blaðið - 17.11.2006, Blaðsíða 30

blaðið - 17.11.2006, Blaðsíða 30
30 FÖSTUDAGUR 17. NÓVEMBER 2006 blaðið Miðnæturopnui Það verður mikið um dýrðir í Eymundsson í Smáralind í kvöld því þegar klukkan slær 12 hefst miðnætursala á annarri bók Christophers Paolini, Öldungurinn. Hún erframhaid bókarinnar Eragon sem hefur slegið í gegn um allan heim og hefur meðal annars verið kvikmynduð. Óþreyjufullir kaupendur fá góðan afslátt af bókinni og boðið verður upp á Nýbökuð móðir á tímamótum „Þetta gengur allt saman mjög vel. Drengurinn er vær og góður og ég kann prýðilega v/ð mig iþessu nýja hlutverki.'' Nú fer hver að verða síðastur að sjá spunaverkið Þjóðarsálina sem sýnt er í Reiðhöll Gusts í Kópavogi. [ sýningunni gefst gestum kostur á að kynnast fimm ólíkum birtingarmyndum íslenskrar þjóðarsálar og ýmsar kynjaverur á borð við kraftajötna og fimleikafólk birtast áhorfendum. Leikstjóri er Sigrún Sól Ólafsdóttir. Næsta sýning er í kvöld klukkan 20 og einnig er sýning á sunnudag á sama tíma. nn Lárusdóttir og Friðrik Karlsson senda frá sér plötu ■ ntgifflliT. Vatnslitamyndir Nikulás Sigfússon opnar sýn- ingu á vatnslitamyndum sínum í Galleríi Smíðar og Skart, Skóla- vörðustíg 16A á morgun klukkan 14. Nikulás hefur í gegnum tíð- ina haldið um tuttugu einkasýn- ingar og tekið þátt í nokkrum samsýningum. Á sýningunni sem verður opnuð á morgun er viðfangsefni Nikulásar aðallega íslenskt landslag. Sýningin stendur til 1. desember og er op- in á verslunartíma gallerísins. /V KUnfitBu^ BlaðiÖ/Frikki Nýtt í Kling og Bang Á morgun veráur hulunni svipt af tveimur nýjum sýningum í Kling og Bang galleríi við Lauga- veg. Á jarðhæð opnar Helga Óskarsdóttir sýningu sem ber heitið Myndlistardreifing og í kjallara opnar Kristinn Már Pálmason sýninguna Krimp og Kling og Bang og Slang - Fé- lagslega málverkið. Opnunin hefst klukkan 17 og eru allir velkomnir. Kristinn í Salnum Kristinn Sigmundsson og Jónas Ingimundarson halda Ijóðatón- leika í Salnum í Kópavogi á morgun. Á tónleikunum flytja þeir tvo Ijóðaflokka, Vier ernste Gesánge op. 121 eftir Johannes Brahms og Songs of Travel eftir Ralph Vaughan Williams, auk sönglaga eftir Francesco Paolo Tosti. Kristinn hefur haft í nógu að snúast úti um allan heim að undanförnu en á þessu ári hefur hann meðal annars sungið í Pómeó og Júllu eftir Gounod og Fidelio eftir Beethoven í Metrópólitan-óperunni í New York, í Valkyrjunni eftir Wagner í Feneyjum, Rósariddaranum eftir Richard Strauss (Munchen, Tristan und Isolde eftir Wagner og Rigoletto eftir Verdi í San Francisco-óperunni. Þetta er því kærkomið tækifæri fyrir íslenska aðdáendur hans. Tón- leikarnir hefjast klukkan 16 og er aðgangseyrir 3000 krónur. Ljúf og notaleg stemning I órunni Lárusdóttur er margt til lista lagt en hún hefur á undan- : ;í förnum árum fengist jöfnum höndum við söng og leiklist. Hún útskrifaðist frá The Webber Douglas Academy of Dramatic Art í Lundúnum árið 1998 og hefur haft nóg að gera í sínu fagi hér á landi og reglulega birst leikhúsgestum í hinum ýmsu hlutverkum. Þórunn er auk þess liðtækur trompetleikari og tekur reglulega lagið með systrum sín- um, þeim Hjördísi Elínu og Ingi- björgu. Hún er að venju með mörg járn í eldinum og sendi nýlega frá sér plötuna Álfar og fjöll í sam- starfi við gítarleikarann góðkunna, Friðrik Karlsson, sem hefur búið og starfað í Lundúnum undanfar- in ár „Þetta er afskaplega róleg og ljúf plata, svona ekta þegar mann langar í rólega stemningu og nota- lega stund,“ segir Þórunn, ánægð með afraksturinn. Perlur íslenskrar tónlistar Lögin á plötunni hafa flest fyrir löngu öðlast sess í hugum í slendinga en þar er meðal annars að finna þjóð- lagið Sofðu unga ástin mín, Hvert ör- stutt spor eftir Jón Nordal og Dagný eftir Sigfús Halldórsson. Auk þess- ara gömlu laga sem svo mörgum eru kær eru einnig þrjú frumsamin lög eftir Friðrik á plötunni en Þórunn gerði tvo af textunum. „Ég hef að- eins fengist við textagerð í gegnum tíðina. Ég byrjaði að skrifa ljóð þegar ég var sjö ára og hef alltaf