Bændablaðið - 12.04.2005, Blaðsíða 31
Þriðjudagur 12. apríl 2005 31
Matvælaframleiðsla hefur þá
sérstöðu meðal framleiðslu-
greina að kalla fram sterkar til-
finningar. Landbúnaður er
fólginn í því að rækta náttúruna
og afraksturinn er það brýnasta
af öllu, maturinn. Mikilvægi
þess fyrir þjóðfélagið að eiga sér
vel rekinn landbúnað hefur
birst í langri hefð fyrir því að
þjóðfélagið hefur sett landbún-
aði sínum pólitísk markmið,
með landbúnaðarstefnu.
Landbúnaðarstefnan speglar
viðhorf og væntingar þjóðfélags-
ins og hefur tekið breytingum í
tímans rás með breyttu þjóðfélagi.
Áður var markmið ESB að full-
nægja þörfum innri markaðar
sambandsins en nú er stefnan orð-
in sú að standa vörð um hin sér-
stöku evrópsku gildi á alþjóðleg-
um markaði búvara. Hin sameig-
inlega landbúnaðarstefna ESB
hefur þróast frá því að fjalla um
hvað og hve mikið á að framleiða
yfir í það að vera stefna sem frek-
ar fjallar um það hvernig á að
framleiða.
Frá því Danmörk gekk í ESB
hefur landbúnaðarstefnan verið
sameiginlegt evrópskt viðfangs-
efni. Á síðustu áratugum hafa
þjóðir heims hins vegar æ meira
látið sig landbúnaðarstefnuna
varða. Það leiðir af alþjóðavæð-
ingunni að viðskipti með matvæli
fara vaxandi og þar með þörfin
fyrir alþjóðlegar leikreglur. Þær
miklu breytingar, sem hafa átt sér
stað í sameiginlegri landbúnaðar-
stefnu ESB, er því einungis unnt
að skilja með þróunina innan Al-
þjóða viðskiptastofnunarinnar
jafnframt íhuga.
ESB hefur glímt við þá mót-
sögn að vissulega gefur aukin al-
þjóðavæðing evrópskum landbún-
aði aukin sóknarfæri fyrir búvöru-
framleiðslu, en hún eykur einnig
samkeppni á markaðnum. Þetta
hefur síðan það í för með sér að
erfitt er að framfylgja þeirri stefnu
að draga úr landbúnaði og tempra
búvöruframleiðsluna.
Í Evrópu merkir velmegun
meira en aðeins það að tryggja
fólki sem allra ódýrust matvæli. Í
Evrópu er eining um þá stefnu að
stjórna landbúnaðinum þannig að
hann gegni fjölþættu hlutverki.
Frá því sameiginleg landbúnaðar-
stefna ESB var ákveðin hefur það
markmið verið við lýði að land-
búnaður hafi mikilvægu hlutverki
að gegna við að tryggja störf í
dreifbýli.
Á síðari árum hefur bæst við
enn fleira. Fyrir utan framleiðslu
búvara, sem eiga að vera hollar og
tryggar, eru vaxandi kröfur um að
landbúnaðurinn sinni umhverfis-
málum af alvöru sem og góðri
meðferð á búfé. Vandinn við evr-
ópsku sérkröfurnar er sá að á al-
þjóðlegum markaði, með vaxandi
samkeppni og fjölbreytt vöruúrval
í hillum stórmarkaðanna, er það
ekki sjálfsagt að viðskiptavinur-
inn kæri sig um að greiða þann
aukakostnað sem fylgir áður-
nefndum kröfum.
Við nýjustu endurskoðun á
hinni sameiginlegu landbúnaðar-
stefnu ESB hefur, til að leysa
þennan hnút, verið valin sú lausn
að breyta stuðningnum í það form
að ekki séu lengur tengsl á milli
framleiðslunnar og stuðningsins.
Þetta er gert til að koma til
móts við hinar alþjóðlegu reglur
um viðskipti, sem Alþjóðavið-
skiptastofnunin hefur sett, þar
sem skýrt er greint á milli stuðn-
ings sem truflar viðskipti og
stuðnings sem truflar þau ekki.
Hinn aftengdi stuðningur tilheyrir
síðari flokknum. Aftengdi stuðn-
ingurinn opnar landbúnaðinum
svigrúm til að bregðast við eftir-
spurn markaðarins og hagnýta
möguleika á alþjóðamarkaði.
Jafnframt eru landbúnaði ESB
tryggðir möguleikar á stuðningi til
að fullnægja hinum sérevrópsku
kröfum um náttúruvernd, um-
hverfismál, góða umgengni við
búfé og öryggi matvæla. Afteng-
ing stuðningsins er að áliti Dana
ekki óskalausn en hins vegar sú
lausn sem pólitísk samstaða náðist
um. Dönum er þó ljóst að þróunin
í átt til minni stuðnings við land-
búnað heldur áfram og líta má á
aftenginguna sem mikilvægt skref
á þeirri leið.
Sameiginleg landbúnaðarstefna
ESB á alþjóðlegum markaði
Sauðfjárbændur athugið!!!
_________________________________________
L a m b o o s t og nú nýtt F l o r y b o o s t
Pasta til inntöku fyrir lömb
Nú fæst einnig Floryboost fyrir lömb.
L a m b o o s t
Lamboost er fæðubótarefni sem er auðugt af broddmjólk og
næringarefnum og er sérstaklega hannað með þarfir lítilla og
léttra lamba í huga. Lamboost veitir þessum lömbum aukna
orku sem er þeim lífsnauðsynleg eftir fæðingu.
Lamboost stuðlar að jafnvægi þarmaflórunnar og getur
þannig komið í veg fyrir skitu.
F l o r y b o o s t
Floryboost er þarmastyrkjandi pasta til inntöku fyrir lömb
með meltingartruflanir. Floryboost inniheldur sérstakan
leir (montmorillonite), sölt, dextrósi, frúktó-ólígósakkaríð
og nauðsynlegar olíur úr blóðbergi og rósamarín.
Þetta fæðubótarefni er notað ef meltingartruflanir hafa gert vart
við sig.
Auðvelt í notkun og er með íslenskum leiðbeiningum.
Þarfnast ekki blöndunar og má nota strax.
_________________________________________
Nánari upplýsingar getur þú fengið hjá dýralækninum þínum eða hjá umboðsaðila.
Umboðsaðili: IcePharma hf. Sími: 540 8000
Heildsöludreifing: Lyfjadreifing ehf. Sími: 5900 200