Bændablaðið - 12.04.2005, Blaðsíða 18

Bændablaðið - 12.04.2005, Blaðsíða 18
18 Þriðjudagur 12. apríl 2005 Sí- menntun á 36 stöðum Á undanförnum árum hafa níu fræðslu- og símenntunarmið- stöðvar sprottið upp á lands- byggðinni. Að þeim standa sveitarfélög, stéttarfélög, menntastofnanir og fyrirtæki sem sjá sér hag í því að halda fólki í heimabyggð en gera því kleift að leggja stund á fram- haldsnám. Þessar stöðvar eiga samstarf í samtökum sem nefn- ast Kvasir og eru eftirfarandi: Símenntunarmiðstöðin á Vest- urlandi með aðalstöðvar á Akra- nesi og útibú í Borgarnesi, Stykk- ishólmi, Búðardal og á Hellissandi. Fræðslumiðstöð Vestfjarða með aðsetur á Ísafirði en útibú á Patreksfirði, Tálknafirði, Hólma- vík, Reykhólum og Finnboga- stöðum í Árneshreppi. Farskóli Norðurlands vestra - miðstöð símenntunar með aðsetur á Sauðárkróki og útibú á Hvammstanga, Blönduósi, Skaga- stönd og Siglufirði (auk tengsla við Hólaskóla). Símenntunarmiðstöð Eyja- fjarðar - Símey með aðsetur á Akureyri. Fræðslumiðstöð Þingeyinga - FræÞing með aðsetur á Húsavík og útibú á Laugum í Reykjadal. Auk þess er fjarfundarbúnaður á Kópaskeri, Raufarhöfn og Þórshöfn. Fræðslunet Austurlands með aðsetur í háskólasetri á Egilsstöð- um og útibú á Vopnafirði, Nes- kaupstað, Fáskrúðsfirði, Djúpa- vogi og Hornafirði. Fræðslunet Suðurlands með aðsetur á Selfossi og útibú á Flúð- um, Hvolsvelli, í Vík og á Kirkju- bæjarklaustri. Viska - Fræðslu- og símennt- unarmiðstöð í Vestmannaeyjum með aðsetur í rannsóknasetri Há- skóla Íslands í Vestmannaeyjum. Miðstöð símenntunar á Suður- nesjum með aðsetur í Keflavík. Símenntunarstöðvarnar starfrækja skrifstofur og náms- ver og hafa 1-4 starfsmenn hver miðstöð. Starfsemin er á 36 stöðum, oftar en ekki í grunn- eða framhaldsskólum þar sem starfsmenn þeirra aðstoða fjar- nema. Víða í námsverunum er fjarfundarbúnaður og alls stað- ar eru tölvur í góðu netsam- bandi við helstu skóla landsins, bæði á framhalds- og háskólastigi. Hlutverk stöðvanna er að efla og styrkja atvinnulíf og samfélag á landsbyggðinni með því að bæta aðgengi að símennt- un og færa námsmöguleika nær heimabyggð fólks. Þær miðla námi á framhalds- og háskóla- stigi og standa auk þess fyrir námskeiðshaldi á eigin vegum eða í samstarfi við aðra. Auk þess veita þær náms- og starfs- ráðgjöf og annað sem orðið get- ur til þess að auka símenntun og hækka menntunarstigið á landsbyggðinni. Vestur á Ísafirði er starfandi Fræðslumið- stöð Vestfjarða sem reyndar er að skipta sér í tvennt og geta af sér Háskólasetur Vest- fjarða. Fræðslumiðstöðin er stofnuð eins og aðrar símenntunarstöðvar landsbyggðar- innar til þess að annast fullorðinsfræðslu með hefðbundnu námskeiðshaldi og jafn- framt að þjóna þeim sem vilja stunda fjar- nám við háskóla í öðrum landshlutum eða jafnvel löndum. Nú hefur verið ákveðið að færa síðar- nefnda hlutann út úr Fræðslumiðstöðinni og flytja hann í háskólasetur sem ætlunin er að koma fyrir í svonefndu Vestrahúsi á Ísafirði þar sem fyrir er Þekkingarsetur Vestfjarða