haft gam- an af því að setja saman orð. Ég þarf svolítið langan tíma til að semja og finnst gott að leyfa hlutunum að gerj- ast í höfðinu á mér. Ég syndi mikið og finnst frábært að semja í sundi. Þar næ ég að slaka vel á og ná góðri einbeitingu. Svo set ég eitthvað á blað þegar heim er komið og oftar en ekki hjálpar Snorri, maðurinn minn, mér að pússa textana," útskýr- ir Þórunn. Þetta er í fyrsta skipti sem hún og Friðrik starfa saman en þau þekktust lítillega áður. „Samstarfið gekk ákaflega vel enda er Friðrik svo ljúfur og yndislegur drengur," segir Þórunn brosandi. „Þetta kom þannig til að Sena hafði sam- band við mig og bað mig að taka þátt í verkefninu. Hugmyndin er upphaflega Friðriks og hann sér að mestu leyti um tónlistina. Ég ljæ plötunni rödd mína og er af- skaplega þakklát fyrir að hafa feng- ið að taka þátt í þessu.“ Stendur á tímamótum Þórunn segir lögin á plötunni flest vera sér mjög kær. „Við ákváð- um að leita að mestu í þessi gömlu, góðu lög sem allir þekkja. Svo eru líka tvö karlakóralög á plötunni en pabbi minn, Lárus Sveinsson, stjórnaði karlakórnum Stefni til fjölda ára og ég hef margoft hlust- að á Nú sefur jörðin og Sefur sól hjá Ægi í flutningi kórsins. Mér þykir ákaflega vænt um þessi lög og veit ekki til að neinn hafi sung- ið þessi karlakóralög einsamall inn á plötu fyrr.“ Þórunn stendur á ákveðnum tímamótum um þessar mundir en hún eignaðist lítinn dreng fyrir þremur mánuðum sem hlotið hef- ur nafnið Kolbeinn Lárus. „Þetta gengur allt saman mjög vel. Dreng- urinn er vær og góður og ég kann prýðilega við mig í þessu nýja hlut- verki. Eg er líka orðin lausráðin í Þjóðleikhúsinu og hef þess vegna meira rými en áður til þess að búa mér til ný og skemmtileg verk- efni. Það eru allskyns hugmyndir að gerjast með mér og mig langar að halda áfram bæði að syngja og leika.“ Þórunn segir ekki loku fyrir það skotið að hún taki lagið opin- berlega á aðventunni en að mestu verði tíminn notaður til að vera með fjölskyldunni. „Ég gæti þess þó að loka mig ekki af enda á ég duglegan mann sem tekur þátt í uppeldinu til jafns við mig þannig að ég hef tíma til að sinna mínum hugðarefnum," segir Þórunn að lokum. Að deyja Sögur af mönnum sem bíða þess eins að deyja geta verið hin ágætasta skemmtun. Sú er alla vega raunin með Bresti í Brook- lyn eftir Paul Auster. Nathan Glass snýr aftur á æsku- slóðirnar á fyrstu síðu bókarinnar til að bíða þögulla endaloka dap- urlegs og fáránlegs lífs síns eins og hann segir sjálfur frá. Á næstu síðu reitir hann einkadóttur sína svo til reiði að hún ákveður að tala ekki meira við hann. Auster gefur tóninn strax í upphafi, kynnir til sögunnar erfiða en jafnframt nokk- uð skemmtilega aðalsögupersónu, og fylgir því eftir með þrusugóðri í Brooklyn sögu og skemmtilegum persónum. Brestir í Brooklyn er fyrst og fremst saga af fólki og hvernig það bregst við aðstæðum, en er líka stút- full af skemmtilegum sögum. Fyrst og síðast er þetta þó sagan af því "hvernig Nathan tekst á við sjálfan sig og það líf sem hann hefur lifað. Ekki síst því sem hann lærir af því að fylgjast með samferðafólki sínu. Þetta er bók sem býður upp á svo margar sterkar hliðar. Auster skapar persónur sem lesandanum þykir vænt um (svo sem efnilega frændann Tom Wood sem hefur misst sjónar á hvert hann stefnir og barnungu frænkuna Lucy sem þegir þunnu hljóði langtímum sam- an og reynist hin mesta ráðgáta) og persónur sem lesandinn hefur mjög gaman af (eins og bókasalann Harry Brightman sem leynir hressi- lega á sér). Sögurnar sem mynda heildina eru líka margar og góðar, sumar eru fyndnar, aðrar dramat- ískar og nokkrar spennandi. Brest- ir í Brooklyn er líkust lagköku þar sem hverju nýju laginu er bætt ofan á það sem fyrir er, hver sagan tek- ur við af annarri og fléttast inn í myndarlega, bragðgóða og vel ilm- andi heild. brynjolfur@bladid.net Brestir í Brooklyn Eftir Paul Auster Bækur ★★★★★
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

blaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.