blaðið - 17.11.2006, Blaðsíða 48
48 FÖSTUDAGUR 17. NÓVEMBER 2006
blaðið
ið pósum ekki,” segir
Einar Örn í upphafi blaða-
mannafundar sem haldinn
er í tilefni afmælistónleika
Sykurmolanna í kvöld. Blaða-
mannafundurinn er haldinn inni
á Sirkus bar í miðbænum og virðist
stefna í anarkí að hætti Sykurmolanna.
Tónlistarlandslagið á íslandi hefur breyst mik-
ið síðan Sykurmolarnir hófu samstarf árið
1986. Úr hallæri og peningafæð til markaðs-
væddrar snilldar og velsmurðs kúls. Úti um
alla borg eru spennandi uppákomur og gigg
með erlendum listamönnum og íslenskum
undrasnillingum og löngu orðin viðurkennd
staðreynd að á f slandi er stuð og að íslensk tón-
list er fersk og spennandi.
Smekkleysa var stofnuð á níunda áratugn-
um og Sykurmolarnir stofnaðir sem poppdeild
Smekkleysu og ætluðu sér frá upphafi að ná á
toppinn. Allir vita hvernig fór. Sykurmolarnir
slógu í gegn og seldu milljónir platna. Poppdeild
Smekkleysu stóð undir sér og Sykurmolarnir
bættu sykri í kaffið sem hingað til hafði bara ver-
ið drukkið svart og sykurlaust. Færri vita hins
vegar að þessa menningarvél sem Smekkleysa
hefur verið vantar smurningu til að snúast frek-
ar og afmælistónleikarnir eru að hluta til haldn-
ir til að bjarga fyrirtækinu þannig að það geti
haldið áfram að framleiða velsmurt kúl. Blaðið
tók nokkra Sykurmola tali og grennslaðist fyrir
um afmælistónleikana í kvöld.
Sigtryggsþáttur
-Alltaf sama gamla ruglið
„Jæja, nú sjáumst við aftur,” segir Sigtrygg-
ur við félaga sina þegar hann snarast inn úr
kuldanum inn í myrka hlýjuna inni á Sirkus.
,Ég er kominn aftur í Sykurmolana og er enn
að þurrka af mér aulaglottið," segir Sigtrygg-
ur um afmælistónleika Sykurmolanna í kvöld.
,Við höfum átt þetta fyrirtæki saman og alltaf
verið í sambandi og nú þegar fólk segir að við
séum að koma saman aftur þá hristum við
bara hausinn því við höfum alltaf verið sam-
an, við höfum bara ekki verið að spila saman.
Það er eini munurinn.”
Um þann orðróm að tónleikarnir séu til að
styrkja Smekkleysu sem stendur á brauðfótum
um þessar mundir segir Sigtryggur að það saki
ekki að leggja eitthvað af mörkum. „Við stofn-
uðum fyrst Smekkleysu og svo Sykurmolana
sem poppdeild Smekkleysu. Við vorum þá að
búa til peninga fyrir útgáfuna og erum bara
enn að því. Það er alltaf sama gamla ruglið.”
Um þann tíma sem Sykurmolarnir þurftu
að harka í byrjun ferilsins segir Sigtryggur að
það hafi ekki verið eins auðvelt að sækja um
styrki og annað eins og í dag. „Andrúmsloftið
og allur pakkinn hefur breyst,” segir hann.
urmolanna en önnur. „Kannski „Skjóttann!”
sem er skemmtilegur blússlagari,” segir Einar.
„En samt er það bara ástandið sem Sykurmol-
arnir bjóða upp á sem er mitt uppáhalds og
ég er að uppgötva það eftir æfingarnar hvað
það er ógeðslega skemmtilegt hvað við erum
ógeðslega skemmtileg.”
„Það birtir yfir öllu,” segir Einar. „Og ég skil
alveg hvaða ánægju aðrir hafa haft af að hilusta
á okkur. Ég skil núna að við höfum kannski
fært gleði til annarra en okkar sjálfra.”
