blaðið - 17.11.2006, Blaðsíða 10

blaðið - 17.11.2006, Blaðsíða 10
-runcuo RV6219A 10 FÖSTUDAGUR 17. NÓVEMBER 2006 blaöiö Tóbaksfyrirtæki berst gegn reykingum Bandaríski tóbaksframleiðandinn Phillip Morris birtir auglýsingar í fagtímaritum og blöðum sem eru lesin af kvikmyndagerðarfólki. Þar er beðið um að sígarettur fyrirtækisins séu ekki notaðar á hvíta tjaldinu. Þetta er gert svo ungmenni fái ekki skaðleg skilaboð. ÞÝSKALAND AFGANISTAN Dæmdur fyrir árás á tvíburaturna Þýskur áfrýjunarréttur hefur dæmt rúmlega þrítugan Marokkómann, Mounir al-Motassadek, sekan um aðild að hryðjuverkaárásinni á New York og Washington D.C. í september 2001. Al-Motassa- dek á yfir höfði sér fimmtán ára fangelsi. Mannfall mun aukast Michael Maples, hershöfðingi og yfirmaður leyniþjón- ustu bandaríska hersins, varar við því að ofbeldis- aldan í Afganistan fari vaxandi og mannfall aukist. Maples segir að talibönum hafi vaxið ásmegin og að þeir geti valdið erlenda hernámsliðinu miklum skaða. 100 m2 úr gegnheilum harð- við, ásamt 8 hestastíum. Viðurinn í húsunum erMassranduba Brasilískur harðviður 14,5 cm x 4,5 cm og er í nót allt efni er tilsniðið í húsið ásamt þaki (ekki járn) bmf vinklum gluggum og 2 stk. úti- hurðir ásamt hurð 2,30 x 2.401 gafli, Hestastíur eru úr sama efni og er í húsi (massranduba) 14,5 x 4,5 cm stærð stíu 2,40 x 1,80 hæð l,50m Stíurnar eru tilsniðnar og tilbúnar til uppsetningar. Gerum einnig tilboð eftir teikningum Verð pr. hús ásamt 8 st stíum 4,955,000 með VSK 8699540. Loforð ríkisstjórnarinnar: Fjórir milljarðar á tveimur vikum ■ Kosningaskjálfti og valdhroki ■ Með stuðning meirihlutans Eftir Ingibjörgu B. Sveinsdóttur ingibjorg@bladid.net Á undanförnum tveimur vikum hefur ríkisstjórnin tilkynnt um fjárveitingar upp á tæplega fjóra milljarða króna til ýmissa verk- efna næstu árin. „Mér finnst þetta ekki lýsa neinu öðru en kosninga- skjálfta stjórnmálamanna sem halda að þeir hafi meiri völd en þeir hafa í raun og veru,” segir Kol- brún Halldórsdóttir, þingmaður Vinstri grænna. „Á sama tíma og þetta er að ger- ast er að störfum fjárlaganefnd Al- þingis sem í sitja ellefu lýðræðislega kjörnir fulltrúar þjóðarinnar. Allar TILKYNNT UM MILLJARÐA FJÁRÚTLÁT Á TÍU DÖGUM: Þann 4. nóvember greindi Siv Fríöleifsdótt- ir heilbrigðisráöherra frá því að ráðist yrði í byggingu 174 nýrra hjúkrunarrýma fyrir aldr- aða á árunum 2006 til 2010. Heildarkostn- aðurinn við að koma þessum rýmum upp er 2,6 milljarðar. Þann 10. nóvember tilkynnti Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir menntamálaráðherra að 100 milljónum króna yrði varið til ís- lenskukennslu fyrir útlendinga á næsta ári. Gert er ráö fyrir að heildarkostnaður við framkvæmd verkefnisins á næstu þremur árum geti orðið 434 til 702 milljónir. Þann 14. nóvember undirrituðu Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir menntamálaráðherra og Árni M. Mathiesen fjármálaráðherra samkomulag við samtök kvikmyndagerðar- manna um 700 milljóna króna stuðning við kvikmyndagerð á næstu fjórum árum. þessar fjárveitingar fara fram án þess að þær séu bornar undir fjár- laganefnd,” greinir Kolbrún frá. Hún leggur þó áherslu á að ef eitt- hvað komi skyndilega upp á sem setja þurfi fjármuni í þegar fjárlög eru ekki opin sé eðlilegt að fram- kvæmdavaldið hafi