blaðið - 17.11.2006, Blaðsíða 32
32 FÖSTUDAGUR 17. NÓVEMBER 2006
blaðið
Halla Skúladóttir krabbameinslækn-
ir hlaut alþjóðleg blaðamannaverð-
laun fyrir umfjöllun sína um lungna
krabbamein en sjúkdómurinn fær
að hennar mati litla athygli þrátt fyr-
ir að um hálf milljón manna deyi úr
honum á hverju ári.
Halla Skúladóttir,
ungur íslenskur
krabbameins-
læknir og
danskar starfs-
systur hennar,
hljóta í ár sér-
stök alþjóðleg blaðamannaverð-
laun fyrir grein sem þær skrifuðu
um lungnakrabbamein. Þetta er í
fyrsta skipti sem verðlaunin eru
veitt en þeim er ætlað til að hvetja
til umfjöllunar um sjúkdóminn og
vekja athygli almennings á honum.
Auk heiðursins sem fylgir verð-
laununum fá Halla og starfssystur
hennar vegleg peningaverðlaun
í sinn hlut sem munu nýtast til
frekari rannsókna og kynningar á
sjúkdómnum.
Greinin sem þær fá verðlaunin
fyrir birtist í tímariti heimilis-
lækna þar sem meðal annars er
fjallað um hvað heimilislæknar
geta gert fyrir sjúkling sem er með
lungnakrabbamein.
Blöskraði hvað sjúkling-
ar máttu sín lítils
„I Danmörku fer maður til krabba-
meinslæknis til að fá meðferð og
þegar henni er lokið getur eftirlitið
oft farið fram hjá heimilislækni.
Heimilislæknum fannst þeir oft
ekki geta veitt nógu góða þjónustu
því að þá vantaði oft vitneskju um
hvað þeir ættu að gera fyrir sjúk-
lingana. Þessi grein var skrifuð
til að benda þeim á möguleika og
leiða þá í gegnum eftirlitið og eftir-
meðferðina," segir Halla sem þykir
mikill heiður fólginn í að hljóta
verðlaunin.
„Þetta hvetur mann til þess að
halda áfram því að það er greini-
lega þörf fyrir svona upplýsingar
og maður verður að halda áfram að
reyna að veita þær, viða að sér vitn-
eskju og vonandi að stunda rann-
sóknir til þess að aðstoða fólk sem er
með þennan sjúkdóm,“ segir hún.
Halla og starfssystur hennar stofn-
uðu fyrir nokkrum árum grasrótar-
hreyfingu í Danmörku til að vekja
athygli á sjúkdómnum. „Okkur
blöskraði hvað lungnakrabbameins-
sjúklingar máttu sín lítils. Við
vildum vekja athygli bæði almenn-
ings og heilbrigðisstarfsmanna á
þessum sjúkdómi og vera vakandi
fyrir honum.“
Þær stöllur hafa á undanförnum
árum haldið fundi um sjúkdóminn,
skrifað greinar í blöð og fengið tíma-
rit til að taka viðtöl við sjúklinga og
aðstandendur þeirra.
„Viðbrögðin hafa alltaf verið mjög
jákvæð og það hefur alltaf verið
tekið mjög vel í það af fjölmiðlanna
hálfu að birta efni. Sjúklingar og
aðstandendur þeirra hafa líka verið
mjög þakklátir fyrir þessa um-
fjöllun,“ segir Halla.
Aðrir sjúkdómar í forgangi
Um hálf milljón manna deyr úr
lungnakrabbameini í heiminum
á hverju ári og hér á landi greinast
um 125 manns á ári með sjúkdóm-
inn. Lungnakrabbamein er annað
algengasta krabbameinið meðal
beggja kynja hjá flestum þjóðum en
að sögn Höllu hefur sjúkdómurinn
ekki fengið þá athygli sem honum
ber. Lengi vel voru til dæmis aðrir
sjúkdómar teknir fram fyrir við
styrkveitingar til rannsókna. Hún
segir enn fremur að fyrir nokkrum
árum hafi vitund almennings
um sjúkdóminn verið afskaplega
lítil og sjúklingar mættu jafnvel
fordómum.
„Fólk hafði þá upplifun að ef
menn greindust með lungna-
krabbamein þá væri það vegna
þess að þeir hefðu reykt. Þetta er
svo sannarlega sjúkdómur sem
tengist reykingum en skuldinni
var algerlega skellt á sjúklingana
og að þeir gætu því sjálfum sér um
kennt,“ segir Halla en bætir við að
þetta viðhorf hafi breyst. Það eru
líka aðrir sjúkdómar sem orsakast
af lífsstíl fólks, eins og til dæmis
hjarta- og æðasjúkdómar án þess
að sjúklingum sé beinlínis kennt
um að hafa sjúkdóminn.
„Lungnakrabbameinssjúklingar
eru fólk sem er oft mjög veikt og
getur sjálft lítið barist fyrir sínum
málum á meðan hópar annarra
sjúklinga hafa kannski meiri styrk
til þess,“ segir Halla og bætir við
að fremur sjaldgæft sé að lungna-
krabbameinssjúklingar myndi með
sér félög en hin síðari ár séu félög að
koma fram og var það meðal ann-
ars eitt af verkum grasrótarhreyf-
ingarinnar sem Halla var hluti af
að stuðla að stofnun félags lungna-
krabbameinssjúklinga og aðstand-
enda þeirra.
„Veikindunum fylgir mikið and-
legt og líkamlegt álag og sjúkling-
arnir ganga oft um með mikla sjálfs-
ásökun ofan á það sem er náttúrlega
hræðilegt. Við þurfum að breyta
því,“ segir hún.
Lúmskur sjúkdómur
Það sem er slæmt við lungna-
krabbamein er að það gerir seint
vart við sig og með lúmskum
einkennum.
„Það er aðeins meiri hósti, aðeins
meiri uppgangur. Menn eru lengur
að ná úr sér kvefinu. Maður þarf að
vera fljótur að kveikja á perunni til
þess að átta sig á þessu og það eru
margir sem gera það ekki fyrr en
það er orðið of seint,“ segir Halla
og bætir við að mun auðveldara sé
að takast á við sjúkdóminn ef hann
greinist fyrr.
„Þess vegna hafa farið fram stórar
rannsóknir þar sem er reynt að leita
kerfisbundið að sjúkdómnum hjá
þeim sem eru í hárri áhættu sem
eru reykingamenn,“ segir Halla.
Það hefur ekki gefið góða raun að
leita að lungnakrabbameini á frum-
stigi með hefðbundnum lungna-
myndatökum og hrákasýnum að
sögn Höllu en nú er komin fram
sneiðmyndatækni sem gefur nýja
möguleika.
„Fyrstu niðurstöðurnar eru að
koma og þær sýna að hægt er að
greina sjúkdóminn þegar hann er
skammt á veg kominn eða á því
''sem við köllum stig eitt. Á því stigi
Sjátfsðsökun sjúklinga Pví fylgir mik-
ið andlegt og llkamlegt ákg að greinast
með lungnakrabbamein og ofan á það
bætist oft sjálfsásökun sjúklinga að sögn
Höllu Skúladóttur krabbameinslæknis.
. mtmmm wámi *