blaðið - 17.11.2006, Blaðsíða 12

blaðið - 17.11.2006, Blaðsíða 12
12 FÖSTUDAGUR 17. NÓVEMBER 2006 blaðið ' i : WM. ? -r 1 í UTAN ÚR HEIMI 80 enn í haldi mannræningja Ráðherra menntamála í írak sagði í gaer að enn væru að minnsta kosti áttatíu í haldi mannræningjanna sem réðust inn í byggingu ráðuneytisins á miðvikudag og rændu 150 manns. Ráðherrann segir að þeim sem var sleppt hafi verið pyntaðir. Sýknuð af ákæru um misnotkun Rebecca Poole, 26 ára gamall kennari, hefur verið sýknuð af ákæru um að hafa átt samræði við fimmtán ára gamlan nemanda sinn fyrir tveimur árum. Atvikið náðist á myndband en Po- ole heldur því fram að henni hafi verið hótað. Opnað fyrir aðgang að Wikipediu Kínversk stjórnvöld hafa ákveðið að opna á ný fyrir aðgang að kínversku útgáfunni af Wikipediu, frjálsu alfræðiriti á Netinu þar sem allir geta lagt fram færslur og skýringar. Lokað hefur verið fyrir aðganginn í rúmt ár en stjórnendur hafa löngum neitað að beygja sig undir vilja stjórnvalda og beita sjálfsritskoðun. :*i j/ ;4v.u f *L Borgarnes: Hraðakstur og hrossasmölun Lögreglan í Borgarnesi stopp- aði ökumenn sex bifreiða fyrir of hraðan akstur í umdæminu á miðvikudag. Ekki var um neinn ofsaakstur að ræða. 1 vikunni hefur lögreglan einnig þurft að sinna tveimur útköllum þar sem hross í haga- göngu höfðu sloppið úr girðingu. Lögreglumenn ásamt heima- mönnum voru fljótir að koma hrossunum aftur á sinn stað. M UÐ-AKTÍN EXTRA Glucosamine & Chondroitin 60 töflur Heldur liöunum liðugum! ■08) ■^Oavo heilsa -hafðu þaö gott Norsk Hydro opnar skrifstofu í Reykjavík: Vilja reisa 600 þúsund tonna álver ■ Nálægö við markaði ■ í sátt og samlyndi Eftir Ingibjörgu B. Sveinsdóttur ingibjorg@bladid.net Norska olíu- og álfyrirtækið Norsk Hydro, sem hefur opnað skrifstofu f Reykjavík, hefur hug á að reisa hér allt að 600 þúsund tonna álver á næstu átta árum. Fulltrúar fyr- irtækisins gengu í gær á fund Jóns Sigurðssonar iðnaðarráðherra og greindu honum frá áhuga sínum. Fyrir tveimur árum undirritaði Norsk Hydro samkomulag við orku- veitu ríkisisins í Quatar um bygg- ingu 1.200 þúsund tonna álvers sem verður eitt af stærstu álverum heims. Aðspurður hvort til greina komi að reisa svo stóra verksmiðju hér á landi segir Bjarne Reinholdt, framkvæmdastjóri Norður-Atlants- hafsskrifstofu Norsk Hydro, að það fari eftir því hvort það borgi sig. ,Það fer eftir orkuverði og verði á hrá- efni. Slíkt þarf að reikna vandlega út en ég tel það reyndar óraunhæft hér á landi.” Thomas Knutzen, upplýsingafull- trúi Norsk Hydro, segir gott að hafa skrifstofu á Islandi til að geta þróað viðskiptamöguleika á Norður-Atl- antshafssvæðinu, það er frá íslandi í austri til Kanada í vestri. „Álver á íslandi gæti framleitt fyrir markaði í Evrópu og Amer- íku. ísland er spennandi vegna ná- lægðarinnar við þessa markaði og samkeppnishæfrar orku.” Hann segir ekki hafa verið rætt um möguleg svæði hér á landi fyrir byggingu og starfsemi álvers. ,Þetta er á algjöru byrjunarstigi og við viljum sjá hvaða leiðir opnast hér. Við höfum líka áhuga á þróun orkumála á íslandi og höfum