Bændablaðið - 12.04.2005, Blaðsíða 7

Bændablaðið - 12.04.2005, Blaðsíða 7
Þriðjudagur 12. apríl 2005 7 Hreinn Þorkelsson sendi þenn- an skemmtilega pistil og enn skemmtilegri vísur á Leirinn: Brynjólfur Pálsson, bóndi í Núpstúni í Hrunamannahreppi, gerði ótal braghendur á fjalli í gegnum tíðina. Það voru nátt- úrustemningar og gangna- mannasaga Hrunamanna um leið. Karlarnir sungu þetta við raust í kofunum á kvöldin, góð- glaðir háfjallatenórar í hverjum barka. Þær voru sungnar af innlifun dýpstri og eru reyndar enn; engin þörf á þátíð hér. Binni hefur hins vegar aldrei viljað birta neitt eftir sig á prenti. Hann hefur það fram yfir okkur prentsvertupúkana marga. Einnig er hann hagyrðingur fá- gætur, sem er auðvitað meira um vert og því sárara að ekki séu til á prenti ljóðasöfn hans. Líklegast er að Svínárnes-nafn- ið sé þannig til komið að síð- ustu nótt á fjalli eyddu/eyða menn í Svínárnesi, þar sem Sandá fellur í Hvítá og Bláfellið gnæfir yfir vestan ár. Þar hittast Norðurleit og Suðurleit og þar er jafnan fagnaðarfundur og mikið sungið einmitt það kvöld. Djöfull er nú drengir gott að detta í ´ða mega frjáls um fjöllin ríða og fullur oní pokann skríða. Gríðarlega gáskablandin gerð- ist reiðin fram með Sandá létt var leiðin lostafull og blaut var heiðin. Ekki læt ég af mér renna allan daginn okkur gengur allt í haginn ef við höfum norðan blæinn Forlögin mig færðu hingað fylli- raftinn aðeins til að opna kjaftinn og endurnýja sálarkraftinn Það er eins og inní hausnum ennþá kveði ekki man ég allt sem skeði en eitt er víst að þar var gleði. Kæri Jón Hermaður, staðsettur í Afgan- istan, fékk svokallað „Kæri Jón“ bréf að heiman frá kærustunni. Það hljómaði svona: Kæri Jón Ég get því miður ekki haldið sambandi okkar áfram. Fjar- lægðin á milli okkar er bara of mikil. Ég verð að viðurkenna að frá því þú fórst hef haldið fram- hjá þér tvisvar og það er ekki sanngjarnt. Mér þykir þetta miður.Vertu svo vænn að senda til baka myndina af mér sem ég sendi þér. Ástarkveðja, Sigga Hermaðurinn, með særðar til- finningar, bað félaga sína um að lána sér allar þær myndir sem þeir hefðu af kærustum sínum, systrum eða fyrrverandi kærustum. Þessar myndir, auk myndarinnar af Siggu, setti hermaðurinn í umslag ásamt meðfylgandi bréfi: Kæra Sigga. Þú verður að fyrirgefa en ég get ekki með nokkru móti munað hver í andsk....... þú ert. En taktu endilega myndina af þér úr bunkanum og sendu restina til baka. Kveðja, Jón Mælt af munni fram Umsjón: Sigurdór Sigurdórsson Bændum brá heldur betur í brún er tilkynnt var í fréttum Rík- issjónvarpsins 31. mars sl. að ríkis- stjórnin hefði ákveðið að einka- væða og selja Lánasjóð landbún- aðarins og kaupandinn myndi þá eignast fyrsta veðrétt í nær öllum bújörðum á Íslandi. Lánasjóður landbúnaðarins er opinber stofnun sem bændur hafa greitt til ákveðið hlutfall af fram- leiðsluverðmæti sínu og á grund- velli þeirra tekna hefur sjóðnum verið kleyft að lána bændum fé á hagstæðari kjörum en annars hefði verið. Sjóðurinn hefur átt ríkan þátt í að byggja upp og þróa land- búnaðinn, hann hefur aftur og aftur tekið þátt í aðgerðum til að verja einstakar búgreinar eða bændur al- mennt áföllum og hefur tryggt dreifðan sjálfseignarbúskap vítt og breitt um landið. Lánareglur eru fullkomlega gegnsæjar og bændur hafa jafnan aðgang að sjóðnum óháð búsetu. Þó sjóðurinn sé að formi til í eigu ríkisins er fjarri því að ríkið hafi sjálfsagðan ráðstöfunarrétt yf- ir honum. Það eru bændur og sam- tök þeirra sem hafa byggt upp sjóðinn. Markmið hans er fjár- málaþjónusta við bændur á jafn- réttisgrunni en ekki hámörkun eigin gróða. Útlánatöp eru hverf- andi og nánast engin ef frá er talið það sem tengist aðgerðum til lausnar vanda einstakra búgreina á erfiðleikatímum. Þá hefur sjóður- inn eins og áður sagði oft leikið stórt hlutverk í aðgerðum til að