blaðið - 17.11.2006, Blaðsíða 26

blaðið - 17.11.2006, Blaðsíða 26
26 FÖSTUDAGUR 17. NÓVEMBER 2006 blaðið fólk folk@bladid.net HVAÐ FINNST ÞER? Er kalt á toppnum? Nei, það er ekki kalt á toppnum en það er kalt í dag! * n Á Örn Árnason, leikari Æ M m ■' /' . \ Örn og félagar hans í Spaugstofunni eru vinsælasta sjónvarpsefni lands- ins samkvæmt nýrri áhorfskönnun Capacent með 47,3 prósent áhorf. Þeir Spaugstofubræður hafa notið gífurlegra vinsælda frá því að þeir fóru W * fyrst i loftið árið 1985. HEYRST HEFUR... Margir biða spenntir eftir endurkomutónleikum Sykurmolanna og blásið var til blaðamannafundar á Sirkus í vikunni í tilefni afþeim. Molarnir eru kúl sem aldrei fyrr sem sést á staðarvali blaða- mannafundarins en Sirkus er eins og margir vita vagga kúlmenningar í Reykja- vik. Staðurinn hentar ekki vel til myndatöku enda dimmur og lágt til lofts þar inni og ljósmynd- urum reyndist erfitt að mynda meðlimina þar sem rétt glitti í glyrnur þeirra. Það varð þó ljós- myndurum til happs að Einar Moli bannaði reykingar inni á staðnum meðan á fundinum stóð. Ljósmyndurum til óláns tvístruðu Molarnir sér í allar áttir í upphafi fundar þar sem þeir vildu ekki að af þeim næðist hópmynd, enda stórir karakt- erar á ferð sem hentar betur að vera einir og sér á mynd. T} óbert Marshall tekur upp Xvumræðuna um kossaflens sem þeir Guðmundur Stein- gríms og Sigmar Guðmunds hafa verið að velta fyrir sér á Net- inu. Róbert vill leiða þessaágætu herramenn inn á réttar brautir í vangaveltum sínum um kossa og karlmenn. Róbert fer eftir einföldum reglum í þessu sambandi en hann kyssir og faðmar karla á sama hátt og hann kyssir og faðmar konur sem hann hittir. Hann segir ennfremur að þeir Guðmundur og Sigmar þurfi ekkert að óttast þar sem þetta komi allt saman af sjálfu sér. Síðan bendir Róbert á að nauðsynlegt sé fyrir karl- menn að kyssa á móti annars eigi þeir á hættu að verða kysstir á eyrað sem Róbert telur ömur- legast af öllu hvort sem er þegar einhver sér til eða ef eyrnakoss- inn á sér stað í einrúmi. „Ég ætla að sofa" Amal Tamimi, starfsmaður Alþjóða- hússins, er fljót til svars þegar hún er spurð hvernig hún ætli að eyða helg- inni. „Ég ætla að sofa,” svarar Amal, enda löng vinnuvika að baki og mikið búið að vera að gera. „Vinnu- dagurinn er alltaf langur og klárast yfirleitt ekki fyrr en milli níu og tíu á kvöldin,” segir Amal. „Ég varð amma í annað sinn í lok október en dóttir mín var að eignast sitt fyrsta barn. Hún og lillan hafa dvalið hjá mér frá fæðingunni og ég hef vaknað með þeim á nóttunni, þannig að ég hef aðeins misst úr svefn. Mæðgurnar fóru heim til sín í fyrradag og ég sakna þeirra nú þegar. En ég fór í heimsókn til þeirra í gær eftir vinnu og ætli ég fari ekki í langa heimsókn til þeirra í kvöld,“ segir Amal sem er í skýjunum yfir komu nýja barnabarnsins. Brú á milli fólks f siðustu viku var opnuð Útvarps- stöð innflytjenda en útvarpsstöðin er samstarfsverkefni Alþjóðahúss, Hafnarfjarðarbæjar og Flensborg- arskólans. Amal er einn af aðal- skipuleggjendum stöðvarinnar og hefur haft i mörgu að snúast við undirbúninginn. „Útvarpsstöðin hefur fengið mjög góðar viðtökur og fólk er ofsalega ánægt með þetta framtak, jafnt innflytjendur sem íslendingar. Hugmyndin á bak við útvarpsstöðina er að upplýsa inn- flytjendur um íslenskt samfélag en sömuleiðis erum við að upplýsa íslendinga um menningu innflytj- enda. Markmiðið er að byggja brú á milli fólks sem býr á Islandi.” Þeir sem vilja leggja við hlustir geta stillt á fm 96.2 á útvarpstækj- unum sínum. Gaman að elda góðan mat Amal segir að hún ætli nú reyndar að gera ýmislegt annað um helgina en að sofa því á laugardaginn situr hún fund í bæjarráði Hafnarfjarðar en Amal er varabæjarfulltrúi fyrir Samfylkinguna og er formaður jafn- réttisnefndar Hafnarfjarðar. „Sunnudaginn ætla ég að nota til að slappa af og líka til að þrífa en ég er vön að gera það á sunnudögum. Síðan ætla ég að elda eitthvað gott. Mér finnst gaman að elda og sérstak- lega þegar ég hef góðan tíma til þess. Mér finnst líka gaman að elda fyrir fólk sem hrósar matnum mínum,“ segir Amal og hlær. Hún er ekki enn búin að ákveða hvað hún ætlar að elda en er viss um að hvað sem það verður muni það hljóta góðar viðtökur. loa@bladid.net SU DOKU talnaþraut Lausn síðustu gátu: Su Doku þrautin snýst um að raða tölunum frá 1-9 lárétt og lóðrétt (reitina, þannig að hver tala komi ekki nema einu sinni fyrir í hverri línu, hvort sem er lárétt eða lóðrétt. Sömu tölu má aukin heldur aðeins nota einu sinni innan hvers níu reita fylkis. Unnt er að leysa þrautina út frá þeim tölum, sem upp eru gefnar. Gáta dagsins: 7 6 9 4 3 8 2 1 1 8 3 2 7 4 4 3 2 7 2 1 8 9 5 2 3 4 7 9 6 1 8 7 1 3 6 7 9 4 2 5 8 8 7 4 1 5 2 9 3 6 9 2 5 3 6 8 7 1 4 2 5 7 4 3 6 8 9 1 3 6 8 5 1 9 4 2 7 4 9 1 2 8 7 3 6 5 5 8 9 6 4 3 1 7 2 6 4 2 9 7 1 5 8 3 7 1 3 8 2 5 6 4 9 eftir Jim Unger © Jim Unger/dist. by United Media, 2002 Ertu búinn að bíða lengi? Á förnum vegi Ætlarðu á jólahlaðborð? Héðinn Ásbjörnsson, sölumaður „Já, ég held að ég fari á jólahlað- borð með vinnunni.“ Hörður Haildórsson, starfsmaður í prentsmiðju „Já, sennilega fer ég á jólahlað- borð.“ Jón Ólafsson, ellilífeyrisþegi „Já, ég ætla að fara á hlaðborð hjá Geysi í Haukadal.“ Sigríður Geirsdóttir, fyrrum leikskólakennari „Nei, það stendur ekkert svoleiðis til.“ Salome Tara Guðjónsdóttir, nemi „Já, en ég er ekkert búin að skipu- leggja hvenær eða hvert.“
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

blaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.