unnið mikið að tækniþróun í orkumálum.” í fréttatilkynningu frá fyrirtæk- inu segir að sjónum verði beint að nýjum umhverfisvænum viðskipta- tækifærum á sviði ál- og orkufram- leiðslu, í sátt og samlyndi við ís- lenskt samfélag. Steingrímur J.: Ósáttur við sendiherrann „Það fóru fram lífleg skoðana- skipti milli mín og sendiherrans. En afstaða mín í garð ísraels er óbreytt eftir þennan fund,“ segir Steingrímur J. Sigfússon, formaður Vinstri grænna. „Framferði þeirra gagnvart Palestínu er óverjandi.“ Hluti utanríldsmálanefnd- ar átti í fyrradag fund með Miryam Shomrat, sendiherra Israels fyrir Noreg og Island. Á fundinum útskýrði Miryam meðal annars afstöðu ísraels vegna átakanna í Palestínu. Fulltrúar Samfylkingarinnar mættu ekki á fundinn en höfðu mótmælt stefnu ísraels harðlega. Vegna mistaka birtist meginmál fréttarinnar ekki í Blaðinu í gær, því birtum við hana hér. Hæð og þyngd barna: Hæð feðra en þyngd mæðra Vísindamenn á sjúkrahúsinu Royal Devon & Exeter segja hæð feðra ráða mestu um hæð barna þeirra en á sama tíma hafi þyngd mæðra mikil áhrif á holdafar barnsins. Þrátt fyrir að vísindamennirn- ir hafi ekki lokið rannsókninni á áhrifum foreldra á hæð og þyngd barna benda fyrstu nið- urstöður til þess að ofangreint orsakasamhengi sé sterkt. Lagersala! Bara 3 verð í gangi: kr SOO kr 950 kr Í9S0 Komið og gerið frábær kaup á flíspeysum, bómullarpeysum, ullarbúfum og vettlingum fyrir veturinn á lagersölu Drífu lcewear* Lagersala verður opin út vikuna sem hér segir: miðvikudag 13- 16, fimmtudag og föstudag 13- 18 og laugardag frá kk 13-16* Drífa ehf Suðurhrauni 12c • 210 Garðabæ • 555-7400 • www.icewear.is Gjafir til leiðtoga Sýndar í Kreml Undanfarið hafa Moskvubúar flykkst í Kremlarsafn til að virða fyrir sér úrval þeirra gjafa sem leið- togum Sovétríkjanna bárust allar götur frá því Lenín réð ríkjum í landi öreiganna fram til þess tíma að þau hrundu í valdatíð Mikhails Gorbatsjovs. Gjafirnar hafa margar hverjar safnað ryki í hirslum Kremlar um áratuga skeið og eru allt frá því að vera glæsilegar yfir í það að vera óvenjulegar, svo ekki sé fastar að orði kveðið. Sýningin þykir endurspegla ágætlega hina sérstöku menningu sem ríkti í alræðisríki öreiganna. Meðal þeirra verka sem má berja augum er óvenjulegt textílverk af Lenín - verkið er búið til úr manna- hárum og var gjöf frá rakara í Moskvu til stjórnvalda snemma á fjórða áratug nýliðinnar aldar. Önnur mynd af Lenín er til sýnis en hún var búin til úr mismunandi teg- undum af korni. Einnig módel úr silfri af sovéskum olíuborpalli sem var smíðað af verkamönnum í As- erbaídsjan og gefið sovéskum stjórn- völdum árið 1922. Einnig má sjá muni sem tengjast áróðursvél hins rauða heimsveldis til að mynda loft- hamarinn sem Alexei Grigorievits Stakhanov notaði til að bora eftir 100 tonnum af kolum á sex klukku- stundum. Stakhanov var þjóðhetja í Sovétríkjunum vegna þessa mikla afreks og skreytti til að mynda for- síðu tímaritsins Time árið 1935.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

blaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.