fleyta landbúnaðinum yfir erfið- leikatímabil með frestun afborg- ana, skuldbreytingum og fleiru slíku. Samþjöppun og rað- uppkaup jarða mikið áhyggjuefni Einn alvarlegasti vandi sem nú steðjar að íslenskum landbúnaði er raðuppkaup einstaklinga og fyrir- tækja á bújörðum og samþjöppun framleiðsluréttar. Brýnt er að á því sé tekið. Það er sótt að sjálfs- eignarbóndanum og fjölskyldubú- unum. Meðan engin takmörkun er á slíku er enn varasamara en ella að einkavæða lánasjóðinn, selja hann eða leggja hann niður. Að fórna fyrsta veðrétti á nán- ast öllum jörðum landsins í hendur bankastofnunar sem hefur að æðsta boðorði sem hraðastan og mestan gróða eigenda sinna getur á skömmum tíma gjörbreytt eignar- haldi á jörðum og búsetumynstri í landinu. Ætli mörgum þyki ekki nóg um þær breytingar sem þegar eru að verða þó ekki sé hellt olíu á eldinn með slíkri aðgerð. Á tímum eins og þeim sem nú ríða yfir þjóð- ina, þar sem sótt er að félagslegum gildum og samheldni er á undan- haldi, kemur þó krafan um einka- væðingu og sölu Lánasjóðsins ekki á óvart. Félagsleg samstaða er styrkur landbúnaðarins Það má vel vera að einstaka bændur sem nú eru með uppbyggð bú sín og hafa notið sjóðsins vilji nú hætta að leggja til hans fé, ekki síst í ljósi þess að uppbyggð bú á verðmætustu jörðum landsins geta nú átt kost á hagstæðari lánum, a.m.k. tímabundið, hjá viðskipta- bönkum. En það mun ekki gilda fyrir alla. Bújarðir á jaðarsvæðum og innan einstakra héraða munu verða afskiptar. Viðskiptabankar munu þar deila og drottna á sínum forsendum. Þeir hafa engar samfé- lagsskyldur, markmiðið er ein- göngu að hámarka gróða eigenda sinna á hverjum tíma. "Mun þá mörgum bóndanum þykja þröngt fyrir sínum durum". Það kemur engum á óvart að einkavæddur fjármálaheimurinn vilji komast yfir þennan sjóð, ekk- ert síður en Íbúðalánasjóð sem einnig er gerð hörð atlaga að um þessar mundir. Þá geta gróðaspeg- úlantar sjálfsagt reiknað það út að óhætt sé að leggja í nokkurn fórn- arkostnað til að ná tangarhaldi á nánast öllum bújörðum í landinu.. En þá á ekki að leggjast flatur í slíkan straum, ef til óheilla horfir, heldur spyrna við fótum. Félagsleg samstaða er styrkur landbúnaðar- ins. Endurskoðunar er þörf Landbúnaðarnefnd Alþingis var afhent í byrjun apríl skýrsla sérstakrar verkefnisstjórnar sem falið var að meta stöðu og framtíð Lánasjóðsins. Í skýrslunni er nán- ast gefið fyrir fram sú forsenda að selja þurfi sjóðinn og síðan unnið út frá því. Það er mjög einhæf nálgun. Vel má vera að Lánasjóðurinn hafi brugðist seint við breyttum aðstæðum og ýmislegt þarf þar augljóslega að endurskoða, t.d. framleiðslugjald bænda til sjóðs- ins. Það verður líka að teljast óeðlilegt að þau lán sem sjóðurinn tekur til að fjármagna útlán sín skuli bera um 6 % vexti þrátt fyrir ríkisábyrgð, en meðal útlánavextir eru um 4,5%. Það hlýtur að mega kanna möguleika á að endursemja um þessar skuldbindingar. Þá hefur sjóðurinn enga heim- ild til að leggja á uppgreiðslugjald lána eins og flestar fjármálastofn- anir hafa. Vel mætti afmarka lánaflokka hans og takmarka lánveitingar við eina jörð eða að lána ekki sama aðila til raðuppkaupa á jörðum svo að dæmi sé tekið. Lögum Lánasjóðinn að breyttu umhverfi Þannig má endurskoða ýmis atriði í lögum og starfsreglum sjóðsins og kanna m.a. eftirfar- andi: 1. Finna leið til að endur- semja um kjör á þeim lánum sem sjóðurinn fjármagnar útlán sín með. 2. Lækka stjórnunar og rekstrarkostnað sjóðsins. 3. Afmarka lánshlutverk hans við ákveðinn grunnstuðn- ing við búskap og jarðakaup. 