Bændablaðið - 12.04.2005, Blaðsíða 19

Bændablaðið - 12.04.2005, Blaðsíða 19
Þriðjudagur 12. apríl 2005 19 Að sögn Sólrúnar Harðardóttur kennara við ferðamáladeildina hef- ur fjarnámið gengið vel en það hefur verið í þróun og tekið breyt- ingum. „Upphaflega var mikið notaður fjarfundabúnaður þar sem kennslustundum var í rauninni sjónvarpað en þó á gagnvirkan hátt. Nemendur víða um land gátu komist í mynd og sett fram fyrir- spurnir eða önnur innlegg.“ Þetta gerði þá kröfu til nem- enda að þeir væru allir við nám á ákveðnum tímum. „Nú notum við námsumhverfi á vef sem nefnist WebCT sem oft er líkt við kennslustofu. Á vefnum er komið upp vettvangi fyrir samskipti og umræður, námsefni á fjölbreyttu formi - glærur, talað mál, ritað mál, myndir og hvaðeina á rafrænu formi. Nemendur skila verkefnum inn á vefinn og taka þar próf.“ Sólrún segir að Hólaskóli hafi átt samstarf við Háskóla Íslands, Kennaraháskóla Íslands og Far- skóla Norðurlands vestra um tæknimálin og hafi tekist vel að gera fjarnámið aðgengilegt fyrir nemendur. „En þegar upp er staðið eru það þó kennarar og nemendur sem skipta meginmáli um árangur af verkefni eins og þessu.“ - Hvernig tekst kennurum til við kennsluna og nemendum að halda sig að náminu og fá sem mest út úr því? „Kennarar við skólann hafa upp til hópa verið af- ar jákvæðir í garð fjarkennslunnar og margir af okkar sterkustu nem- endum eru fjarnemar,“ segir Sól- rún. Eflir byggðina í landinu Nemendur í fjarnámi á Hólum dreifast um allt land. „Námið gagnast þeim sérstaklega vel sem ekki eiga heimangengt. Margir þeirra tengjast rekstri ferðaþjón- ustufyrirtækja, nokkrir eru í sveit- arstjórnum, sitja í nefndum á veg- um þeirra eða starfa fyrir sveitarfé- lög og enn aðrir tengjast áhuga- mannasamtökum um ferðamál.“ Í vetur eru tæplega 40 manns skráðir í fjarnám við Hólaskóla en þeim hefur fjölgað jafnt og þétt frá því fyrstu 13 nemarnir innrituðust haustið 2000. Þá var lagt af stað með það að bjóða stök námskeið í fjarnámi en nú er diplómanámið boðið í heild þannig að fjarnámið er orðið formlegra en það var. Sólrún segir að fjarkennslan hafi gengið vonum framar og að mikill árangur hafi náðst. „Nem- endur eru ánægðir með fræðsluna sem skilar sér í öflugri rekstri og farsælli atvinnu- og byggðaþróun. Geta nemendanna til að nýta sér netið til samskipta og upplýsinga- öflunar hefur aukist sem sést ekki síst á því að þeim gengur mjög vel að eiga samskipti yfir netið í nám- inu. Þetta opnar því fyrir mikla möguleika, hvort sem er fyrir ein- staklinga eða fyrirtæki, jafnvel á mjög strjálbýlum svæðum,“ segir Sólrún Harðardóttir á Hólum. Hún sendi blaðinu ummæli tveggja nemenda um námið sem við látum fljóta hér með. Hólaskóli Ferðamála- nám í fjar- kennslu Við Hólaskóla í Skagafirði er starfrækt ferðamáladeild þar sem hægt er að stunda háskólanám með áherslu á ferðaþjónustu í dreifbýli. Í boði er diplómanám sem tekur eitt ár en einnig er hægt að stunda nám til BA-gráðu sem tekur þrjú ár. Diplómanámið hefur staðið fjarnemum til boða frá hausti 2000. Ég hef starfað undanfarin sumur sem landvörður og þar af leiðandi mikið umgengist ferðamenn og fannst þetta kjörið tækifæri að afla meiri þekkingar í viskubrunninn. Fyrir mig var þetta stórt skref að taka, en fyrir hvatningu frá vinum og ættingjum sótti ég um. Haustönnin byrjaði með kennslulotu á Hólum sem stóð í eina viku. Það er gott að koma „heim að Hólum“ og tel ég að það hafi gert útslagið með að ég var ákveðin í að halda áfram, það var svo góður hóp- ur sem þarna mætti og elskulegt viðmót hjá kennur- um og öðru starfsfólki. Þetta var mjög góð reynsla sem gott var að hafa í farteskinu þegar heim var komið. Það var að vísu svolítil þrautaganga í fyrstu með tölvuna því við höfum aldrei átt skap saman og ekki mikilli þolinmæði fyrir að fara hjá mér í þeim efnum. Námið er búið að vera mjög gagnlegt og skemmtilegt og alltaf er verið að glíma við spenn- andi verkefni. Ég er mjög ánægð með fyrirkomulag- ið á náminu og námsgreinarnar sem við höfum verið að fást við. Það eru mikil forréttindi að geta setið heima og stundað nám úr öðrum landshlutum. Það er líka gaman að setjast aftur á skólabekk, við höfum verið dugleg að stappa stálinu hvert í annað skóla- systkinin það eflir og styrkir andann. Ég vil hvetja þá sem hafa verið að hugsa um að skella sér í nám og aldrei látið verða af að láta nú slag standa, þið sjáið ekki eftir því. Því eins og allir vita „menntun er skemmtun“. Námið hefur gert það að verkum að þjónustan er orð- inn mun umhverfisvænni. Við höfum sett okkur um- hverfisstefnu. Hún er kynnt gestum og þeir hjálpa okkur að vinna að henni. Námið gerði mér þetta auð- veldara. Ég lærði hvernig ætti að fara að og gerði mér grein fyrir að þetta var ekki jafnmikið mál og ég átti von á. Áður hugsaði ég ekki mikið um ferðamál al- mennt, heldur hugsaði meira bara um mitt. Nú afla ég mér mikið upplýsinga af Netinu t.d. um þróun ferðamála og set minn rekstur í samhengi við stóru myndina. Ég geri mér grein fyrir að við í dreifbýlinu þurfum að vinna mikið hvert með öðru til að efla ferðaþjónustuna. Í sambandi við námið jókst áhugi minn á að kynna mér betur „svæðið í kringum mig“, menningu og náttúru. Í þjónustunni sjálfri og samskiptum við gesti verður mér oft hugsað til þess sem við lærðum í vetur um hvað væri góð þjónusta, sálfræðina og svo fram- vegis. Sjálf hef ég persónulega styrkst. Ég hef fengið ýmsar hugmyndir um hvernig ég get eflt ferðaþjón- ustuna mína og hef gert ákveðin framtíðarplön. Ég hefði líklega ekki gert það án menntunarinnar og ör- ugglega ekki verið jafnörugg í því sem ég er að gera. Þórunn Sigþórsdóttir er landvörður í þjóðgarðinum á Snæfellsnesi og útskrifaðist síðast liðið haust Andrea Laible býður ferðaþjónustu á býli sínu Bændur Austurlandi athugið! Hjá Fræðsluneti Austurlands er fjöldi spennandi námskeiða í boði, m.a. afar hagstæð tölvunámskeið fyrir ábúendur lögbýla. Upplýsingar í s: 471-2838 eða á www.fna.is

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.