Bændablaðið - 12.04.2005, Blaðsíða 34

Bændablaðið - 12.04.2005, Blaðsíða 34
34 Þriðjudagur 12. apríl 2005 Mjólkursamningurinn Fundurinn beindi því til samnings- aðila um starfsskilyrði mjólkur- framleiðslunnar að hefja sem fyrst viðræður um ráðstöfun þess fjár sem skilgreint væri sem ófram- leiðslutengdur stuðningur í mjólk- ursamningnum. Jafnframt beindi fundurinn því til fulltrúa bænda í samninganefndinni að þeir beittu sér fyrir því að þeir fjármunir kæmu að sem bestum notum fyrir greinina og nýttust til lækkunar vöruverðs til neytenda. Samnýting greiðslumarks tveggja eða fleiri lögbýla Aðalfundurinn skoraði á landbún- aðarráðherra að kanna hvort hægt væri að samnýta greiðslumark tveggja eða fleiri lögbýla. Benti fundurinn á að með samnýtingu greiðslumarks í mjólkurfram- reiðslu gætu bændur náð fram mikilli hagræðingu í rekstri og frí- tíma frá vinnu þar sem staðhættir og landfræðilegir kostir væru fyrir hendi. Hámarks bústærð Því var beint til stjórnar LK að vinna að því að móta stefnu hvað varðar hámarks bústærðir. Tekið yrði tillit til öryggisþátta við fram- leiðsluna með hagsmuni heildar- innar í huga, jákvæðrar ímyndar greinarinnar og byggðasjónarmið. Einstaklingsmerkin meingölluð Aðalfundur LK lýsti yfir miklum vonbrigðum með gerð þeirra for- skráðu eyrnamerkja sem notuð hafa verið í skyldumerkingakerfi nautgripa. Benti fundurinn á, að auk þess að bæta framleiðslu merkjanna, yrði framleiðanda gert að bæta þau merki sem þegar hafa verið keypt eða tekin í notkun. Alþjóðasamningar Þung áhersla var lögð á við íslensk stjórnvöld að leita allra leiða til að nýir alþjóðasamningar, túlkun þeirra og útfærsla, yrðu sem létt- bærastir fyrir íslenskan landbúnað og tryggðu að íslenskir neytendur gætu hér eftir sem hingað til haft aðgang að innlendum matvörum. Lögð var áhersla á rétt þjóðarinnar til matvælaöryggis og varðveislu matarmenningar. Rafræðn sjúkdóms- og lyfja- skráning Fundurinn átaldi þann seinagang sem orðið hefur á framkvæmd sjúkdómsskráningarkerfi naut- gripa. Bent var á að gagnagrunnur nautgripasjúkdóma innan einstak- lingsmerkingakerfisins í MARK yrði best tryggður með rafrænni sjúkdóms- og lyfjaskráningu dýra- lækna á vettvangi. Leita þyrfti leiða til að fjármagna þetta verk- efni. Inngreiðslum verði hætt í Bjargráðasjóð Bent var á mikla uppsöfnun af búnaðargjaldstillagi nautgripa- ræktarinnar í B-deild Bjargráða- sjóðs og breyttar þarfir nautgripa- ræktarinnar fyrir tryggingavernd. Taldi fundurinn að miðað við nú- verandi útgreiðslur bóta úr sjóðn- um myndu þessir fjármunir endast næstu þrjú til fjögur ár. Því lagði fundurinn til að inngreiðslum af búnaðargjaldi greinarinnar yrði hætt. Jafnframt yrði leitað eftir breytingum á lögum um Bjarg- ráðasjóð á þann veg að tryggingar taki við af þeirri vernd sem Bjarg- ráðasjóður hefur veitt. Endurmenntun kúabænda Aðalfundurinn lagði ríka áherslu á að sem nánast samstarf tækist með LK og LBHÍ um endurmenntun kúabænda og að tryggja þyrfti að þörf þeirra sem starfa í greininni yrði ætíð höfð að leiðarljósi við val og uppsetningu á námskeiðum. Eftirlit með mjólkurframleiðslu Ítrekuð