Bændablaðið - 12.04.2005, Blaðsíða 4

Bændablaðið - 12.04.2005, Blaðsíða 4
4 Þriðjudagur 12. apríl 2005 Vorferðirnar eru hvatning um að gera betur Félag sauðfjárbænda í Borgarfjarðarhéraði fer árlega í svokallaða vorferð, en tilgangur ferðalagsins er að skoða fallegt fé og kynna sér bú- skapartækni í öðrum héruðum. Þá hafa sláturleyfishafar verið sóttir heim. Vorferðin var að þessu sinni farin í Húnavatnssýslu laugardaginn 2. apríl og voru þátttakendur um 50 talsins. Ferðin hófst á Þóroddsstöðum í Hrútafirði en þaðan var haldið í sláturhús KVH á Hvammstanga. Síðan var haldið að Bergsstöðum á Vatnsnesi og því næst Sauðadalsá. Ferðalaginu lauk í Hamarsbúð sem er skamman spöl frá Hamarsrétt, en þar slógu bændurnir á bæjunum þremur upp kaffiveislu fyrir Borgfirðingana. „Það er mikið gagn af svona ferðum. Þær hafa félagslegt gildi og við sjáum líka hvernig aðrir bændur standa að ýmsu á borð við fóðrun og hirðingu - svo dæmi séu tekin,“ sagði Sigurgeir Sindri Sigurgeirsson, formaður sauðfjárræktarfélagsins í Borgarfirði og bóndi í Bakkakoti I. „Vorferðirnar eru hvatning til manna um að gera betur.“ Meðfylgjandi mynd var tekin þegar hópurinn áði í Staðarskála. Sláturhúsið í Búðardal ehf. , sem er eignar- haldsfélag sláturhússins, hefur gert upp þær skuldir sem á sláturhúsinu hvíldu. Þar var um að ræða 40 milljónir króna og að sögn Haraldar L. Haraldssonar, sveitarstjóra í Dalabyggð, fengust felldar niður 20 milljón- ir af skuldunum en eignarhaldsfélagið greiddi þær 20 milljónir sem þá stóðu eftir. Þar með er húsið skuldlaust og ákveðið hef- ur verið að framkvæma þær lagfæringar á því sem nauðsynlegar eru taldar til þess að það fái aftur leyfi til slátrunar. Haraldur segir að nú sé verið að vinna út- boðsgögn fyrir framkvæmdir sem eru upp á rúmar 50 milljónir króna. Ætlunin er að reyna að safna auknu hlutafé fyrir þessari upphæð. Hann sagðist hafa verið að fá afrit af bréfi yfir- dýralæknis til landbúnaðarráðuneytisins varð- andi húsið. Þar segir í lok bréfsins: ,,Yfirdýra- læknisembættið telur að fyrirhugaðar endur- bætur á sláturhúsinu uppfylli nú kröfur reglu- gerðar nr. 461 frá 2003 um slátrun og meðferð sláturafurða og verkáætlun sé ásættanleg.“ Því segist Haraldur búast fljótlega við bréfi frá landbúnaðarráðuneytinu þar sem tilkynnt verði um löggildingu á sláturhúsinu. Aðspurður um hvað þurfi að framkvæma til þess að húsið hljóti löggildingu sagði Har- aldur að um þrjá verkþætti væri að ræða. Í fyrsta lagi er um að ræða endurbætur við að- gengi að húsinu þannig að aðgengi fyrir óvið- komandi verði lokað og starfsmannaaðstaða verði bætt. Þessi verkþáttur kostar á milli 10 til 15 milljónir króna. Í öðru lagi er um að ræða viðgerð á húsinu að utan sem mun kosta um 10 milljónir króna. Þriðji verkþátturinn er svo malbikun og frágangur á lóð hússins. Haraldur segir að allt sem snýr að slátruninni sjálfri inn- anhúss sé nokkurn veginn í lagi sem og réttin sjálf. Þegar þessum framkvæmdum er lokið er húsið komið í það ástand að það má flytja út kjöt en harðari kröfur eru gerðar til þeirra slát- urhúsa sem flytja kjöt út en þeirra sem bara framleiða fyrir innanlandsmarkaðinn. Haraldur segir stefnt að því að Sláturhúsið í Búðardal ehf. verði meðal glæsilegustu sláturhúsa lands- ins. Sláturhúsið í Búðardal hefur í gegnum árin skipt gríðarlega miklu máli hvað atvinnu snert- ir fyrir fólkið í Dölunum. Í sláturtíðinni hafa 55 til 60 manns haft atvinnu í húsinu sem þýðir um 20 heilsársstörf í sveitarfélaginu. Búðardalur Sláturhúsið verði eitt það glæsilegasta á landinu Nú er hafin uppbygging á slát- urhúsi Sláturfélags Vopnfirð- inga og er gert ráð fyrir að hús- ið verði tilbúið til að taka við fé til slátrunar í ágúst nk. Björn Halldórsson á sæti í sveitar- stjórn Vopnafjarðar og er hlut- hafi í sláturfélaginu. Hann sagði í samtali við Bændablaðið að breyta ætti húsinu fyrir næstu