með helstu rannsóknarstofum bæjarins. Þar eru menn ekki alveg ókunnugir fjarkennslu því á Hafrannsóknastofnun sem er með útibú í hús- inu eru stundaðar rannsóknir og kennsla í veið- arfæragerð. Nemendurnir eru fæstir á Ísafirði því þeir læra netagerðina með aðstoð tölvu- tækninnar og búa víðsvegar um land, allt aust- ur á Djúpvog. Það hefðu einhvern tíma þótt tíðindi að á Vestfjörðum sætu rúmlega 160 manns og stunduðu háskólanám, dreifðir á tíu háskóla um allt land en færu þó sjaldan að heiman. Þetta er samt staðreynd og í yfirliti sem Smári Haraldsson forstöðumaður Fræðslumiðstöðv- arinnar lét blaðamanni í té kemur fram að lang- flestir nemendurnir eru við Háskólann á Akur- eyri og Kennaraháskólann. Merkilegt nokk er enginn Vestfirðingur innritaður í auðlindadeild þar sem sjávarútvegur er í hávegum hafður, hins vegar eru sjö að læra garðyrkju og bú- fræði við Landbúnaðarháskólann. Af þessum 163 nemendum er yfirgnæfandi meirihluti konur, 119 á móti 44 körlum, og langflestir eru á norðanverðum Vestfjörðum þótt nemendur búi einnig á Ströndum og sunnanverðum fjörð- unum allt suður að Reykhólum. Gjörbylting Smári segir að Fræðslumiðstöðin sé í samstarfi við skóla í Vesturbyggð og á Tálknafirði en þar er svonefnd Dreifmenntaverkefni í gangi í grunnskólunum. Einnig hefur miðstöðin gert samninga við grunnskólana á Hólmavík, Reyk- hólum og Finnbogastöðum í Árneshreppi um að fjarnemar geti fengið aðstöðu þar. Þótt nemendur í fjarlægum landshlutum læri að ríða net eftir fyrirmælum úr Vestrahús- inu á Ísafirði segir Smári að það sé undantekn- ing. „Við erum ekki með mikið námsframboð fyrir fjarnema,“ segir hann en viðurkennir að áhugi sé fyrir hendi á að auka það. Það er kannski tímanna tákn að hin nýju fræðslu- og þekkingarsetur Vestfirðinga séu búin að hreiðra um sig í gömlum frystihúsum sem höf- uð misst hlutverk sitt. Þangað sækja fjarnemar nú stuðning, leiðsögn og aðstöðu til náms. „Við erum í húsi Íshúsfélagsins og hingað koma reglulega um 60 manns og 40 til viðbót- ar koma af og til. Það er því mikið líf hér í hús- inu. Smári segir að tölvutæknin og fjarnámið boði gjörbyltingu á möguleikum Vestfirðinga á að stunda nám. „Það er mikill fjöldi fólks kominn í nám, margir meðfram vinnu. Þetta er alls konar fólk á öllum aldri, ungt fólk á leið út á vinnumarkað, fólk sem er að skipta um starfsvettvang og fólk sem er að búa sig undir að fara á eftirlaun. Það vonast eftir að eiga mörg góð ár og vill geta notið þeirra. Þetta er fólk úr atvinnulífinu sem er að bregðast við breyttum aðstæðum og það er óneitanlega mjög jákvætt að þetta skuli vera hægt,“ segir Smári Haraldsson forstöðumaður. 163 í háskólanámi á Vestfjörðum Fólk af öllu tagi að bregðast við breytt- um aðstæðum, segir Smári Haraldsson forstöðumaður Fræðslumiðstöðvar Vestfjarða Fjarnám allt árið Þitt nám þegar þér hentar! Innritun fyrir sumarönn 23. maí - 6. júní á www.fa.is Kennsla hefst 13. júní. Lokapróf verða 8. - 15. ágúst Skólameistari

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.