Bændablaðið - 12.04.2005, Blaðsíða 28

Bændablaðið - 12.04.2005, Blaðsíða 28
28 Þriðjudagur 12. apríl 2005 Nýverið var haldinn fundur ræktunarleiðtoga FEIF í Kaupmannahöfn í tengslum við stórsýningu á íslenska hestinum þar á vegum danska Íslandshestafélagsins, Dansk Islandshesteforening. Fundur ræktunarleiðtoga hefur verið haldinn í Reykjavík á haustin en ákveðið var að fresta honum til febrúarmánaðar á þessu ári til að slá saman í einn fund öllum árlegum fundum á vegum FEIF. Þannig var samhliða fundi ræktunarleiðtoga haldinn fundur með íþróttanefnd FEIF en fulltrúi Íslands í henni er Sigurður Sæmundsson. Jafnframt sátu fund nefndarinnar frá Íslandi Hörður Hákonarson og Sigurður Emil Ævarsson. Íþróttaleiðtogi FEIF er Marko Mazeland. Þá var haldinn fundur í ungliðanefnd FEIF en fulltrúi Íslands í henni er Rosemarie Þorleifsdóttir og fundinn sátu einnig frá Íslandi Sigrún Ögmundsdóttir og Sigurrós Johansdóttir. Menntanefnd FEIF sat fund á sama tíma og er fulltrúi Íslands í henni Herdís Reynisdóttir. Jón Albert Sigurbjörnsson, formaður LH, sat formannafund FEIF. Sérstakur fundur ritstjóra var einnig haldinn en þann fund sat frá Íslandi Jónas Kristjánsson, ritstjóri Eiðfaxa. Ágúst Sigurðsson, rektor Landbúnaðarháskólans, og Sigríður Björnsdóttir dýralæknir fluttu erindi á sameiginlegum fundi allra þátttakenda við góðar undirtektir. Þetta form á fundum FEIF tókst með ágætum og verður lögð tillaga fyrir aðalfund FEIF að framvegis verði þessi háttur hafður á. Fundur ræktunarleiðtoga FEIF var styttri en venjulega að þessu sinni og þannig gafst of lítill tími til umræðna um miklvæg mál. Per Anderz Finn (SE), ræktunarleiðtogi FEIF, var fundarstjóri og Fi Pugh (GB), ritari FEIF, ritaði fundargerð. Fulltrúar Íslands voru Guðlaugur Antonsson hrossaræktarráðunautur, Hallgrímur S. Sveinsson, fulltrúi í dómaranefnd FEIF, og Jón Baldur Lorange, fulltrúi í skýrsluhaldsnefnd FEIF. Sigríður Björnsdóttir dýralæknir sat einnig fundinn. Aðrir fundarmenn voru John Siiger Hansen, Danmörku, Per Kolnes, Noregi, (báðir í dómaranefnd FEIF) Rebecka Frey, Svíþjóð, Reinhard Loidl, Austurríki, (fulltrúi í skýrsluhaldsnefnd FEIF), Barla Barandun, Sviss, Barbara Fische, Þýskalandi, Annette Knudsen, Danmörku, Jan Thye, Danmörku, Morten Haggquist, Danmörku, Linda Bergström, Finnlandi,, Mike Edwards, Brelandi, Ewald Schmid, Ítalíu, Carla van Nunen, Hollandi, Hans Bettonviel, Hollandi, Inge Kringeland, Noregi, Per Oddvar Rise, Noregi, Ante Eklund, Svíþjóð, Göran Haggberg, Svíþjóð, Jan Lockwall, Svíþjóð, Karin Magnusson, Svíþjóð, Þorvaldur Árnason, Svíþjóð og loks Anne W. Elwell, Bandaríkjunum sem sendi nú fulltrúa eftir langt hlé. Öllum skriflegum skýrslum ræktunarleiðtoga, dómaranefndar, skýrsluhaldsnefndar og um WorldFeng verkefnið var dreift á fundinum án þess að umræða gæti orðið um þær frekar. Mestur tími fór í umfjöllum um staðlaðar reglur um dýralæknaskoðun stóðhesta sem ákveðið var að leggja fyrir aðalfund FEIF síðar á þessu ári. Sigríður Björnsdóttir flutti mjög áhugavert og fróðlegt erindi um niðurstöður rannsókna og markmið slíkra reglna. Það náðist samstaða um sömu reglur um myndatökur á stóðhestum og Fagráð í hrossarækt hafði samþykkt fyrir Ísland. Einnig