sláturtíð og fara eins langt og hægt er til að uppfylla skilyrði reglugerðar um slátur- hús sem tekur gildi árið 2007. Teikningar að breytingunum liggja fyrir sem og kostnaðar- áætlun. Fjármögnun er lokið en þar er bæði um aukið hlutafé að ræða og lán. Búið er að annast kaup á öllu sem skiptir máli varð- andi uppbygginguna. Flánings- línu verður breytt og ýmsu öðru innanhúss. Nýja fláningslínan kemur í þessum mánuði og verð- ur uppsetningu hennar lokið í maí. Öllu verkinu á að vera lokið í ágúst. Björn segir að hér sé um að ræða framkvæmdir upp á rúmar 28 milljónir króna. Ekki er gert ráð fyrir að fara í útflutning frá sláturhúsinu á Vopnafirði enda telji Vopnfirðingar of marga vera að slást á þeim markaði. Ein- göngu verði slátrað fyrir innan- landsmarkað. Síðastliðið haust var slátrað um 20 þúsund fjár í húsinu og eru starfsmenn milli 30 og 40 í slát- urtíðinni. Starfsfólkið kemur úr sveitinni í kring, úr Jökuldalnum og Hlíðinni og einnig er eitthvað um erlent starfsfólk. Uppbygging hafin á sláturhúsinu á Vopnafirði Opinn dagur á Hesti Þann 15. apríl verður „opinn dagur“ á tilraunabúinu að Hesti í Borgarfirði. Búið verður opið frá kl. 13 til 17. Landbúnaðarháskóli Íslands býður alla velkomna að skoða að- stöðuna og kynna sér þá starfsemi sem þar fer fram. Jafnframt verða kynnt flest þau verkefni sem snúa að sauðfjárrækt og starfsmenn eða nemendur skólans eiga aðild að. Boðið verður upp á kaffi og með- læti Utandagskrárum- ræða á Alþingi Lánasjóður landbúnaðarins verður að lík- indum seldur Jón Bjarnason, þingmaður VG, hóf utandagskrárumræðu á Al- þingi sl. fimmtudag um sölu Lánasjóðs landbúnaðarins. Guðni Ágústsson landbúnaðar- ráðherra var til andsvara. Jón sagðist andvígur því að selja Lánasjóðinn. Hann taldi upp ágæti sjóðsins og hvað hann hefði gert fyrir bændur á erfiðum tím- um. Hann benti á að þótt bankar byðu nú lán með lágum vöxtum væri ljóst að allir bændur hefðu ekki aðgang að þeim. Hins vegar vildu bankarnir eignast Lánasjóð bænda til að komast yfir 1. veðrétt á jörðum þeirra bænda sem skulda sjóðnum og ná þannig tangarhaldi á landbúnaðinum. Guðni Ágústsson landbúnað- arráðherra sagði að nefnd sem hann skipaði til að fjalla um mál- efni Lánasjóðsins legði til að sjóð- urinn yrði ekki rekinn áfram held- ur leitað leiða til að selja hann. Nú væri verið að leita leiða til að selja sjóðinn því rekstur hans væri orð- inn mjög erfiður og nota féð til að efla Lífeyrissjóð bænda. Nokkrar leiðir kæmu til greina, eins og að leggja niður starfsemi sjóðsins og selja eignir hans. Líka væri hægt að breyta sjóðnum í hlutafélag og selja það síðan og láta andvirðið renna til lífeyrissjóðsins. Þá sagð- ist Guðni vera að skoða þann möguleika að láta sjóðinn renna beint inn í Lífeyrissjóð bænda en það þyrfti að skoða út frá lagalegu sjónarmiði. Þéttasta varp hrossagauks í heimi! Ævar Petersen, fuglafræðingur hjá Náttúrufræðistofnun Ís- lands hélt fyrirlestur um varp- hætti hrossagauks í Flatey á Breiðafirði sl. fimmtudag. Þar er eitt þéttasta varp hrossa- gauka í heiminum. Upphafið að rannsóknunum var áhugi á að kanna af hverju hrossagaukar hafa svo langan varptíma sem raun ber vitni, eða 3-4 mánuði. Rannsóknirnar byggðust á ná- kvæmri leit að hreiðrum og merkingum, bæði með því að veiða fullorðna fugla á hreiðri og unga. Upplýsingar fengust þannig um varptíma, fjölda varppara og varpútbreiðslu, óð- alstryggð fuglanna, varpárang- ur, varpaldur o.fl. Niðurstöður gefa m.a. tilefni til að velta fyrir sér umhverfisáhrifum á varp hrossagauka, hvort hrossagauk- ar verpi tvisvar á sumri, hvort ungir fuglar verpi seinna en gamlir, hve gamlir hrossagauk- ar verða og af hverju aðeins fáir ungir fuglar virðast koma á uppeldisstöðvarnar þegar þeir eru orðnir kynþroska. Frá þessu er sagt á heimasíðu Reyk- hólahrepps. www.bondi.is

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.