Bændablaðið - 12.04.2005, Blaðsíða 21

Bændablaðið - 12.04.2005, Blaðsíða 21
Þriðjudagur 12. apríl 2005 21 Landbúnaðaháskóli Íslands býður upp á fjarnám, að vísu ekki á háskólastigi. Þeir sem vilja stunda búfræðinám þurfa hins vegar ekki að ómaka sig af bæ nema til þess að stunda verklegan hluta náms- ins. Að sögn Eddu Þorvaldsdóttur fjarnámsstjóra nýtur þetta nám vaxandi vinsælda og á hverjum tíma eru 25-35 nemendur í fjarnámi við skólann. Edda segir að skólinn setji það skilyrði að fjar- nemar séu orðnir 25 ára og þeir sem starfa í búskap ganga fyrir. „Það þarf starfsvettvang í búskap til að stunda verklega þætti námsins af einhverju viti. Þétt- býlisbúar þurfa því að stunda námið með líkara sniði og staðarnemar. Hinir geta tekið mestan hluta námsins heimavið, svo fremi að bú- skapur þeirra standist kröf- ur skólans þar um.“ Hún segir að bæði sé hægt að innrita sig með bú- fræðipróf sem lokatakmark eða taka einstakar náms- greinar í fjarnámi. „Það er algengt að fólk vilji taka einstaka áfanga sem oft tengjast störfum þeirra heima fyrir eða áhugasvið- um, svo sem að fólk sem áhuga hefur á garðyrkju vilji læra um jurtir. Reynsl- an er hins vegar sú að flest- ir taka að lokum þá ákvörðun að ljúka búfræði- prófinu.“ Byrjað var að bjóða upp á búfræðinám í fjarnámi árið 1999 en síðan hafa 13 útskrifast og fjórir bætast við í vor. „Fólk tekur þetta nám gjarnan á lengri tíma í fjarnámi en langflestir þeirra sem byrja ljúka einhverj- um prófum. Það er mikið af konum í fjarnáminu, þær eru tveir þriðju hlutar fjarnema. Þær eiga það til að detta í barneignir en svo koma þær aftur. Ein hefur eignast tvö börn meðfram náminu en kemur til með að ljúka búfræðiprófi í vor. Aðrar ástæður þess að fólk fer sér hægt eru að það sé önnum kafið við félagslíf eða störf.“ Fá ekki minni athygli Fjarnemarnir eru af öllu landinu, reyndar hafa komið slíkir nemendur úr öllum sýslum nema Austur-Skafta- fellssýslu. En þótt þeir séu langt í burtu fá þeir að sögn Eddu ekki minni athygli en staðarnemar. „Við kennum í sérhönnuðu fjarnámskerfi sem nefnist Skoli.is og sendum nemendum kennslubréf með reglulegu millibili. Þeir fá nánast allt efni sem staðarnemar fá og einnig allt sem fram fer í tímum. Í kerfinu er líka umræðuvefur þar sem fjarnemar geta verið í sambandi við okkur. Þar er líka hægt að setja inn myndefni og fleira sem tengist náminu. Fjarnámið styrkir líka hefðbundnu kennsluna, svo sem þegar reynslusögur fjarnema rata inn í námsefni staðar- nema.“ Edda segir það frumskilyrði að nemendur hafi tölvu og nettengingu. Hún segir fátítt að fjarnemar skólans notfæri sér náms- verin á landsbyggðinni. „Við höfum vísað nem- endum á búnaðarsam- böndin þegar þeir þurfa að taka próf og eitthvað er um að þeir leiti til skóla í sínu héraði. En samband okkar við nemendur er allt milliliðalaust yfir netið,“ segir Edda. Þess má geta að innrit- unarkostnaður fjarnema er sá sami og staðarnema: 22.500 krónur og eru inni- faldar í því þrjár einingar. Hver eining umfram það kostar 2.500 kr. en alls er námið 84 einingar. Fjar- nemar fá þó hluta af því metinn ef þeir eru starfandi bændur. Fjarnám í garðyrkjufögum Við þetta má bæta að starfsemi Garðyrkjuskólans á Reykjum heyrir nú undir Landbúnaðarháskólann. Þar er boðið upp á fjarnám við fjórar námsbrautir: garð- og skógarplöntubraut, skógræktarbraut, umhverfis- braut og ylræktarbraut. Hins vegar eru nýnemar að- eins teknir inn annað hvert ár, næst haustið 2006. Nemendur eiga þess kost að taka þessar námsbrautir á sama hraða og staðarnemar eða á hálfum hraða og ljúka námi á átta önnum í stað fjögurra. Ennfremur hefur verið boðið upp á 30 eininga