hann fyrirgefa Árna Johnsen afbrotin sem hann
var dæmdur fyrir. Árni er á leið á þing. Samband ungra
sjálfstæðismanna hefur gefið frá sér ályktun þar sem þeir
kröfðust þess að Árni sýndi auðmýkt vegna afbrota sinna.
SIGURJON MAGNUSSON
^DAVIR
AHRIFAMIKIL SKALDSAGA
SEM HELDUR LESANDANUM
í HEUARGREIPUM
„Gaddavír er látlaus, hefðbundin, vel skrífuð
skáldsaga sem gefur tilefni til þess að velta
fyrir sér manniegu eðli... I stærra samhengi
og táknsögulega fjallar Gaddavír um
j erfðasyndina, þjáningu, jafnvel píslarvættí."
-GeirSvansson,
Morgunblaðið, 3. nóv. 2006
T
BJARTUR
S\outj°n
Slökkviliðiö hefur ekki réttar upplýsingar um íbúa við Laugaveg:
Styðjast við þriggja
ára upplýsingar
■ Kröfum um úrbætur ekki sinnt ■ Margt sem betur má gera
Eftir Viggó Ingimar Jónsson
viggo@bladid.net
Við Laugaveg eru hús sem slökkvi-
lið hefur áhyggjur af sökum aldurs
þeirra, ástands og skorts á bruna-
vörnum. Þetta segja Bjarni Kjartans-
son, sviðsstjóri forvarnarsviðs, og
Baldur S. Baldursson verkefnastjóri,
hjá slökkviliði höfuðborgarsvæð-
isins. „Laugavegurinn er gamalt
hverfi. Það þýðir að þar er, þrátt
fyrir miklar endurbætur, fullt af
einstökum atriðum sem betur mega
fara. Sambrunahætta er á einstaka
lóðamörkum vegna samliggjandi
bygginga.“
Áður hefur komið fram að óttast
er að illa kunni að fara verði stór-
bruni við Laugaveg, þar sem ekki er
vitað í hvaða húsum, sem eru skráð
sem atvinnuhús, eru heimili og því
óvíst um hvar fólk býr og hversu
margir búa í þannig húsum. Bruna-
vörnum kann að vera ábótavant
sem og flóttaleiðum.
Snemma árs 2003 var gerð úttekt
á brunavörnum við Laugaveg og
aðliggjandi götum. Þá voru send út
135 bréf þar sem krafist var úrbóta
og 286 bréf með ábendingum um
úrbætur. Baldur segir að margir
hafi farið að tilmælum slökkviliðs-
ins, en þó ekki allir. Kannað var
hvar fólk byggi í atvinnuhúsum og
í ljós kom að búið var í sjötíu án til-
skilinna leyfa. Upplýsingar slökkvi-
liðsins hafa ekki verið uppfærðar í
þrjú ár.
Bjarni segir vissulega vera af hinu
góða að hafa haldbærar tölur um
fjölda þessara húsnæða nú og íbúa
þeirra. „En til þess þyrftum við að
fara í heilmikla vinnu. Við höfum
eins og aðrir nóg að gera við tíma
okkar og sinnum mörgum þörfum
verkefnum, svo sem eftirliti við
skóla og sjúkrahús.“ Baldur bætir
því við að nánast ómögulegt sé að
fylgjast með fjölda ósamþykkts
íbúðarhúsnæðis því á meðan á könn-
uninni stóð hafi mörgum íbúðum
verið lokað og aðrar opnaðar í
staðinn.
„Við skráumþað semviðhnjótum
um, en erum ekki með fjölda þess-
ara íbúða á reiðum höndum eins og
stendur,“ segir Bjarni.
Slökkviliðinu ber að fylgjast með
brunavörnum í atvinnuhúsum en
ekki í íbúðarhúsum. Þar sem er
blönduð byggð, eins og til dæmis á
Laugaveginum þar sem íbúðir eru
oft á hæðum fyrir ofan verslanir,
getur slökkvilið hinsvegar komið
með ábendingar um úrbætur á
brunavörnum til íbúa. Slökkviliðið
hefur hins vegar enga lagalega heim-
ild til að fylgja úrbótunum eftir.