Bændablaðið - 12.04.2005, Blaðsíða 13

Bændablaðið - 12.04.2005, Blaðsíða 13
Þriðjudagur 12. apríl 2005 13 Dalsbraut 1, 600 Akureyri Sími 461 4606 Fax 461 2995 Netfang pbi@akureyri.is Lamba- merki Vinsamlega sendið okkur skriflegar pantanir Rúlluvélar Múgavélar Fjölfætlur Dráttarvélar Sláttuvélar Áburðardreifarar Haugtankar Stórbaggavélar Pökkunarvélar Sjálfhleðsluvagnar Keðjudreifarar Plógar Aflherfi Leikfélag Hofsóss hefur undanfarið æft leikritið Góðverkin kalla undir leikstjórn Höllu Margrétar Jóhannesdóttur.Fimmtán leikarar koma fram í verkinu og koma þeir af svæðinu úr Hjaltadal,Hofsósi og nágrenni og af Höfðaströnd. Hér eru fjórir leikarar á æfingu fyrir skömmu. frá vinstri Helgi Thorarensen, Fríða Eyjólfsdóttir, Guðrún Helgadóttir og Kristján Jónsson. /Bændablaðsmynd: Örn Góðverkin kalla á Hofsósi Lagt hefur verið fram stjórn- arfrumvarp um að komið verði upp stofnun til að sameina stofn- anir, embætti og verkefni á sviði eftirlits og stjórnsýslu innan landbúnaðarins í eina öfluga eft- irlits- og stjórnsýslustofnun, Landbúnaðarstofnun. Með þeim hætti nýtist þverfagleg sérþekk- ing betur en hingað til og grund- völlur er lagður að bættri og skilvirkari stjórnsýslu og ein- faldara og samhæfðara eftirliti. ,,Í þessari stofnun er verið að sameina allt eftirlit sem snýr að landbúnaðinum. Með því er verið að hagræða og styrkja þessi verk- efni en nú liggur þessi eftirlitsþátt- ur í mörgum stofnunum, litlum og veikum. Að mínu mati er því fátt mikilvægara en að stíga þetta skref því í því er fólgið aukið ör- yggi fyrir neytendur í landinu og landbúnaðinn í heild,“ sagði Guðni Ágústsson landbúnaðarráð- herra í samtali við Bændablaðið. Landbúnaðarstofnun verður falin framkvæmd ýmissa eftirlits- og stjórnsýsluverkefna samkvæmt lögum. Í frumvarpinu er lagt til að eftirtaldar stofnanir landbúnaðar- ráðuneytisins verði lagðar niður: yfirdýralæknir, veiðimálastjóri og aðfangaeftirlitið. Landbúnaðar- stofnun er ætlað að taka að sér hlutverk ofangreindra stofnana. Einnig er lagt til að embætti kjöt- matsformanns verði lagt niður og starfsemi þess flutt til Landbúnað- arstofnunar og að starfsemi plöntu- eftirlits flytjist þangað frá Land- búnaðarháskóla Íslands. Að auki er Landbúnaðarstofnun ætlað að fara með stjórnsýsluverkefni sem Bændasamtök Íslands hafa farið með og varða framleiðslustýringu í landbúnaði, forðagæslu og eftirlit með aðbúnaði búfjár. Umræddar ríkisstofnanir og embætti hafa flestar aðeins fáum starfsmönnum á að skipa. Hafa sumar unnið nokkuð einangrað eða verið vistaðar að hluta innan ann- arra stofnana landbúnaðarráðu- neytisins. Samanlögð velta þeirra samkvæmt fjárlögum 2005 er 505,5 millj. kr. og stöðugildi um 50 talsins. Því til viðbótar kemur kostnaður vegna verkefna sem með samningi hafa verið falin Bændasamtökum Íslands. ZooLac ® PROPASTE ® Zoolac í lömbin - Hrein afurð Söluaðilar: Dýralæknar um land alt, Apótekarinn Akureyri Vetis ehf - Sími: 4611290 - Heimasíða: www.vet.is - Rafpóstur: vetis@vet.is Landbúnaðarráðherra um fyrirhugaða landbúnaðarstofnun Mun auka öryggi neyt- enda og landbúnaðarins ÚRVAL NOTAÐRA VÉLA Á HAGSTÆÐU VERÐI Veitum fulla aðstoð við fjármögnun atvinnutækja

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.