4. Samreka, eða mögulega sameina, Lánasjóðinn og Lífeyr- issjóð bænda. Mín skoðun er sú að gríðarleg áhætta sé tekin með því að einka- væða og selja Lánasjóðinn að svo lítt athuguðu máli. Miklu nær væri að laga starfsemi hans að breyttum aðstæðum og tryggja framtíð hans í nýju umhverfi og með endurskil- greint hlutverk. Landbúnaðurinn og sveitirnar þurfa áfram á sjóði að halda sem tryggir á jafnræðis- grundvelli grunnfjármögnun til jarðakaupa og uppbyggingar og þar með það félagslega og byggða- lega hlutverk að styðja við dreifða búsetu, tryggja jafnrétti til grunn- fjármögnunar óháð búsetu og auð- velda endurnýjun í greininni. Jón Bjarnason alþingismaður Stöndum saman og verjum Lánasjóðinn Sjötta þingmannaráðstefna um norðurskautsmál var haldin á Grænlandi fyrr í vetur. Sigríður A. Þórðardóttir, Magnús Stef- ánsson og Þórunn Sveinbjarnar- dóttir sóttu ráðstefnuna f.h. Al- þingis ásamt ritara. Dagskrá ráðstefnunnar endurspeglaði fundi og vinnu þingmanna- nefndarinnar á árinu og var skipt upp í þrjá meginhluta eftir efnistökum. Fyrsti hluti fjallaði um loftslagsbreytingar á norður- slóðum, annar hluti um sjálf- bæra mannlífsþróun á norður- slóðum og þriðji hluti um sjálf- bæra efnahagsþróun á norður- slóðum. Ráðstefnan þótti ein- staklega áhugaverð og vel heppnuð. Í lok hennar var sam- þykkt samhljóða yfirlýsing með margvíslegum ályktunum og áskorunum um þau mál sem efst voru á baugi. Helstu þættir yfir- lýsingarinnar fylgja hér á eftir. Ráðstefnan staðhæfir eftirfar- andi: - loftslag á norðurslóðum hlýn- ar ört og mun meiri hlýnun er spáð á næstu áratugum; - ört hlýnandi loftslag á norð- urslóðum mun að öllum líkindum hafa víðtækar afleiðingar um heim allan og taka verður á þeim málum á sameiginlegum alþjóðlegum vettvangi allra helstu ríkja heims; -loftslagsbreytingar og aukn- ing útfjólublárra geisla á norður- slóðum munu hafa alvarlegar af- leiðingar fyrir félags-, efnahags- og menningarlega tilvist íbúa norðurslóða, auka ýmsar heilsu- farslegar hættur og ógna hefð- bundnu lífsviðurværi og menningu tiltekinna þjóðflokka á norðurslóð- um; -loftslagsbreytingar hafa nú þegar víðtæk áhrif á náttúru og umhverfi norðurskautssvæða, vist- kerfi þeirra, dýra- og plöntulíf; -áhrif af mannavöldum, sér- staklega losun gróðurhúsaefna, svo sem koltvísýrings, er ein mik- ilvæg ástæða fyrir loftslagsbreyt- ingum á norðurslóðum; -með hlýnandi loftslagi munu siglingaleiðir í norðri opnast og möguleikar skipaflutninga aukast til muna. Ráðstefnan skorar á stjórnvöld norðurskautsríkja að: -draga úr loftslagsmengun og losun koltvísýrings, auka sjálfbæra nýtingu orku og leggja áherslu á þróun og notkun endurnýtanlegra orkugjafa; -styðja samfélög á norður- skautssvæðum með skipulögðum hætti við að aðlagast loftslags- breytingum; -ganga úr skugga um að þau tækifæri sem fást til siglinga í norðurhöfum séu nýtt á sjálfbæran hátt og að þær hættur sem felast í auknum skipaflutningum séu skorðaðar með ásættanlegum um- hverfiskröfum, bættri skipatækni og skýrum og áreiðanlegum upp- lýsingum um ástand skipa; -breiða út vitneskju á meðal al- mennings um loftslagsbreytingar og nýta niðurstöður skýrslu Norð- urskautsráðsins um loftslagsbreyt- ingar í skóla- og menntastarfi stofnana á norðurslóðum; -láta reglulega meta sjálfbæra mannlífsþróun á norðurslóðum og vinna með skipulögðum hætti að því að frekari vitneskju sé aflað á því sviði; Ráðstefnan skorar á þing- mannanefnd um norðurskauts- mál að: -koma á framfæri kraftmiklum skilaboðum til stjórnvalda um mikilvægi og alvarleika loftslags- breytinga á norðurslóðum og vekja athygli á brýnni þörf fyrir aðkall- andi aðgerðir; -halda áfram reglulegri um- fjöllun og skipulögðu mati á þeim niðurstöðum sem fram koma í nýrri skýrslu Norðurskautsráðsins um sjálfbæra mannlífsþróun; -taka virkan þátt í vinnuhópi Norðurskautsráðsins um upplýs- ingatækni og vinna að því að verk- efnið TRAICE komi til fram- kvæmda innan ráðsins. Þingmannaráðstefna um norðurskautsmál Loftslag á norðurslóðum hlýnar ört og mun meiri hlýn- un er spáð á næstu áratugum Bændablaðsmynd/Jón Eiríksson

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.