Bjarkarþáttur
Getum borgað alla víxlana
„Mér finnst rosalega óþægilegt að tala þeg-
ar myndavélin er ofan í mér. Ég dett alveg út,”
segir Björk og biður ljósmyndara að hægja á
sér í myndatökunum. Og það er rétt hjá Björk
því inni á Sirkus er dimmt og lágt til lofts og
flöss myndavélanna því sérlega aðgangshörð
svo pira þarf augun.
„Þetta eru fyrst og fremst endurfundir,” seg-
ir Björk þegar hún hefur náð að fókusa sig aft-
ur. „Eins og að hitta aftur 15 ára bekkinn sinn
í Réttó, upplifunin er svipuð. Ég hugsa að við
gerum þetta ekki að reglulegum atburði og
sé ekki fyrir mér að við hittumst á 30 ára af-
mælistónleikum. Þessir tónleikar eru mjög sér-
stakir af nokkrum ástæðum. Smekkleysa stóð
á brauðfótum og það stefndi í gjaldþrot. Við
höfum gefið út margar plötur síðustu 20 árin
með tónlist sem við trúðum á og höfðum því
aldrei hagnað í huga. Við ákváðum að taka já-
kvætt á þessu og bjarga Smekkleysu. Það hef-
ur gengið eftir og nú erum við búin að selja
nógu marga miða þannig að við getum borgað
alla víxlana fyrir allar plöturnar sem seldust
bara í 7 eintökum. Og svo erum við bara líka í
reunion-stemningu og afmælisskapi.”
Bragaþáttur
Skemmtilegt að spila lögin aftur
„Nei ég kann vel við hvernig hlutirnir hafa
þróast,” segir Bragi við blaðamenn aðspurður
um hvort hann ætli að snúa aftur með krafti á
svið tónlistarinnar.
Bragi er mikill fjöllistamaður, ljóðskáld,
rithöfundur og tónlistarmaður. „Ég hef alltaf
verið að skrifa líka,“ segir Bragi en hann gaf
út sína fyrstu ljóðabók, Dragsúg, sama ár og
Sykurmolarnir voru stofnaðir. Bragi er einn af
stofnendum Smekkleysu og er hamingjusam-
ur að sjá fram á það að fyrirtækið geti starfað
enn um sinn. „Fyrst og fremst er skemmtilegt
að hitta félagana aftur og æfa gömlu lögin, það
hrærir í manni.” Þeir Einar Örn eru sammála
um að þótt slagorð þeirra hafi verið heimsyfir-
ráð eða dauði þá sé annar kosturinn bara inni
í myndinni.
dista@bladid.net
Einarsþáttur
-Við erum ógeðslega skemmtileg
Nei, þetta er alveg jafn erfitt, það hefur ekk-
ert breyst í því hvernig maður kemur þessu
saman," segir Einar Örn um harkið. „Menn-
ingin þarf alltaf aðstoðar við og menningin er
ekki sjálfskapandi," bætir hann við.
„Hey, það má ekki reykja hérna inni,” segir
Einar Örn og bendir ungum ljósmyndara sem
á leið hjá að drepa í sígarettunni. „Það er ósið-
ur að reykja,” bætir hann við og grettir sig.
Einar segist himinlifandi yfir endurfundun-
um og segir að margar skemmtilegar minning-
ar vakni upp við æfingar á lögum hljómsveitar-
innar fyrir tónleikana. „Ég á ekkert uppáhalds,
uppáhaldslag,” segir hann aðspurður um
hvort honum þyki vænna um einhver lög Syk-
Sykurmolarnir voru stofnaðir
áriö 1986 í framhaldi af stofnun
Smekkleysu SM. Stofnendur Syk-
urmolanna voru Bragi Ólafsson,
Björk Guðmundsdóttir, Einar Örn
Benediktsson, Einar A. Melax,
Friðrik Erlingsson og Sigtryggur
Baldursson. Fyrsta útgáfa þeirra
var smáskífa með lögunum Am-
mæli og Köttur. Fyrsta stóra plat-
an þeirra hét Life's Too Good og
naut mikilla vinsælda um allan
heim. Sykurmolarnir voru einn-
ig þekktir sem The Sugarcubes.
1
í
\
I
viðtal