slík völd. „En á þeim tíma sem fjárlög eru galopin og 63 þingmenn eru allir af vilja gerðir til að skoða fjármuni frá hinu opinbera úr okkar sameiginlegu sjóðum til góðra verkefna þá á það að fara í gegnum þann farveg. Þetta er óeðlileg afgreiðsla og hún lýsir eigingirni og valdhroka.” Arnbjörg Sveinsdóttir, þingflokks- formaður Sjálfstæðisflokksins, segir ráðherrana tilkynna stefnumið sín með fyrirvara um samþykki þings- ins fyrir fjárveit- ingunum. „Ég held að allir ! geri sér grein fyrir því að þingið þarf að Þorgerður Katrín Gunn- arsdóttir Boðar fé til ken- nslu og kvikmyndagerðar. Ráðherrar með þingmeirihluta Arnbjörg Sveinsdóttir, þingmaður samþykkja tillögurnar sem koma. En ráðherrarnir koma ekki með svona tillögur nema af því að þeir vita að þeir hafa stuðning við þær frá meiri- hlutanum. Hér er meirihlutastjórn og ráðherrarnir hafa þingmeirihluta á bak við sig,” bendir hún á. Kolbrún tekur það fram að ekki sé óeðlilegt að ýmsar hugrenningar kvikni hjá fólki þegar svona miklar fjárveitingar séu veittar í miðri próf- kjörsbaráttu. „Mér finnst eðlilegt að þjóðin spyrji spurninga eins og þeirrar hvort verið sé að borga fyrir hluti sem einstakir þátttakendur í prófkjörum hafi verið að gefa lof- orð um úti í bæ. Ráðherrarnir hafa ekki völd til að fara ofan í okkar sameiginlegu sjóði á þessum nótum sem þeir eru að gera núna. Þeir eru að fara út fyrir v a 1 d s v i ð sitt á tíma sem er mjög viðkvæmur.” Siv Friðleifsdóttir Ný hjúkrunarrými á næstu fjórum árum. Þegar gæðin skipta máli Lotus Professional borðpappírsvörur Halldór Sigdórsson aðstoðarverslunarstjóri hjá RV Til hátíðabrigða í verslun RV að Réttarhálsi eru nú á tilboði Lotus LinStyle dúkar og servíettur í mörgum litum. Einnig eru á tilboði ýmsar gerðir af servíettum, diskamottum og „löberum" með jólamynstri. Takmarkað magn er í boði af sumum jólavarningi. Fyrstur kemur fyrstur fær. Rekstrarvörur - vinna með þér Réttarhálsi 2 • 110 Reykjavík Sími: 520 6666 • Fax: 520 6665 sala@rv.is • www.rv.is R W V Ekki hressir Tyrkir hafna því að stjórnvöld hafi látið drepa eina og hálfa milljón Armena í fyrri heimsstyrjöldinni. Spenna í samskiptum Tyrkja og Frakka: Tyrkir slíta hernaðar tengslum við Frakka Tyrknesk stjórnvöld hafa slitið öllum hernaðartengslum við Frakka. Þau mótmæla lagasetn- ingu sem heimilar yfirvöldum að fangelsa og sekta þá sem neita að viðurkenna að Tyrkir hafi framið þjóðarmorð á Armenum í fyrri heimsstyrjöldinni. Lögin, sem hafa verið samþykkt í neðri deild franska þingsins, bíða staðfestingar efri deildar og forseta. Jaques Chirac Frakklandsforseti er hinsvegarandvígurlagasetningunni og þvi er ólíklegt að hann staðfesti þau. Franskir vopnaframleiðendur hafa litið á tyrkneska markaðinn álitlegum augum og er talið ólíklegt að efri deildin samþykki lögin. Spennan í samskiptum Tyrkja og Frakka kemur á sama tíma og fréttir berast um að horfur á aðild Tyrk- lands að Evrópusambandinu (ESB) séu dökkar. í nýrri skýrslu sem var gerð fyrir ESB um ástand mála í Tyrklandi eru stjórnvöld gagnrýnd fyrir hægagang í umbótum og seina- gang við að finna viðunandi lausn á málefnum Kýpur. Margir telja að aðildarviðræður muni ekki hefjast í bráð.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

blaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.