var samþykkt að hafin yrði söfnun á samræmdum upplýsingum um ástand hrossa á sýningum og var nýrri dýralæknanefnd FEIF falið að gera tillögu að upplýsingablaði. Fundurinn samþykkti tillögu Per Anderz um nýja dýralæknanefnd FEIF og verður fyrsti formaður hennar Sigríður Björnsdóttir og með henni í nefndinni verður Rebecca Frey frá Svíþjóð. Dómaranefnd FEIF lagði fram tillögu um að gerður yrði listi yfir aðaldómara, sem hefðu mikla reynslu og skylda yrði að dómari af þeim lista yrði í öllum dómaranefndum alþjóðlegra sýninga samkvæmt FIZO. Þó að fundarmenn væru sammála því að mikilvægt væri að aðaldómari hefði mikla reynslu í dómsstörfum þá hlaut það ekki náð fyrir augum fundarmanna að alþjóðlegum dómurum yrði skipt í tvo hópa með þessum hætti. Tillögu um að allar viðurkenndar FIZO sýningar yrðu alþjóðlegar var betur tekið enda mikilvægt að kröfur til kynbótasýninga séu alls staðar þær sömu m.a. með tilkomu alþjóðlegs kynbótamats. Undantekningu verður hins vegar að gera fyrir Ísland með gjald til FEIF fyrir hvert sýnt hross, sem samþykkt var á fundinum að yrði 15 evrur, enda viðurkenndu fundarmenn mikilvægt framlag Íslands til FEIF vegna þróunar og reksturs á WorldFeng. Ennfremur var fjallað um tillögur Þjóðverja um dóma og samþykkt að skoða hvernig útfæra mætti reglur um dóma á folöldum innan FIZO reglna. Tillögu fulltrúa Svía um að ræða um laun alþjóðlegra dómara var vísað frá. Þorvaldur Árnason kynnti vinnu þeirra Ágústs Sigurðssonar við gerð á alþjóðlegu kynbótamati í WorldFeng og lýsti vel markmiðum kynbótaræktunar á íslenska hestinum. Jón Baldur, verkefnisstjóri WorldFengs, fór stuttlega yfir stöðu WorldFengs verkefnisins og óskaði eftir að heyra álit fundarmanna á hve brýnt þeir teldu að Bændasamtök Íslands yrðu skráð á lista Evrópusambandsins yfir viðurkennd ræktunarsambönd sem vörsluaðili upprunaættbókar íslenska hestsins og vísaði þar í niðurstöðu sem Tone Kolnes, forseti FEIF, og hann áttu með dr. Sprenger hjá Evrópusambandinu (sjá frétt hér hér að neðan þann 17.12.2004). Þeir fundarmenn sem tjáðu sig um málið töldu það mikilvægt að Ísland kæmist á þennan lista til að styrkja stöðu þeirra gagnvart Evrópusambandinu. Hins vegar höfðu fundarmenn áhyggjur af „hliðarverkunum“ sem gætu komið upp við innleiðingu á tilskipun Evrópusambandsins vegna þessa svo sem að Bændasamtökin yrðu að skrá íslenskan hest inn í WorldFeng sem viðurkennd ættbók af Evrópusambandinu segði að væri íslenskur (þó að um væri að ræða viðurkennda ættbók utan Evrópusambandsins sem fylgdi ekki FIZO reglum um hreinræktuð íslensk hross). Einnig kom fram hjá fundarmönnum að þeir teldu nauðsynlegt að WorldFengur gæti nýst þeim sem ættbókarkerfi m.a. til útgáfu hestavegabréfa. Inge Kringeland frá Noregi var kosin nýr formaður skýrsluhaldsnefndar FEIF í stað Kati Ahola sem gaf ekki kost á sér áfram en hún hefur skilað góðu starfi síðastliðin 4 ár. Inge náði saman fundi með fulltrúum flestra landa á sunnudeginum til að fjalla um WorldFeng verkefnið og sátu um 20 manns fundinn. Þar var lögð áhersla á að fá fram hugmyndir landanna um hvernig mætti bæta WorldFeng og safna fleiri áskrifendum til að styrkja þróunarstarf á næstu árum. Jón Baldur hvatti aðildarfélög