blaðið - 17.11.2006, Blaðsíða 34
/
34 FÖSTUDAGUR 17. NÓVEMBER 2006
í fínu formi
Nú er um að gera að birgja sig upp af ýmsum áhöldum fyrir
jólabaksturinn. Sílíkonform auövelda baksturinn til muna og leyfa
skemmtilegri form á kökunum. Það er um að gera að leyfa hug-
myndafluginu að ráða för og baka kökur í skemmtilegum formum.
Fyrir græjufíkla í eldhúsinu
Gasbrennari er nýjasta verkfærið sem er ómissandi fyrir alla mat-
gæðinga og græiusafnara. Atvinnukokkar nota verkfærið óspart
og það er ýmislegt annað sem hægt er að nota brennarann í en að
brenna sykurinn ofan á creme brulée.
blaöiö
matur
Uppskriftabækur
Út eru komnar handhægar og
fallegar uppskriftabækur frá
Sölku. Höfundur bókanna er
Guðrún Jóhannsdóttir en hún er
rómaður matgæðingur og hefur
skrifað vikulegan pistil um mat í
Fréttablaðið. Guðrún tók sjálf Ijós-
myndirnar sem prýða bækurnar
sem innihalda uppskriftir þar sem
hollustan er í aðalhlutverki. Bæk-
urnar bera
nafnið Hollt
og fljótlegt og Hollt og ódýrt og í
þeim er að finna uppskriftir sem
henta fólki sem hefur mikið að
gera og vill fjölbreytt mataræði án
þess að pyngjan léttist of mikið.
Aftast í bókunum er að finna hag-
nýtar og skemmtilegar tillögur að
vikumatseðlum.
Við Garðskagavita í Garði
Notalegur staður, frábasrt útsýni,
kaffitería og matsölustaður.
Einnig eru að byrja jólahlaðborð
á góðu verði.
Tilvalin staður fyrir brúðkaup,
óvissuferðir, fundi og aðra
mannfagnaði.
opnunartími virka daga 13-20 og um helgar 13-22.
Pantanir I slmum 691-1615 og 422-7214
Tökum vel á móti öllum með bros á vör,
Velkomin Flösin.
Halldór Kr. Sigurðsson kennir listina að búa til konfekt
Galdrarnir á bak
við konfektið
Senn líður að jólum og í
jólamánuðinum vill fólk
dekra við sig, borða góð-
an mat og gott konfekt.
Undanfarin ár hefur það
færst í vöxt að fólk búi til konfektið
sjálft og það er bæði skemmtileg og
bragðgóð iðja. Bragðskyn þjóðar-
innar hefur verið að taka miklum
framförum að undanförnu og gæða-
konfekt úr ekta gourmet-súkkulaði
er orðið hluti af jóladekrinu.
Halldór Kr. Sigurðsson konfekt-
gerðarmeistari kennir fólki að búa
til gæðakonfekt fyrir jólin. Nám-
skeiðin, sem taka eina kvöldstund,
fara fram i verslunum Húsasmiðj-
unnar um land allt og í verslunum
Hagkaupa. „Það eru ýmsir galdrar
í konfektgerð og ég sýni fólki allar
helstu aðferðirnar sem atvinnukon-
fektgerðarmenn nota,” segir Hall-
dór.
Rétta súkkulaðið skiptir máli
„Það er ýmislegt sem þarf að hafa
í huga við meðferðina á ekta súkku-
laði. Ég kenni fólki meðal annars að-
ferðina til að fá súkkulaðið til þess
að storkna en ekta súkkulaði gerir
það ekki sjálfkrafa. Aðferðin kallast
að tempra og virkar þann- ig að
2/3 hlutar súkkulaðis-
ins eru bræddir upp
í 45 gráður og síðan
er 1/3 hluta bætt við.
Þá verða til kristall-
ar og súkkulaðið
storknar.”
Halldór lærði kon-
fektgerð í Danmörku
í Kransekagehu-
set. Hann hef-
ur einmitt
kennt ís-
lendingum
aðferðina
við að
gera kran-
sakökur
og þau
námskeið
hafa verið
mjög vinsæl.
Halldór segir að
súkkulaðið sem
notað sé við kon-
fektgerð skipti öllu
máli og hann seg-
ir á námskeiðinu
hvaða tegundir er best að nota. „Það
eru ákveðnar tegundir af súkkulaði
sem konfektgerðarmeistarar eru
sammála um að falli best til konfekt-
gerðar og ég nota súkkulaði sem er
51.3 prósent að kakóinnihaldi.”
Ekkert samviskubit
Halldór sýnir einnig á námskeið-
inu hvernig á að gera ýmsar fylling-
ar eins og hindberjatruffle, Grand
Marnier og koníaksfyllingu.
Hann sýnir hvernig á að gera
sykurlaust konfekt og kon-
fekt með ristuðum graskers-
fræjum sem hann segir að
sé mjög einfalt. „Það er alls
ekki flókið að gera konfekt
og ég myndi segja að það
væri einfaldara en að baka.“
Það þarf enginn að hafa
samviskubit yfir að gæða
sér á góðu konfekti þar sem
rannsóknir sýna að ekta
súkkulaði er hollt og gott
fyrir hjartað. Heimagert
konfekt er líka tilvalið í
jólapakkann og hentar
vel sem gjöf fyrir þá sem
allt eiga.
fy^yeitingastadir.is
yÞ\X\x veitingastaðir á íslandi á sama stað!
Veitingastadir.is og Restaurants.is innihalda upplýsingar um nær
alla veitingastaði á íslandi. Öflug leitarvél gerir notendum kleift
að leita á þægilegan og fljótlegan hátt eftir tegund staðar,
matargerð, póstnúmeri, verðiogýmsum aukavalkostum. Hægt er
að gefa veitingastöðum einkunn og álit. Fjöldi mataruppskrifta
er á vefnum og hægt er að skrá sig á póstlista og eiga þess kost
að vinna gjafabréf á glæsilega veitingastaði.
Uppskriftir
Álitskerfi
Póstlisti
Öflug leitarvél
Gjafabréfaleikur
Tilboð
í-p®1
NETIÐ
www.iwnda