diplomanám á há- skólastigi í fjarnámi á þremur brautum, garðyrkju- tækni, skógræktartækni og skrúðgarðyrkjutækni. Búfræðinám úr fjarska Starfandi bændur geta orðið búfræðingar með aðstoð tölvunnar Viska heitir fræðslu- og sí- menntunarmiðstöðin í Vest- mannaeyjum sem starfrækt er á vegum Nýsköpunarstofu Vestmannaeyja. Viska er með samning við Háskóla Íslands og Háskólann á Akureyri og auk þess við rannsóknasetur Há- skóla Íslands í Vestmannaeyj- um um að miðla fjarnámi til þeirra sem þess óska í eyjun- um. Að auki stendur Viska fyr- ir fjölbreyttu námskeiðshaldi. Nú er Viska að færa út kví- arnar og býður upp á tveggja ára nám í viðburðastjórnun sem hægt er að stunda að hluta til sem fjar- nám. Sigurjón Haraldsson starfs- maður Visku segir að þetta nám henti ágætlega bændum en það snýst um að kenna fólki að stjórna og skipulegga hvers kyns viðburði - sýninga, ráðstefnur, tónleika, íþróttamót og þannig mætti áfram telja. „Bændur hafa oft góðan tíma og pláss til að standa fyrir menningar- eða íþróttaviðburðum og þetta gæti verið góð viðbót fyrir þá sem þegar eru komnir út í ferðaþjón- ustu,“ segir hann. Þetta er svonefnt diplómanám sem samsvarar 60 eininga námi á háskólastigi. Síðan væri hægt að bæta við einu ári og þá er við- komandi búinn að ljúka BS-námi. Fyrra árið er að hluta til verk- legt sem þýðir að nemendur verða að vera í Vestmannaeyjum allt upp í fjóra daga á viku. Seinna árið er hins vegar meira bóklegt auk þess sem nemendur leysa verkefni sem þeir geta gert heima hjá sér. Meðal námsgreina eru stjórnun og samstarf, fyrir- tækið og umhverfið, bókfærsla, markaðsfræði, verkefnastjórnun, upplýsinga- og vörustjórnun. Sigurjón segir að námið byggist á nánu samstarfi við at- vinnulífið og að það veiti þátttak- endum fjölbreytta starfsmögu- leika. Þeir geti starfað að mark- aðsráðgjöf í ferða- og menningar- tengdri starfsemi, við verkefna- stjórn hjá stofnunum og fyrir- tækjum sem starfa að sýningar- og ráðstefnuhaldi, að ógleymdu starfi á vegum íþróttafélaga. Hann segir að námið henti ágætlega fólki af Suðurlandi. „Við getum aðstoðað fólk við út- vegun húsnæðis hér í Eyjum en nemendur geta átt langar helgar heima hjá sér. Svo erum við að semja við ráðuneytið um styrki með hverjum nemanda og ef þeir takast verður námið mjög ódýrt, eini kostnaðurinn verður innrit- urnargjald og húsaleiga. Auk þess er námið á háskólastigi og þar með lánshæft hjá Lánasjóði ís- lenskra námsmanna,“ segir Sigur- jón Viðburðastjórnun í Vestmannaeyjum Innritun hefst 24. maí og kennsla hefst 1. september 2005. Allar nánari upp- l‡singar á fjarnám.ir.is og á ir.is e›a í síma 522 6500. Fjarnám me› áherslu á starfstengt nám Byggingagreinar Efnisfræ›i, framkvæmd og vinnuvernd. Grunnnám rafi›na Mælingar og rafmagnsfræ›i. Rafvirkjabraut L‡singatækni, rafmagnsfræ›i, regluger›, raflagnateikning, st‡ringar. Rafeindavirkjun Allar greinar á 3. og 4. önn. Tækniteiknun Grunnteikning, húsateikning, raflagnateikning, AutoCad. Tölvubraut Forritun, gagnasafnsfræ›i, vefsí›ugerð, netst‡rikerfi. Uppl‡singa- og fjölmi›labraut Allar greinar í grunnnámi uppl‡singa- og fjölmi›labrautar. Meistaraskóli Allar stjórnunar- og rekstrargreinar. Traust menntun í framsæknum skóla IÐNSKÓLINN Í REYKJAVÍK Fjarnemar kynna sér málin á Hvanneyri. Hver önn hefst með heimsókn fjarnema að Hvanneyri. Einnig þurfa fjarnemar að koma í skólann í tengslum við margvís- lega verklega þætti. Myndin er tekin við slíkt tækifæri.          !"# $    %%$   $ & ! (0<03)*!+0+2A212%)029)0+-* ,5'()*B&+5!+6@!$82 C)0+-*!+)<<,+ AA ,*'()*&+*B/B3<82) D*62><8!)!*#0E)$!<8)

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.