Bændablaðið - 12.04.2005, Blaðsíða 11

Bændablaðið - 12.04.2005, Blaðsíða 11
Þriðjudagur 12. apríl 2005 11             !"  #$%&'()*&++',+-,.*/*!$012.3 4)0&,-*+!50!&'!6!$!+7,*3+ 36 +)&)8+9**!+%:$!+*$;*-$&*<<6)2 $$!+9+6,+5+36*,6&<8+03!*$ 6+,<!2 :+=>-&300&+,<<6<?@& %!+!=$&*&7,*3+2        Ferðamálasamtök Íslands ásamt landshlutasamtökunum gengust fyrir Ferðatorgi dagana 1. til 3. apríl sl. Ferðaþjónustu- fyrirtæki í Rangárþingi og Mýr- dal ásamt Kirkjubæjarklaustri voru saman með Suðurlandi og kynntu sig og þá þjónustu sem ferðamenn geta nýtt sér á svæð- inu. Eymundur Gunnarsson, atvinnu- og ferðamálafulltrúi, ásamt 34 fyrirtækjum skipu- lögðu sinn hluta sýningarinnar. Hann sagði í samtali við Bænda- blaðið að nú hefðu ferðaþjón- ustuaðilar á Kirkjubæjar- klaustri ákveðið að vera með í ferðaþjónustukynningunni sem hefði tekist ákaflega vel. ,,Við kynntum þarna þá starf- semi sem við erum með á sviði ferðaþjónustu á þessu svæði. Það voru 34 aðilar á ferðatorginu að kynna sig og sína starfsemi í ferðaþjónustunni. Þema Suður- lands var afþreying og til að styðja við afþreyingu þarf auðvitað mikla gistiaðstöðu. Við kynntum auk gistiaðstöðu, söfn á svæðinu, sundlaugar og að sjálfsögðu þá fögru náttúru sem Suðurland býð- ur upp á,“ sagði Eymundur. Við kynntum okkur undir slagorðinu ,,kraftur og hreinleiki“ (e.Power and Putyti).“ Hann segir að sumarbústöðum hafi fjölgað gífurlega á svæðinu sem hann er atvinnu- og ferða- málafulltrúi fyrir en íbúar þess eru um 4 þúsund. Það má áætla að þeim fjölgi í 8.000 um helgar. Hann segir það vaxandi að fólk dvelji í þeim yfir veturinn því að öll frístundahús sem nú eru byggð séu heilsárshús. Upp undir Heklurótum er ver- ið að skipuleggja svæði sem heitir Heklubyggð og verða þar lóðir fyrir á þriðja hundrað frístunda- hús. Þar verður þjónusta við sum- arhúsaeigendur og önnur afþrey- ing. Mörg önnur svæði eru skipu- lögð undir sumarhús og menn horfa björtum augum til framtíðar því að þetta þýðir aukin störf og styrkir bæði atvinnu- og ferða- þjónustu. Frá Vesturlandi komu Helga Ág- ústdóttir, staðarhaldi á Eiríks- stöðum, sem býr að Vatni í Haukadal, Svanborg Siggeirs- dóttir, Sæferðum í Stykkishólmi, Inger Helgadóttir, Indriðastöðum í Skorradal. Þau voru að kynna Suðurland á ferðasýningunni. F.v. Renate Hanne- man, Herríðarhóli, Sigrún Gunnarsdóttir, Galtalækjarskógi, Eymundur Gunnarsson, atvinnu- og ferðamálafulltrúi í Rangárþingi og Mýrdal og Björgvin Jóhannesson frá Höfðabrekku í Mýrdal. Ferðatorgið gekk vel Bændur og búalið! Staðgreiðum alla flokka K og UN á mánudegi eftir innleggsviku. Berið saman verð og flutningskostnað. Sláturfélag Suðurlands Selfossi, s. 480 4100 www.ss.is

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.