var ályktun um eftirlit vegna mjólkurframleiðslu frá síð- asta aðalfundi. Taldi fundurinn að einfalda og samræma bæri eins og hægt væri það eftirlit sem tilheyrði nautgripahaldi og mjólkurfram- leiðslu. Þá krafðist fundurinn þess að LK ætti fulltrúa í þeirri nefnd sem skipuð hefði verið til að fjalla um eftirlitsþætti í landbúnaði. Hagsmunir skuldara verði tryggðir Aðalfundur Landssambands kúa- bænda lagði áherslu á að hags- munir skuldara hjá Lánasjóði landbúnaðarins yrðu tryggðir svo sem kostur væri við niðurlagningu eða sölu sjóðsins. Þá taldi fundur- inn að réttast væri að söluandvirði sjóðsins rynni til Lífeyrissjóðs bænda. Markaður fyrir íslenskar mjólkurvörur erlendis Fundurinn fagnaði samþykkt stjórnar SAM um markvissa vinnu að öflun markaða fyrir íslenskar mjólkurvörur erlendis. Fundurinn hvatti til góðs samstarfs fram- leiðenda og afurðastöðva um þetta verkefni. Niðurgreiðslur á akstri dýralækna Því var mótmælt að ekki skyldu ætlaðir meiri fjármunir til niðurgreiðslu á akstri dýralækna. Fundurinn taldi óviðunandi út frá dýraverndunarsjónarmiði að mikill kostnaður við akstur dýralækna kæmi niður á dýravelferð. Afmælisrit Félags kúa- bænda á Suðurlandi Félag kúabænda á Suður- landi fagnar 20 ára afmæli sínu um þessar mundir. Í tilefni þess var ákveðið að gefa út af- mælisrit þar sem litið væri yfir þróun kúabúskapar síðustu 20 ár og reynt að skyggnast til framtíðar. Ritið er nú komið út og hefur verið dreift til allra kúabænda auk aðila sem tengj- ast landbúnaðinum á einhvern hátt. Meðal efnis er saga fé- lagsins í stuttu máli, viðtöl við bændur, s.s. Arnar Bjarna Ei- ríksson í Gunnbjarnarholti, Fjólu Kjartansdóttur í Birtinga- holti 4 og hjónin Geir Ágústs- son og Margréti Stefánsdóttur í Gerðum. Einnig er að finna ýmist talnaefni um þróun kúa- búskapar á Suðurlandi, myndir úr starfi félagsins og greinar um nautgriparækt. Útgefandi blaðsins er Félag kúabænda á Suðurlandi en hægt er að nálg- ast ritið endurgjaldslaust á skrifstofu Landssambands kúa- bænda eða fá það sent með því að hringja í síma 433-7077. Nokkrar ályktanir af aðalfundi Landssambands kúabænda Breytingar í stjórn LK Sú breyting var á stjórn Lands- sambands kúabænda að Kristín Linda Jónsdóttir ákvað að hætta í stjórn eftir farsælt starf. Inn kom Guðný Helga Björnsdóttir frá Bessastöðum sem aðalmaður en einnig varð breyting á vara- mönnum. Skúli Einarsson gaf ekki kost á sér en Guðrún Lárus- dóttir frá Keldudal tók hans sæti. Viðurkenningar Lands- sambands kúabænda Veittar voru viðurkenningar á árshátíð LK sem haldin var laug- ardagskvöldið 9. apríl. Arnar Bjarni Eiríksson og Berglind Bjarnadóttir í Gunnbjarnarholti fengu viðurkenningu fyrir frum- kvöðlastarf í uppbyggingu og framþróun íslenskra fjósa, ris- mikinn búskap og hugmynda- auðgi við eflingu félagsanda meðal kúabænda. Guðmundur Lárusson, sem var fyrsti formaður Félags kúa- bænda á Suðurlandi árið 1985 og síðar formaður LK, fékk við- urkenningu fyrir störf sínum að félagsmálum fyrir kúabændur. Þórólfur Sveinsson. Guðni Ágústsson ávarpar kúabændur.

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.