að fara sömu leið og Ísland hefur gert, að áskrift að WorldFeng sé hluti af félagsgjaldi. Með því megi lækka áskrift að WorldFeng til muna og að sama skapi auka verðgildi félagsaðildar Íslandshestafélaganna og fjölga meðlimum. WorldFengur væri framlag Íslands til alþjóðlegrar samvinnu innan FEIF. Þorvaldur Árnason kom með tillögu um að WorldFengur yrði kynntur vel á heimsmeistaramóti íslenska hestsins í Svíþjóð í sumar og nýttir til þess risaskjáirnir á milli dagskráratriða. /JBL Fundur ræktunarleiðtoga FEIF í Kaupmannahöfn Íslenski hesturinn gerir það gott í útlöndum Samkvæmt vísitölu neysluverðs í febrúar sl. eru útgjöld til kaupa á matvörum 13,2%, og til kaupa á mat- og drykkjar- vörum 15,1% af heildarútgjöld- um heimilanna og hefur þetta hlutfall farið lækkandi á und- anförnum árum. Af búvörum sem íslendingar neyta er um helmingur innflutt, mælt í hita- einingum. Þær eru að lang- mestu leyti fluttar inn án tolla eða magntakmarkana, s.s. kornvörur, hrísgrjón, sykur, ávextir og krydd. Innflutningur grænmetis er og að stærstum hluta án tolla. Ríkisstyrkir til landbúnaðar hafa jafnframt lækkað úr um 5% af heildarút- gjöldum ríkissjóðs árið 1998 í 4,2% árið 2002. Miklar breytingar hafa orðið á undanförnum árum á rekstrarum- hverfi landbúnaðarins. Árið 1998 var opinberri verðlagningu á nautakjöti og kindakjöti hætt og frá þeim tíma hefur aðeins verið um opinbera verðlagningu að ræða á mjólk til framleiðenda og hluta af mjólkurafurðum í heild- sölu, sbr. lög um framleiðslu, verðlagningu og sölu búvara. Verð á öðrum landbúnaðarafurð- um ræðst þannig í viðskiptum á markaði af framboði og eftir- spurn. Framleiðendur hafa hins vegar þurft að takast á við sveiflur á verði og á undanförnum árum hefur verð á kjöti til framleiðenda yfirleitt farið lækkandi. Meðfylgj- andi mynd sýnir sem dæmi laus- lega þróun á verði dilkakjöts til framleiðenda og neytenda, byggt á verðlistum sláturleyfishafa og vísitölu neysluverðs. Þessi mynd er reyndar kunnug frá öðrum löndum þar sem framleiðenda- verð lækkar á sama tíma og smá- söluverð hækkar. Verð á mjólk til bænda og á helstu mjólkurvörum er ákveðið af Verðlagsnefnd búvara. Verð til bænda er ákveðið með hliðsjón af verðlagshækkunum. Beingreiðsl- ur ríkissjóðs nema síðan 47,1% af lágmarksverði en 52,9% eru greidd af afurðastöðinni sem tek- ur við mjólkinni til vinnslu. Verð til bænda hefur að jafnaði hækkað einu sinni á ári undanfarin ár en Verðlagsnefnd hefur ekki hækkað heildsöluverð á mjólkurvörum síðan 1. janúar 2003. Mjólk og mjólkurvörur hafa því hækkað mun minna en almennt verðlag sl. ár. Drykkjarmjólk lækkaði um 0,7% frá janúar 2002 til janúar 2005 og jógúrt hækkaði um 3,6% á sama tíma og vísitala neyslu- verðs hækkaði um 8,2%. Þá er ekki úr vegi að minna á 14% virðisaukaskatt sem lagður er á matvæli hér á landi en aðeins 2 lönd á Evrópska efnahagssvæð- inu (fyrir stækkun 1. maí í fyrra) eru með hærri virðisaukaskatt á matvæli, þ.e. Finnland (17%) og Danmörk (25%). /EB 0 20 40 60 80 100 120 140 1996 1998 2000 2002 2004 2006 Ár V ís it al a Verð til bænda Verð til neytenda Verðlagning landbúnaðarafurða Þróun dilkakjötsverðs www.bondi.is

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.