Bændablaðið - 12.04.2005, Blaðsíða 38

Bændablaðið - 12.04.2005, Blaðsíða 38
38 Þriðjudagur 12. apríl 2005 Gunnar Benedikt Þór Gunnars- son á Hálsi í Kinn í Þingeyjar- sveit er einn þeirra manna sem hefur hæfileika í höndunum en handverk hans hefur vakið tölu- verða athygli. Hann hefur m.a. sýnt muni á Kiðagili í Bárðardal og hjá skógræktarfélögunum en er auk þess með muni til sýnis og sölu á handverksmarkaðnum á Fosshóli. Áhugi Gunnars á tré vaknaði snemma en það var í handvinnu- tímum í grunnskólanum á Stóru- tjörnum sem hann byrjaði í renni- bekknum. Kom þá fljótt í ljós að margt var hægt að gera og úr varð það framhald sem nú er orðið, þ.e. mikill áhugi. Heima á Hálsi er búið að koma upp ágætu verkstæði við hlið íbúð- arhússins og eru þar mörg hand- verkfæri, trésmíðavél, rennibekkur og yfirleitt flest það sem lýtur að handverki. Tveir heimasmíðaðir rokkar úr eik og birki skreyta heimilið, annar íslenskur og hinn að kanadískri fyrirmynd. Þá hafa nokkrir komið með rokka til viðgerðar hjá Gunn- ari. Hann hefur og gert mikið af renndum gripum svo sem diskum, kertastjökum, klukkum, skálum, skopparakringlum, staupum, stöf- um og m.fl. Einnig hefur hann gert leikfangabíla og dráttarvélar sem hægt er að stýra og stóla úr alaska- víði sem vex í skjólbelti heima við bæinn. Það sem vekur athygli er að hann fær mikið af efniviðnum, birki, greni og lerki, í sinni heima- sveit, þ.e. úr Fellsskógi og Fossels- skógi svo og úr skóginum ofan við Gvendarstaði. „Ég hef verið töluvert á nám- skeiðum, fylgst með og reynt að tileinka mér aðferðir,“ segir Gunn- ar. Hann nefnir námskeið í renni- smíði hjá Kristjáni Jóhannssyni í Ásborg í Reykjavík, námskeið í út- skurði, eldsmíðanámskeið á Hrafnagili og námskeiðið „Lesið í skóginn og tálgað í tré“. Þá var Gunnar nýlega á námskeiði í bæn- um Nääs í Svíþjóð, sem er í ná- grenni Gautaborgar, og lærði þar m.a gamla sænska aðferð í körfu- gerð. Gunnar segir handverk í tré heilla sig mikið en nú er hann einnig farinn að fikra sig áfram við járnsmíði og var nýlega að ljúka við að smíða nagla og hjarir í eld- smiðjunni sem hann er með. Hann segist vilja blanda þessu saman. Gunnar er búfræðingur og stundar búskap á Hálsi ásamt for- eldrum sínum og bræðrum, en handverkið er að hans mati góð viðbót við bústörfin. Atvinnusköpun í sveitum er eitthvað sem menn velta vöngum yfir og halda ráðstefnur um, en Gunnar þarf ekki að leita mikið því hann hefur fundið sér farveg þar sem sköpunargáfan fær lausan tauminn. Verkþekking eins og smíði rokka er mikils virði og sem betur fer eru rokkarnir enn ekki þagnaðir. Gunnar Benedikt Þór með tvo rokka sem hann hefur smíðað. Rokkurinn t.v. er íslenskur en t.h. er rokkur úr eik sem gerður er eftir kanadískri fyrir- mynd. Rokkarnir eru ekki þagnaðir Handverk hefur á síðustu árum verið vax- andi tómstundaiðja hjá fólki víða um land og sumir hafa náð svo langt að gera það að hlutastarfi. Tekið til kostanna Hin árlega stór- sýning í reiðhöllinni Svaðastaðir á Sauðárkróki - Allt það besta! Fimmtudagur 21.apríl Kl: 13:00 Hólaskóli -Reiðkennslusýning undir stjórn Eyjólfs Ísólfssonar -Fræðsluerindi um liti íslenska hestsins -Kennsla um byggingu hestsins og byggingadóma -Dagskráin flutt á ensku. Miðapantanir hjá Upplýsingamiðstöðinni s: 455-6161 Föstudagur 22.apríl Kl: 8:00 Dómar kynbótahrossa á Sauðárkróki Kl: 13:00 Gæðatölt - forkeppni ·1. sæti: 100.000 kr Kl: 18:00 Í Austurdal ·Sýnd í Sauðárkróksbíó með enskum texta. Kl: 21:00 Tekið til kostanna ·Stóðhestar, ræktunarbú, skeiðkappreiðar, grín og glens, úrslit í Gæðatölti.... Laugardagur 23.apríl Kl: 10:00 Yfirlitssýning kynbótahross Haldin á Sauðárkróki Kl: 13:00 Markaðsdagur í Svaðastaðahöllinni -Sölu- og kynningarbásar -Úrvals reiðhestar og spennandi unghross til sölu -Grillveisla -Ýmsar skemmtilegar uppákomur! Kl: 21:00 Tekið til kostanna ·Stóðhestar, ræktunarbú, skeiðkappreiðar, grín og glens, úrslit í Gæðatölti........ Sunnudagur 24.apríl Kl: 13:00 - 18:00 Opinn dagur á hrossaræktarbúum Búin verða kynnt á hestadögunum. Kl: 14:00 Skeifukeppni Hólaskóla Skráning á kynbótasýningu og Gæðatölt: Lbm s: 455-7100, fyrir 15. apríl Forsala miða: Ábær, Sauðárkróki 455-7070 og Fákasport, Akureyri 460- 7121Nánari upplýsingar: www.horse.is/ttk eða Upplýsingamiðstöðin 455-6161 Efnahagur ESB a.m.k. 20 árum á eftir efna- hagslífi Bandaríkjanna Efnahagslíf Evrópusambandsins er a.m.k. 20 árum á eftir efnahagslífi Bandaríkjanna í þró- un og það mun taka sambandið áratugi að ná Bandaríkjunum samkvæmt niðurstöðum nýrr- ar rannsóknar sem birt var 11. mars sl. Rann- sóknin var gerð fyrir Eurochambres, hags- munasamtök smáfyrirtækja í aðildarríkjum Evrópusambandsins. Hugsanleg uppsögn EES-samningsins rædd í Evrópustefnunefnd Alþingis Halldór Ásgrímsson forsætisráðherra skýrði frá því á Alþingi 16. mars sl. að til stæði að Evrópustefnunefnd þingsins muni ræða hug- myndir um uppsögn samningsins um Evr- ópska efnahagssvæðið (EES). Björn Bjarna- son, dómsmálaráðherra og formaður nefndar- innar, sagði í viðtali við Fréttablaðið að rætt yrði um hugmyndir í þessa veru sem Ragnar Árnason, prófessor í hagfræði við Háskóla Ís- lands, hefði varpað fram. Sem kunnugt er sagði Ragnar Árnason í viðtali við Viðskipta- blaðið í janúar sl. að hann teldi rétt að íhuga hvort ekki væri rétt að segja EES-samningnum upp með það fyrir augum að Ísland stæði bæði fyrir utan Evrópska efnahagssvæðið og Evr- ópusambandið. Segir að hersveitum ESB kunni að verða beitt í hernaðarskyni Jaap de Hoop Scheffer, framkvæmdastjóri Atl- antshafsbandalagsins (NATO), lét þau orð falla þann 10. mars sl. í við viðtali við spænska dagblaðið El Pais að hann teldi hugs- anlegt að hersveitum Evrópusambandsins, sem nú er verið að koma á laggirnar, kynni að verða beitt í hernaðarskyni. Sagðist hann eiga bágt með að trúa því að hersveitir sambands- ins yrðu aðeins notaðar til friðargæslu eins og embættismenn þess hafa haldið fram. Segir að innan fárra ára verði aðeins ein ut- anríkisþjónusta fyrir ESB José Luis Zapatero, forsætisráðherra Spánar, lýsti því yfir í viðtali við spænska ríkisútvarp- ið í lok febrúar sl. að á komandi árum myndu sjálfstæðar utanríkisþjónustur aðildarríkja Evr- ópusambandsins leggjast af í kjölfar þess að sambandið kæmi sér upp sinni eigin utanrík- issþjónustu. Kveðið er á um stofnun sérstaks embættis utanríkisráðherra Evrópusambands- ins í fyrirhugaðri stjórnarskrá sambandsins sem aðildarríkin eiga eftir að taka endanlega afstöðu til. Einnig verður komið upp sérstakri utanríkisþjónustu fyrir Evrópusambandið í framhaldi af því sem aðeins verður ábyrg gagnvart yfirstjórn og stofnunum sambands- ins. Þegar hefur verið hafist handa við að byggja hana upp. Þjóðaratkvæði um stjórnarskrá ESB í Frakklandi og Danmörku Dönsk stjórnvöld hafa ákveðið að þjóðarat- kvæði um fyrirhugaða stjórnarskrá Evrópu- sambandsins muni fara fram í Danmörku 27. september nk. Frönsk stjórnvöld lýstu því einnig yfir á dögunum að Frakkar muni greiða atkvæði um stjórnarskrána þann 29. maí í vor. Þjóðaratkvæði um stjórnarskrá ESB í Frakk Hagsveiflur samlagast ekki á evrusvæðinu Evran hefur ekki enn leitt til þess að hagsveifl- ur í aðildarríkjum evrusvæðisins samlagist þrátt fyrir fullyrðingar evrusinna um að svo yrði. Sú reynsla sem komin er á evrusvæðið hefur nánast gert að engu vonir þeirra um að svo muni verða. Frá þessu var greint í við- skiptablaðinu The Business þann 20. febrúar sl. Nýjustu hagtölur frá Seðlabanka Evrópu- sambandsins benda til þess að miðstýring stýrivaxta innan evrusvæðisins sé ekki að skila sér sem skyldi. Eins og er eru stýrivextir bank- ans í 2% og hafa verið um margra mánaða skeið. Þetta vaxtastig hefur t.a.m. reynst of lágt fyrir þau aðildarríki evrusvæðisins þar sem uppsveifla er í efnahagslífinu eins og á Spáni en aftur of hátt fyrir ríki eins og Holland þar sem niðursveifla ríkir. ESB Stólar úr alaskavíði, bílar og drátt- arvél úr smiðju Gunnars. Polaris Sportsman 500 4x4 árg 01,02,03og 04, Polaris Sportsman 700 4x4 árg 02 Polaris Sportsman Diesel 4x4 árg 99 Polaris Sportsman 500 6x6 árg 00 Yamaha Grizzly 660 4x4 árg Nýtt Yamaha Kodiak 4x4 400 árg 01 Yamaha Bruin 350 4x4 árg Nýtt Yamaha kodiak 400 4x4 árg Nýtt Honda TRX 300 4x4 árg 96 Kawasaki KVF 300 4x4 árg 00 Góð hjól á góðu verði með VSK Plus Gallery ehf s: 898-2811

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.