Bændablaðið - 12.04.2005, Blaðsíða 23

Bændablaðið - 12.04.2005, Blaðsíða 23
Þriðjudagur 12. apríl 2005 23 „Við getum veitt nemum í fjar- námi aðstoð og aðstöðu til náms. Við erum með bein tengsl við flesta háskóla landsins og nú eru 190 nemendur á Austurlandi í há- skólanámi fyrir milligöngu okkar. Langflestir eru í námi við Háskól- ann á Akureyri, sennilega um helmingur nemendanna, enda er hann mesti landsbyggðarháskóli landsins,“ segir Sigurður. Fjarnemar í tengslum við Fræðslunet Austurlands eru dreifð- ir um allan landshlutann en náms- verin eru í framhaldsskólunum á Neskaupstað og í Hornafirði og grunnskólunum á Vopnafirði, Djúpavogi og Fáskrúðsfirði. En hvaða fólk er það sem stundar fjar- nám á Austurlandi? „Það er alla vega en fyrst og fremst eru það þó þeir sem hættu námi eftir skylduna eða stúdents- prófið. Fólkið er á öllum aldri, þeir yngstu 25-30 ára og þeir elstu um sextugt, og það býr jafnt í sveit sem þorpum fjórðungsins.“ - Hvaða greinar eru vinsælastar? „Það eru þær greinar sem mest þörfin er fyrir hér á svæðinu, hjúkrun og kennsla, en einnig við- skipta- og rekstrarfræði og tungu- mal. Hér er hópur að læra iðnfræði við Tækniháskólann. Við aðstoð- um fólk líka til að komast í sam- band við framhaldsskólana og liðkum fyrir námskeiðshaldi, bæði þau sem eru opin einstaklingum og þau sem eru sérsniðin fyrir fyrir- tæki, stofnanir og verkalýðsfélög.“ - En hvað um nám á sviði sjávarútvegs? „Einhverjir nemendur eru við auðlindadeild Háskólans á Akur- eyri en það mætti nú vera meiri áhugi á þessari mikilvægu atvinnu- grein.“ Fræðslunet Austurlands fékk sérstaka fjárveitingu frá ríkinu til að koma á fót háskólasetri á Egils- stöðum og hún var notuð til að koma upp öflugum tölvum og tengingum í námsverin. „Við get- um lánað fólki tölvur en flestir komast að því að það er erfitt að stunda fjarnám án þess að eiga tölvu. Best er að eiga fartölvu því þá skiptir ekki máli hvernig teng- ingin er heima, það er hægt að koma í námsver og fá þar mun öfl- ugri tengingu. Þar er hægt að hlaða niður efni og fara svo heim til að vinna úr því.“ Fjórir starfsmenn eru hjá Fræðslunetinu en í námsverunum sjá starfsmenn viðkomandi skóla eða sveitarfélaga um þjónustu við fjarnema. „Við stundum ekki beina kennslu heldur veitum því ýmiss konar ráðgjöf og stuðning. Hér er bókasafnsfræðingur sem getur leiðbeint fólki við leit að heimild- um, námsráðgjafi sem aðstoðar við námsval. Við getum leiðbeint nemendum um nám og ritgerða- smíð og beint því í réttar áttir.“ Svo er að heyra á Sigurði að Fræðslunet Austurlands sé enn á blússandi siglingu og enginn endir á velgengninni. Það nýjasta er að nú standa yfir viðræður við Open University í Bretlandi um að fjar- nemar á Íslandi geti stundað nám þar fyrir milligöngu Fræðslunets- ins. „Þetta er stærsti háskóli Evr- ópu og byggir starfsemi sína að verulegu leyti á fjarnámi. Ég er bjartsýnn á að við getum fljótlega boðið upp á nám við þennan virta skóla og það er ákaflega fjölbreytt. Það sem þeir geta boðið er ekki síst framhaldsnám á MA-stigi en það væri góð viðbót. Námið sem við getum útvegað hér innanlands er fyrst og fremst grunnnám en margir vilja bæta við sig eftir að því er lokið.“ Sigurður bætti því við að hann teldi fjarnámið henta landsbyggð- inni vel. „Mér sýnist þetta besta leiðin til þess að opna íbúum landsbyggðarinnar aðgang að há- skólanámi því það er beinlínis gal- ið að stofna háskóla út um allt. Slíkir skólar geta aldrei orðið hvorki fugl né fiskur og násm- framboð þeirra ekki orðið mikið. Með fjarnámi og háskólasetrum er hægt að nýta tæknina til að miðla námi út um landsbyggðina og heim til hvers og eins. En allt kostar þetta peninga og heildarstefnu og hvorugt liggur beinlínis á glámbekk. Það er hins vegar unnið að stefnumótun í ráðuneytinu og við bíðum spennt eftir því að henni ljúki. Það er kominn tími til að treysta fjárhags- grundvöll fræðslumiðstöðvanna því mér sýnist þær flestar stefna í hallarekstur að öllu óbreyttu. Það kostar sitt að dreifa náminu en þá ber að líta á að þetta er miklu ódýr- ara en að stofna háskóla,“ sagði Sigurður Ólafsson framkvæmda- stjóri Fræðslunets Austurlands á Egilsstöðum. Þótt fjarnám fari fram fjarri skólastofunni og þeir sem það stunda komi sjaldan eða aldrei í skólann sem þeir eru í tengslum við er ekki þar með sagt að kenn- arinn sé úr sögunni. Á ráðstefnu sem haldin var í byrjun mars und- ir heitinu Skóli á ferð til framtíðar heyrðust þær raddir að kennarinn gegndi ekki síður mikilvægu hlut- verki í fjarkennslu en hefðbundnu staðarnámi, það