Bændablaðið - 12.04.2005, Blaðsíða 15

Bændablaðið - 12.04.2005, Blaðsíða 15
Þriðjudagur 12. apríl 2005 15 Flagheflar Vinnslubreidd 2,5 m Verð kr. 188.000 m. vsk. H. Hauksson ehf Suðurlandsbraut 48 108 Reykjavík Sími 588 1130 Kynnisferð formanna búnaðarsambandanna til Danmerkur og Noregs Á formannafundi búnaðarsambandanna s.l. haust var ákeðið að stjórnarformenn sambandanna færu í ferð til Norðurlandanna til að kynnast af eigin raun skipulagi og uppbyggingu félagskerfis bænda og fyrirkomulagi í ráðgjafarþjónustu þar. Ferðin var svo farin 3. apríl og stóð í nokkra daga. Á myndinni, sem tekin er fyrir framan höfuðstöðvar dönsku Bændasamtakanna í Axelborg í Kaupmannahjöfn gefur að líta ferðafélagana. Hópurinn fékk allstaðar framúrskarandi mótttökur og var ferðin afar lær- dómsrík og miklar upplýsingar lagðar fram. Í Dan- mörku heimsótti hópurinn m.a. dönsku bændasam- tökin, - skoðaði nýja leiðbeiningamiðstöð á Fjóni (LandboFyn) og heimsótti stjórnarmann búnaðarsambandsins sem rekur þá miðstöð,- Landssenteret eða landsmiðstöð ráðgjafarþjónustu Dana í Skejby utan við Árósa og kúabónda með lífrænan búskap. Í Noregi voru það bændasamtökin norsku og samtök framleiðendasamvinnufélaga bænda, - landbúnaðarskrifstofun á fylkis- og sveita- stjórnastigi, framleiðendaþjónusta TINE eða norsku mjólkursamlaganna (ráðgjöf og skýrsluhald), - til- raunahringirnir og ráðgjafaþjónusta í jarðrækt og að lokum fékk fólk að kynnast ráðgjafar- og fram- leiðendaþjónustu norskra framleiðenda nautgripa-, svína- og kindakjöts (Gilde).

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.