væri bara öðru- vísi. Meðal fyrirlesara á þessari ráð- stefnu var Guðmundur Sæmundsson en hann er að mörgu leyti dæmi- gerður fyrir kennara nútímans. Hann býr á Laugarvatni og kennir þar við menntaskólann í staðarnámi en er einnig aðjúnkt við Kennaraháskóla Íslands í Reykjavík þar sem hann kennir bæði í staðar- og fjarnámi og loks er hann stundakennari í fjar- kennslu við Verkmenntaskólann á Akureyri. Hann velti fyrir sér hlut- verki kennara og nemenda í þessu nýja skólaumhverfi sem á margan hátt líkist sýndarveruleika. Á fullu í lífsbaráttunni Guðmundur sagðist hafa reynt að afla sér upplýsinga um fjarnema, hverjir þeir væru og við hvaða að- stæður þeir byggju, en það hefði reynst erfitt. Hann vissi þó að tveir af hverjum nemendum eru konur og að þeir væru að meðaltali nokkuð eldri en staðarnemar. Hann gæfi sér hins vegar að aðstæður þeirra væru svipaðar og hjá fólki á sama aldri, að mikill hluti fjarnema væri giftur eða í sambúð, enn fleiri ættu börn og stunduðu nám sitt meðfram heimil- isstörfum og í langflestum tilvikum einnig launavinnu. „Fjarneminn er á fullu í lífsbar- áttunni … gjarnan sjálfur að ala upp börn, eignast húsnæði, farinn að taka þátt í almennu félagslífi samfélags- ins. Þekking hans og reynsla er önn- ur og meiri [en staðarnema] og hann hefur lært af lífinu margt það sem venjulegur nemi þarf að fá þjálfun í í skóla, ýmist á þekkingarsviðinu eða hvað varðar vinnubrögð, tækni, samvinnu við aðra o.s.frv. Þetta síð- arnefnda tel ég skipta jafnvel enn meira máli, auk þess sem fjarneminn er yfirleitt í námi af eigin áhuga og djúpstæðum vilja til að læra … Hins vegar liggur líka í hlutarins eðli að fjarneminn hefur tekið sér hlé frá námi, sumir mjög langt hlé, til að sinna öðrum þáttum í lífinu. Kannski hefur hann jafnvel hrökklast úr skóla vegna skilningsleysis skólasamfé- lags fyrri tíma á sérstökum aðstæð- um eins og fötlunum á borð við les- hamlanir, ofvirkni og einhverfu. Sjálfsmynd hans kann að hafa brotn- að eða brogast og hann fullur óör- yggis gagnvart þessum nýju við- fangsefnum. Allt þetta þarf kennar- inn að hafa í huga þegar hann tekur að sér fjarkennslu …“ Guðmundur bætti því við að óvíða væri „eins nauðsynlegt að huga að líðan nemenda og í fjarnámi þar sem nemandinn stendur einn gagnvart kennaranum og hefur lítinn stuðning eða tengsl við samnemend- ur sína“. Fjarnámið minna virði? Hann sagði tölvutæknin væri að breyta öllu námi í þá veru að náms- menn sæktu í stórauknum mæli sitt eigið nám með aðstoð tækninnar og að þetta ætti eftir að móta fjarnámið. Skólasamfélagið væri hins vegar íhaldssamt og hægfara. Það þyrfti að laga sig að misjöfnum þörfum fjar- nema, til dæmis hentaði sumum að vinna þétt saman í hópum meðan öðrum liði best að vera einir við tölvuna. Námshraðinn þyrfti að vera sveigjanlegur því meðalhraðinn væri til truflunar bæði fyrir þá sem vilja fara sér hægt og hina sem geta lært hraðar. Guðmundur sagði að meðal stjórnenda skólanna hefði ríkt nokk- ur ótti um að fjarnámið væri minna virði en staðarnámið. Þeir hefðu brugðist við með því að gera náms- skipulagið í fjarnáminu eins líkt staðarnáminu og hægt var. Þessar tvær námsleiðir væru hins vegar um margt ólíkar, þær hefðu hvor sína kosti sem sjálfsagt væri að nýta. Raunar taldi hann að þetta væri tímabundið ástand því honum segði svo hugur að staðarnámið muni í framtíðinni draga dám af fjarnám- inu. „Kannski er stutt í að aðgreining fjarnáms og staðarnáms verði óþörf og allt nám verði meira og minna fjarnám, þ.e. sjálfstætt nám nemenda með mismikilli aðstoð og verkstjórn kennara … heimildamiðað nám.“ Aðalatriðið væri að skólinn væri sveigjanlegur og tæki tillit til þess að aðstæður fjarnema og staðarnema Fjarnemar bera ábyrgð á eigin námi - Guðmundur Sæ- mundsson kennari veltir vöngum yfir hlutverki skóla, kennara og nem- anda í hinni fögru nýju tölvuveröld Fræðslunet Austurlands á Egilsstöðum Fjarnámið hentar landsbyggðinni vel Símenntunarmiðstöðvar og námsverin sem þær starfrækja flestar hafa verið að ryðja sér til rúms víða um land undanfarin ár. Segja má að brautryðjendurnir hafi verið á Austurlandi þar sem Fræðslu- net Austurlands á Egilsstöðum var stofnað árið 1998. Að sögn Sig- urðar Ólafsson framkvæmdastjóra Fræðslunetsins var það stofnað í byggðapólitískum tilgangi að undirlagi samtaka sveitarfélagi á Aust- urlandi. Það hefur dafnað og blómstrað hratt og örugglega og er nú með útstöðvar eða námsver á fimm stöðum, auk Egilsstaða. Framhald á bls. 32 Sigurður Ólafsson.

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.